23. mars 2023. Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Hlíf Sigur­jóns­dótt­ir fiðlu­leik­ari og Nína Mar­grét Gríms­dótt­ir píanó­leik­ari flytja þrjár af Mann­heim són­öt­um Moz­arts á næstu tón­leik­um í Lista­safni Sig­ur­jóns Ólafs­sonar þann 28. mars klukkan 20:00.

Hlíf
Hlíf og Nína Mar­grét
Síðla árs 1777 kvaddi Mozart Salz­burg með litl­um sökn­uði og hélt á vit nýrra ævin­týra og einn­ig að leita sér að fastri stöðu. Ferð­að­ist hann til Augs­burg, Mann­heim, París­ar og Munc­hen. Hljóm­sveit­in í Mann­heim var tal­in ein hin besta í Evrópu á þeim tíma og dvald­ist hann þar um skeið og kynnt­ist með­lim­um henn­ar. Hann hafði von­ir um stöðu þar, sem þó brugð­ust. Meðan hann var þar kynnti hann sér sex fiðlu­sónöt­ur eftir Jos­eph Schust­er og varð svo hrif­inn af formi þeirra að hann ein­setti sér að skrifa sjálf­ur sex slíkar. Þær urðu sjö − reynd­ar samdi hann tvær þeirra eft­ir að hann var kom­inn til París­ar árið 1778 − og eru þær yfir­leitt nefnd­ar einu nafni Mann­heim són­öt­urn­ar.
    Þetta var tími mikilla til­finn­inga því í Mann­heim kynnt­ist hann fyrstu ást sinni, Aloys­ia Web­er (síð­ar kvænt­ist hann yngri syst­ur hennar, Const­anze) og í París lést móð­ir hans sem fylgt hafði hon­um á ferð­um hans. Són­ötu í e moll (K304) samdi hann eftir lát móð­ur sinnar.
    Þriðjudags­kvöldið 28. mars leika þær Hlíf Sigur­jóns­dótt­ir fiðlu­leik­ari og Nína Mar­grét Gríms­dótt­ir þrjár af þess­um sónöt­um. Eru það G dúr són­at­an (K 301), e moll són­at­an (K 304) og A dúr sónat­an (K 305).
Hlíf Sigurjónsdóttir er fædd í Kaup­manna­höfn en ólst upp í Reykja­vík. Hún nam fiðlu­leik hjá Birni Ólafs­syni kon­sert­meistara við Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík og fór síðar til fram­halds­náms við Há­skól­ana í Indiana og Toronto og Lista­skól­ann í Banff. Einnig nam hún hjá Gerald Beal fiðlu­leik­ara í New York borg. Á náms­árum sín­um kynnt­ist hún og vann með mörg­um merk­ustu tón­listar­mönn­um tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar, þar á meðal Will­iam Prim­rose, Zoltan Szekely, György Seb­ök, Rucciero Ricci og Igor Oistr­ach.

    Hlíf hefur haldið fjölda ein­leiks­tón­leika og leikið með sin­fón­íu­hljóm­sveit­um og kammer­sveit­um víða um Evr­ópu, í Banda­ríkj­un­um og Kanada. Diskur hennar DIALOGUS sem kom út hjá MSR Classics í Banda­ríkj­un­um hlaut til­nefninguna „CD of the year 2015“ hjá Fanfare Magazine og það ár endur­út­gaf sama út­gáfu­fyrir­tæki tvö­fald­an geisla­disk, frá ár­inu 2008, þar sem hún lék allar són­ötur og part­ítur fyrir ein­leiks­fiðlu eftir Johann Sebast­ian Bach. Hafa þess­ir diskar hlot­ið mikið lof gagn­rýn­enda.

Nína Mar­grét Gríms­dótt­ir er í fremstu röð klass­ískra píanó­leik­ara lands­ins. Hún lauk ein­leikara­prófi frá Tón­listar­skól­an­um í Reykja­­vík, LGSM prófi frá Guild­hall School of Music and Drama, meist­ara­­prófi fráCity Uni­ver­sity í Lond­on, Profes­sional Stud­ies Dipl­oma frá Mannes Col­lege of Music í New York og doktors­prófi í píanó­leik frá City Unive­rsity of New York.

    Nína Margrét hefur komið fram á Íslandi og víðar í Evr­ópu, Band­aríkj­un­um, Kan­­ada, Japan og Kína, sem ein­­leik­­ari með hljóm­sveit­um og í kammer­tón­list. Hún hefur hljóð­rit­að fimm geisla­diska fyrir Naxos, BIS, Acte Pre'a­lable og Skref sem allir hafa hlotið frá­bæra dóma í Gramo­­phone Aw­ards Issue, BBC Music Maga­zine, Glasgow Her­ald, Cres­cendo-Magazine, Xían Even­ing News og High Fid­elity.
Aðgangseyrir er 2000 krónur og greitt er við inn­ganginn. Tek­ið er við öll­um helstu greiðslu­kortum.
Hér má nálgast vetrar og vordagskrá í Listasafn Sigurjóns
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSo.is