Fréttatilkynning


Schulhoff hátíð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
23. og 24. júlí 2022 kl. 20:30


Á tvennum tónleikum fá áheyrendur að kynnast tékk­neska tón­skáld­inu Erwin Schul­hoff sem var vel þekkt­ur í heima­landi sínu fyrir framúr­stefnu­lega tón­list, en hann lést í fanga­búð­um naz­ista tæp­lega fimm­tug­ur að aldri fyrir rétt­um 80 ár­um. Alex­ander Lieber­mann tón­skáld sem skrif­að hefur doktors­rit­gerð um Schul­hoff kynn­ir tón­skáld­ið og á þess­um tvenn­um tón­leik­um verða leik­in verk eftir tón­skáld­in tvö og Alex­ander lýs­ir áhrif­um Schul­hoff á verk sín.

Erwin Schulhoff   1894 − 1942
Erwin Schulhoff Sónata fyrir fiðlu og píanó ópus 7 wv24
    Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla
    Slava Poprugin píanó

Fimm myndir fyrir píanó wv51
    Slava Poprugin píanó

Sónata fyrir fiðlu og píanó wv91
    Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla
    Slava Poprugin píanó

Heit sónata
    Adrien Liebermann saxófónn
    Slava Poprugin píanó
Alexander Liebermann Snót
    Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla

Séð af himni ofan
    Hlíf Sigur­jóns­dóttir fiðla
    Martin Frewer víóla
    Þór­dís Gerður Jóns­dótt­ir selló
Erwin Schul­hoff fæddist 8. júní 1894 í Prag og hóf tón­listar­nám við kon­serva­torí­ið þar. Síðar nam hann píanó­leik og tón­smíð­ar í Vín, Leipzig og Köln og með­al kenn­ara hans voru Claude Debussy, Max Reger, Fritz Stein­bach og Willi Thern. Hann særð­ist í her­þjón­ustu í fyrri heims­styrj­öld­inni og var stríðs­fangi Ítala til loka henn­ar. Næstu ár­in bjó hann í Þýska­landi þar til hann flutti heim til Prag 1923 og kenndi við Tón­listar­há­skól­ann þar.
    Erwin var af gyðinga­ætt­um og þar að auki hlið­holl­ur komm­ún­ist­um sem olli því að verk hans voru bann­færð af naz­ist­um og hann mátti ekki koma þar fram á tón­leik­um. Árið 1939 réðust naz­istar inn í Tékkó­slóvakíu og gat hann þá ekki birt verk sín nema undir dul­nefni. Tveim­ur ár­um síðar var hann hand­tek­inn af naszist­um og færð­ur í fang­elsi í Bæjara­landi þar sem hann dó úr berkl­um 18. ágúst 1942.
    Erwin var í hópi fyrstu kyn­slóð­ar klass­ískra tón­skálda sem nýtti sér rytma jazz­ins í tón­list sinni og hann hreifst af óhefð­bundnu formi Dada­ismans.
Alexander Liebermann

Alexander Liebermann fæddist í Berlín og stund­aði nám í tón­smíð­um og tón­listar­fræðu­m við Hanns Eisler há­skól­ann, Juil­liard tón­listar­háskól­an­n og Man­hattan School of Music þaðan sem hann lauk doktorsprófi í maí síðastliðn­um. Fyrir ritgerð sína sem fjallaði um Erwin Schul­hoff hlaut hann hin virtu Saul Braverman verðlaun.
    Þótt ungur sé, er Alexander eftirsóttur fyrir tónsmíðar sín­ar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Verk hans eru pólítísk og innblásin af náttúrunni. Hann hefur lagt sig eftir að skrá ná­kvæm­lega niður söng fugla og annarra dýra og notar hann það víða í tónverkum sínum. Hefur hið þekkta tímarit National Geogaphic fjallað um það á síðum sínum.
    Yngstu tónverk Alexanders eru meðal annars verk sem Deut­sche Oper Berlin pantaði hjá honum og fjallar um lofts­lags­breytingar, og strengjatríó sem Staats­kapelle Dresd­en fékk hann til að semja og er innblásið af fuglasöng. Einnig hefur hann samið tónlist við heimildarmyndina Frozen Corpses Golden Treasures. Þá er nýkomin út hjá bandaríska for­laginu Just A Theory Press bók hans Birdsong: A Musical Field Guide.
    Alexander Liebermann býr nú í New York borg, þar sem hann kennir við Juilliard tónlistarháskólann.

Hlíf Sigurjónsdóttir er fædd í Kaup­manna­höfn en ólst upp í Reykja­vík. Hún nam fiðlu­leik hjá Birni Ólafs­syni konsert­meist­ara við Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík og fór síðar til fram­halds­náms við Há­skól­ana í Indiana og Toronto og Lista­skól­ann í Banff í Kletta­fjöll­um Kan­ada. Einn­ig nam hún hjá Gerald Beal fiðlu­leik­ara í New York borg. Á náms­árum sín­um kynnt­ist hún og vann með mörg­um merk­ustu tón­listar­mönn­um tuttug­ustu aldar­inn­ar, þar á meðal William Prim­rose, Zolt­an Szek­ely, Gy­örgy Sebök, Rucc­iero Ricci og Igor Oist­rach. Hlíf hefur haldið fjölda ein­leiks­tón­leika og leik­ið með sin­fóníu­hljóm­sveit­um og kammer­sveit­um víða um Evr­ópu, í Banda­ríkjun­um og Kanada.
    Haustið 2014 kom geisla­diskur­inn DIA­LOGUS út hjá MSR Classics í Banda­ríkj­un­um með ein­leiks­verk­um í hennar flutn­ingi, sem sam­in hafa verið sér­stak­lega fyrir hana. Maria Nockin, gagn­rýn­andi Fan­fare Maga­zine, til­nefndi þann disk „CD of the year 2015“. Síðar endur­útgaf sama útgáfu­fyrir­tæki tvö­fald­an geisla­disk, frá árinu 2008, þar sem hún lék allar són­ötur og part­ít­ur fyrir ein­leiks­fiðlu eftir Jo­hann Sebast­ian Bach. Hafa báðir þessir diskar hlotið mikið lof gagn­rýn­enda.
    Hlíf er annt um ísl­enska menn­ingu og sögu klass­ískr­ar tón­list­ar á Ís­landi og sá til dæmis um út­gáfu geisla­­disks 2020 með fiðlu­leik Björns Ólafs­son­ar úr fór­um RÚV. Í maí í ár stóð hún fyrir þrenn­um tón­leik­um þar sem leik­nar voru gaml­ar sögulegar upp­tök­ur, sem að henn­ar undir­lagi voru yfir­færð­ar og hljóð­hreins­að­ar af þessu til­efni. Hlíf hef­ur ver­ið um­sjónar­mað­ur Sumar­tón­leika Lista­safns Sigur­jóns frá upp­hafi.
Slava Poprugin Slava Poprugin píanóleikari fæddi­st í Khabar­ovsk í Rúss­landi 1973, nam og út­skrif­að­ist frá tón­listar­skól­an­um þar 1998, flutti þá til Moskvu og hóf nám við Gnessin tón­listar­akademí­una sem er tal­inn virt­asti tón­listar­kennara­skóli í Rúss­landi. Það­an út­skrif­að­ist hann árið 2000 og kenndi píanóleik og kammertónlist við Tsjajkovskíj tón­listar­háskól­ann í Moskvu til 2015. Árið 2018 var hann ráð­inn sem próf­ess­or við Kon­ung­lega tón­listar­háskól­ann í Haag í Hol­landi og hef­ur bú­ið þar síð­an.
    Eftir út­skrift frá Gness­in aka­demí­unni hóf Slava að leika með Nata­lia Gut­mann sem er einn virt­asti selló­leik­ari Rúss­lands. Það sam­starf stóð í rúm­an hálf­an ann­an ára­tug og komu þau fram í tón­leika­söl­um á borð við Tsjaj­kovskíj- og Moskvu tón­listar­hall­irn­ar, Taipei þjóðar­kon­sert­hús­ið, Hoam lista­höll­ina í Seoul og Sala Cecília Meir­eles í Rio de Jan­eiro. Auk þessa hefur Slava kom­ið fram með fjölda kammer­sveita víða um ver­öld og með ein­leik­ur­um á borð við Yury Bash­met, Alex­and­er Buzlov, Mart­in Fröst og Alex­ander Kagan.
    Sem ein­leik­ari hef­ur Slave til­tæk píanó­verk eftir flest tón­skáld frá Beet­hov­en og Chop­in til John Cage, Val­ent­in Silve­strov og Gal­ina Ust­volsk­aya. Þá er hann einn­ig eftir­sótt­ur ein­leik­ari með hljóm­sveit­um og hef­ur leik­ið kon­serta eftir Mozart, Rach­mani­nov, Strav­insky, Schu­mann og Rav­el með stjórn­end­um eins og Sús­önnu Mälkki, Vladi­mir Jur­owski, Dmitry Liss og Vladi­mir Verb­itsky.
    Slava hef­ur alla tíð haft á­huga á upp­töku- og hljóð­tækni og stofn­aði árið 2016 upp­töku­stúd­íó­ið Steppen­wolf í Hol­landi sem tek­ur að sér upp­tök­ur og hljóð­vinnslu fyrir aðra.
Adrien Liebermann

Adrien Lieber­mann er af þýsk­um og frönsk­um ætt­um og ólst upp í tón­listar­fjöl­skyldu í Berlín, lærði fyrst á píanó en sneri sér að saxó­fóni. Han nam fyrst við Lista­háskól­ann í Berl­ín en lauk Bach­elor gráðu frá Hanns Eisler há­skól­an­um í Berl­ín árið 2019, þar sem hann nam hjá Jo­hannes Ernst. Master of Music gráðu öðl­að­ist hann eftir nám hjá Phil­ippe Geiss við Haute École des Arts du Rhin í Strass­borg.
    Á náms­ár­un­um tók Adrien þátt í fjöl­mörg­um keppn­um og vann til dæmis fyrstu verð­laun bæði í Klass­ísku saxó­fón­keppn­inni í Lübeck 2013 og Jug­end Musiz­iert í Ham­borg 2015. Námsstyrki hefur hann hlot­ið, meðal ann­ars DAAD og frá Yehudi Menu­hin Live Music Now Berlin.
    Adrien hefur leik­ið með hljóm­sveit­um eins og Ber­lin­er Phil­harmon­iker, Karajan-Aka­demí­unni og Heidel­berg leik­hús­hljóm­sveit­inni og unnið með virt­um hljóm­sveitar­stjór­um eins og Sir Simon Rattle, Suz­anna Mälkki, Enno Poppe, Marie Jacquot og Matt­hias Pintsch­er. Hann hef­ur leik­ið ein­leik með Síbelíusar­hljóm­sveit­inni og ung­menna­hljóm­sveit­inni í São Paulo.
    Adrien hef­ur þjálf­að djass- og spuna­hæfi­leika sína hjá pró­fess­or Peter Wen­iger og Volker Schlott frá Jazz Insti­tute Berl­in, pró­fessor Maria Baptist, Ric­hard de Rosa, Mich­ael Alizon og Phil­ippe Geiss. Hann hef­ur hljóð­ritað og gef­ið út nokkra geisla­diska, þar á með­al verk­ið Son­ata sem bróð­ir hans Alex­and­er samdi fyrir hann árið 2018. Auk tón­listar­flutn­ings sinn­ir Adr­ien tón­listar­kennslu.
Martin Frewer fædd­ist í bæn­um Dart­ford í út­hverfi Lund­úna og hóf að læra á píanó sex ára gam­all í Dorset og nokkru síðar einnig á fiðlu. Hann stund­aði nám í Ox­ford Uni­ver­sity, það­an sem hann út­skrif­að­ist með gráðu í stærð­fræði, en sam­tímis sótti hann fiðlu­tíma hjá Yfrah Nea­man. Eft­ir út­skrift frá Ox­ford hélt hann áfram fiðlu­námi í Guild­hall School of Music & Drama í Lond­on hjá Yfrah Nea­man og lærði þá einn­ig á víólu hjá Nannie Jaimes­on. Mart­in hefur sótt tíma og tekið þátt í opnum kennslu­stund­um hjá Igor Ozim, Martin Loveday, Eric Gruen­berg, Almita og Roland Vamos, Peter Guth, Ake Lunde­berg og Lin Yaoti.
    Árið 1983 var Martin ráð­inn til starfa hjá Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands og hef­ur búið hér síð­an og unn­ið jöfn­um hönd­um að hönn­un tölvu­hug­bún­að­ar og fiðlu­leik. Hann starfar nú sem hug­bún­aðar­verk­fræð­ing­ur hjá Marel og leikur með sem lausa­mað­ur hjá Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands. Hann er mjög lag­inn út­setjari og er stofn­andi og leið­togi kammer­sveit­arinnar Spiccato.
Þórdís Gerður Jónsdóttir er selló­leikari sem hef­ur þá sér­stöðu að leika jöfn­um hönd­um sí­gilda tón­list og jazz. Sígild­an selló­leik nam hún við Lista­háskóla Ís­lands á ár­un­um 2014-2017 og í Det jyske Musik­konserva­tor­ium í Ár­ósum, en það­an lauk hún meistara­gráðu sum­ar­ið 2021. Þór­dís lauk burt­farar­prófi frá jazz­deild Tón­listar­skóla FÍH vorið 2015 en í nám­inu lagði hún áherslu á spuna og tón­smíð­ar. Þór­dís er stofn­með­lim­ur kammer­hóps­ins Cauda Col­lective og kemur víða fram sem sellóleikari. Hún gaf út hljóm­plöt­una Vist­ir með henn­ar eig­in tón­smíð­um og út­setn­ing­um vor­ið 2021.
    Árið 2014 lauk Þór­dís námi í hjúkrunar­fræði við Há­skóla Ís­lands og við­bótar­diplómu í lýð­heilsu­vís­ind­um vor­ið 2019. Hún starf­ar á Bráða­mót­töku Barna­spítala Hrings­ins á milli tón­leika.