22. september 2023. Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sækja sem texta
 
Þura
Heima og heiman




Sýn­ing Þur­íð­ar Sigurðar­dótt­ur − Þuru − verður opn­uð í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar föstu­dag­inn 29. sept­emb­er klukkan 16:00.
 
Þura teng­ist safn­inu á sér­stak­an hátt þar sem stað­setn­ing þess í Laugar­nesi leik­ur lykil­hlut­verk. Á sýn­ing­unni býð­ur lista­mað­ur­inn áhorf­end­um í ferða­lag um staði og tíma sem bæði eiga sér al­menna og sögu­lega skír­skot­un en jafn­framt mjög persónu­lega. Laugar­nes er ríkt af sögu langt aft­ur í aldir og á þess­um sér­staka stað hafa ótal manns átt heima í gegn­um tíð­ina. Ein af þeim er Þura, en hún fædd­ist og ólst upp í gamla Laugar­nes­bæn­um, stein­snar frá Lista­safni Sigur­jóns. Þar var henn­ar leik­völl­ur og er jafn­vel enn í dag. Henni er hug­leik­ið hvern­ig mann­leg til­vist er bund­in stöð­um órjúfan­leg­um bönd­um, æsku­stöðv­ar skipa sér­stak­an sess í huga manns og móta til­ver­una að svo miklu leyti. En rétt eins og við menn­irn­ir taka stað­ir breyt­ing­um í tím­ans rás og eftir standa minn­ing­ar og minjar sem eru hvort tveggja hverful fyrir­bæri, brota­kennd og óáreið­an­leg. Á sýn­ing­unni kem­ur einn­ig við sögu Búr­fells­gjá, sem er í henn­ar heima­bæ í dag. Þura geng­ur gjarn­an þenn­an far­veg hrauns sem rann fyrir um 8.000 árum og skildi eftir sig breið­götu með há­um kletta­veggj­um á báð­ar hlið­ar, þar sem ó­líkir tím­ar mæt­ast og hafa orðið Þuru að yrkisefni.
 
    Þura útskrif­að­ist frá Lista­háskóla Ís­lands með BA gráðu í mynd­list árið 2001. Frá náms­lok­um hef­ur hún unn­ið að mynd­list og sýnt víða bæði innan­lands og utan. Þura fæst fyrst og fremst við olíu­mál­verk og við­fangs­efn­ið er gjarn­an nátt­úr­an, stund­um með þröngt eða óvænt sjónar­horn. Hún hefur kennt við Mynd­lista­skóla Reykja­vík­ur og á eigin nám­skeið­um. Hún átti þátt í stofn­un og rekstri StartArt galler­ís­ins við Lauga­veg sem starf­rækt var 2007−2009. Þuríð­ur var valin bæjar­lista­mað­ur Garða­bæjar 2004. Þura er jafn­framt ein ást­sæl­asta söng­kona þjóð­ar­inn­ar og hefur komið víða við á löngum og farsælum tónlistarferli.
Lista­safn Sigur­jóns Ólafs­son­ar er opið laugar­daga og sunnu­daga milli 13 og 17 út nóv­emb­er.
Lokað verð­ur í des­emb­er og janú­ar en safnið opn­ar aft­ur á safna­nótt í febrúar­byrjun 2024.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is
www.LSO.is