Spor í sandi
Málþing um Sigurjón Ólafsson mynd­höggvara
í Listasafni Íslands
laugar­daginn 6. sept­ember 2014, kl. 12:45 − 17:00
í tengslum við yfirlistssýningu á verkum hans í Listasafni Íslands og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.


Dagskrá:
12:45 Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands.
Inngangsorð.
13:00 Jens Peter Munk
Naturalisme i en brydningstid. Sigurjón Ólafssons arbejder under opholdet i København 1928−45 set i lyset af de naturalistiske strømninger i dansk billedhuggerkunst.
Naturalism at a Turning Point. Sigurjón Ólafsson's works during his Copenhagen residence 1928-45 in the light of Danish naturalist sculpture. Á dönsku.
13:30 Charlotte Christensen
Sigurjón Ólafsson og det progressive kunstliv i Danmark i det 20. århundrede.
'On the barricades' - Progressive Ideas in Art and Art Criticism Between the two World Wars. Á dönsku.
14:00 Kaffihlé.
14:15 Kerry Greaves
Take the Train to Klampenborg: Helhesten's "Thirteen Artists in a Tent" Exhibition. Á ensku.
14:45 Æsa Sigurjónsdóttir
Um möguleika og ómöguleika þjóðarlistasögu.
On the Possibility and the Impossibility of National Art Histories. Á ensku.
15:15 Kaffihlé
15:30 Pétur H. Ármannsson
Samstarf Sigurjóns Ólafssonar við íslenska arkitekta, 1945-1982.
Sigurjón Ólafsson´s collaboration with architects in Iceland, 1945-82. Á ensku.
16:00 Aðalsteinn Ingólfsson
Endurskoðun seinni tréverka Sigurjóns Ólafssonar.
Sigurjón Ólafsson`s late wood sculptures reconsidered. Á ensku.
16:30 Ráðstefnulok - spurningar gesta
  Danska sendiráðið býður gestum upp á léttar veitingar að loknu málþingi

Jens Peter Munk (f. 1951) er danskur listfræðingur og umsjónarmaður höggmynda á vegum Kaupmannahafnarborgar. Áður hefur hann starfað sem sýningarstjóri hjá Ordrupgaard safninu, Charlottenlund; Ny Carlsberg Glyptotek og Hirschsprung safninu; ásamt því að hafa komið að skipulagi ýmissa sýninga, aðallega um danska og franska 19.aldar myndlist. Árið 2006, sýningarstýrði hann The Golden Age '800 Danese, Architettura di Roma e paesaggi di Olevano Romano Complesso del Vittoriano, Róm. Hann hefur skrifað fjölda greina í tímarit og sýningarskrár en einnig fengist við útgáfu orðasafna: Weilbach Dansk Kunstnerleksikon, Den store Danske Encyklopædi, Dansk Kvindebiografisk Leksikon, Saur Allgemeines Künstlerleksikon og The Dictionary of Art. Aðrar útgáfur eru meðal annars Skulpturer i København (1999), Bronze & Granit (2005) og Jørgen Roed - Ungdomsarbejder (2013).

Charlotte Christensen (f. 1945) er danskur listfræðingur, en hún lauk námi frá Kaupmannahafnarháskólanum árið 1971. Christensen hefur starfað við mörg listasöfn í Danmörku, meðal þeirra eru: Statens Museum for Kunst, Kaupmannahöfn, Ny Carlsberg Glyptotek, Aarhus Kunstmuseum (ARoS), Det Nationalhistoriske Museum, Frederiksborg; Kunstindustrimuseet (Designmuseum Danmark), Kaupmannahöfn. Christensen hefur fengist við ýmis skrif um myndlist og sinnti dans- og myndlistargagnrýni í Danmörku í yfir áratug, einnig hefur hún fengist við kennslu við Háskálann í Árósum, Kiel og Kaupmannahöfn. Meðal útgefinna verka eru 1900 - The Year of Art Nouveau; ásamt yfirlitsritum um dönsku málarana Nicolai Abildgaard og Jens Juel, en að svo stöddu fæst hún skrifum um sænska portrett málarann Carl Gustaf Pilo.

Kerry Greaves (f. 1976) er doktorsnemi við The City University of New York þar sem hún rannsakar danska framúrstefnulist á árunum 1934-1946. Árið 2001 lauk hún meistaranámi frá Courtauld Institute of Art, University of London með lokaritgerðinni: "The 1915 Grønningen Exhibition: Danish Secessions in Context". Meðal birtra greina eru: "Thirteen Artists in a Tent: Avant-Garde Exhibition Practice in World War II Denmark," í Dada/Surrealism 21, no. 1 (2014); "Hell-Horse: Radical Art and Resistance in Nazi-Occupied Denmark," í The Oxford Art Journal 37, no. 1 (feb. 2014); og "Studies in Reverie: Danish Paintings from the Collection of Ambassador John L.Loeb Jr.," í Scandinavian Review 100, no. 3 (haust 2013). Hún hefur fengist við kennslu í ýmsum háskólum í Bandaríkjunum meðal annars Marymount Manhattan College, New York; Hunter College, The City College of New York og NYC College of Technology CUNY, New York. Hún sýningarstýrir fyrstu sýningunni í Bandaríkjunum sem sýnir yfirlit danskra listamanna sem tilheyrðu CoBrA á 4. og 5. áratugum síðustu aldar, titluð Helhesten and the Danish Resistance during World War II, í Nova Southeastern University Museum of Art, Fort Lauderdale, FL og Carl-Henning Pedersen & Else Alfelt Museum, Herning, Danmörk (april-nóv 2015 í BNA og vor 2016 í Danmörku).

Æsa Sigurjónsdóttir (f. 1959) er listfræðingur, sýningarstjóri og dósent við Háskóla Íslands. Meðal sýninga eru Spor í sandi. Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar, Listasafni Íslands (2014); (Re)construction of Friendship, Corner House, Riga (2014), Turku Biennale (2013) og En Thulé Froiduleuse, FNAGP, Paris (2013). Hún hefur skrifað fjölda greina um nútíma- og samtímalist sem finna má meðal annars í Íslensk listasaga: frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, Listasafn Íslands/Forlagið, 2011; Icelandic Art Today, Hatje Cantz, 2009; Æsa Sigurjónsdóttir & Michael Langkjær (ritstjóri), Images in Time, Wunderkammer, Bath School of Art & Design 2011; Hún ritstýrði ásamt Ólafi Páli Jónssyni: Art, Ethics and Environment: A Free Inquiry Into the Vulgarly Received Notion of Nature, Cambridge Scholars Press, 2006; og hefur skrifað um samslátt samtímalistar og tísku: „The New Nordic Cool: Björk, Icelandic Fashion and Art Today", Fashion Theory, 2011.

Pétur H. Ármannsson (f. 1961) er arkitekt og sviðsstjóri skipulags- og umhverfismála hjá Minjastofnun Íslands. Hann stundaði nám í arkitektúr við Toronto-háskóla í Kanada og lauk meistaraprófi í sömu grein frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 1990. Áður starfaði hann sem deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur frá 1993-2005, og sem arkitekt hjá Glámu-Kím arkitektum ehf. auk sjálfstæðra rannsóknar- og ráðgjafarverkefna á árunum 2005-2013. Hann er höfundur ýmissa greina, fyrirlestra og dagskrárefnis um íslenska byggingarlist á 20. öld og hefur verið gestakennari við arkitektúr- og hönnunardeild Listaháskóla Íslands frá 2002.

Aðalsteinn Ingólfsson (f. 1948) er listfræðingur, listgagnrýnandi og sýningarstjóri. Hann lauk M.A. prófi í enskum bókmenntum og málsögu frá háskólanum í St. Andrews, Skotlandi og M.A. í listasögu frá Courtauld Institute of Arts, London. Hann hefur unnið sem ritstjóri menningarmála á íslenskum dagblöðum og tímaritum og fengist við kennslu við Myndlista-og handíðaskólann, síðar Listaháskólann og Háskóla Íslands. Á árunum 1991-97 starfaði hann sem deildarstjóri við Listasafn Íslands, og var fyrsti forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, frá 1999-2008. Aðalsteinn er höfundur og meðhöfundur rúmlega 30 bóka um íslenska myndlist og hefur sett upp u.þ.b. 100 myndlistarsýningar á Íslandi, Norðurlöndunum og Kanada. Tvær bækur eftir hann, þ.á.m. rit hans um Sigurjón Ólafsson, hafa verið tilnefndar til íslenskra bókmenntaverðlauna.