Viðburðir tengdir sýningunni
Listamaður á söguslóðum
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 31. janúar − 22. mars 2015
Föstudagskvöld, 6. febrúar (safnanótt)
kl. 20:00 og 21:30
Leiðsögn um sýninguna
Vibeke Nørgard Nielsen og Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Sunnudaginn 15. febrúar
kl. 15:00
Sýn á sögustaði
Fyrlestur Einars Fals Ingólfssonar
Fjallað Verðir um sýn tveggja listamanna, bretans William Gershom Collingwood (1854-1932) og Johannesar Larsen (1867-1961) á staði sem koma fyrir í Íslendingasögunum. Collingwood ferðaðist um Ísland sumarið 1897 og málaði vatnslitamyndir, en Johannes Larsen teiknaði sínar myndir sumrin 1927 og 1930. Sem þrautþjálfaðir listamenn nálguðust þeir myndefnið á sinn persónulega hátt með hliðsjón af sögunum. Einar Falur bregður upp myndum sem listamennirnir unnu hér, í mörgum tilvikum á sömu stöðum, og sýnir eigin ljósmyndir.
    Einar Falur sendi árið 2010 frá sér bókina Sögustaðir - í fótspor W. G. Collingwood, sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, og þá hefur sýning með verkum hans og Collingwood verið sett upp í Þjóðminjasafni Íslands, Scandinavia House í New York og víðar. Hann vinnur nú að verkefni sem tengist teikningum Johannesar Larsen.
Sunnudaginn 22. febrúar
kl. 15:00
Ferðir Johannes Larsen um Ísland og dagbækur hans
Vibeke Nørgaard Nielsen og Sigurlín Sveinbjarnardóttir
Sunnudaginn 1. mars
kl. 15:00
Þarfur arfur og hirðdrápur
Erindi Þórarins Eldjárn
Sunnudaginn 15. mars
kl. 15:00
Tónverk fyrir einleiksfiðlu
Að heiman eftir Rúnu Ingimundar og
Bel Canto eftir Poul Ruders
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari
Sunnudaginn 22. mars
kl. 15:00
Dönsk og íslensk sönglög
Í flutningi Kristjönu Arngrímsdóttur og Kristjáns Eldjárn Hjartarsonar.
Kynnir: Vibeke Nørgard Nielsen