„Erlingur minn, hvað ertu nú að gera?“
16. september - 28. nóvember 2010


Erlingur Jónsson fæddist árið 1930 í Móakoti á Vatnsleysuströnd og starfaði lengi á Suðurnesjum og í Reykjavík sem farsæll og dáður kennari í mynd- og handmennt, en flutti til Noregs upp úr 1980 og lauk prófi til lektorsgráðu í myndmenntun árið 1982 frá Telemark Lærerhøgskole Notodden. Næstu árin kenndi hann í framhaldsskólum í Ósló en undanfarið hefur Erlingur eingöngu sinnt eigin listsköpun og má sjá verk hans á opinberum vettvangi bæði í Noregi og á Íslandi.