Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Ábyrgðarmaður: Hlíf Sigurjónsdóttir s 863 6805

  Þriðjudagskvöld 15. nóvember klukkan 20:00
Tónleikar
Nína Mar­grét Gríms­dótt­ir píanó­leik­ari held­ur einleiks­tón­leika í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar næst­kom­andi þriðju­dags­kvöld klukk­an 20:00. Þar leik­ur hún efnis­skrá sem hún flutti á tón­leik­um á Ítal­íu í ágúst síðast­liðn­um við frá­bær­ar undir­tekt­ir. Voru þar píanó­verk eftir Svein­björn Svein­björns­son, Jón Leifs og Pál Ísólfs­son og Pre­lúdí­ur eftir J.S. Bach og Fr. Chopin.
    Mikil til­hlökk­un er að fá að hlýða á píanó­leik Nínu Mar­grét­ar því nokk­uð langt er síðan hún hélt síðast ein­leiks­tón­leika í Reykja­vík og það er ekki á hverj­um degi sem áheyr­end­um gefst tæki­færi á að hlýða á píanó­verk nokk­urra fyrstu mennt­uðu tón­skálda þjóðar­inn­ar. Á næsta ári verða liðin 130 ár frá fæð­ingu Páls Ísólfs­son­ar. Nína Mar­grét mun af því til­efni flytja er­indi í LSÓ í vor um Pál Ísólfs­son sem byggt er á doktor­sritg­erð hennar. − Efnisskrá tónleikanna

Nína Mar­grét Gríms­dótt­ir er í fremstu röð klass­ískra píanó­leik­ara lands­ins. Hún lauk ein­leikara­prófi frá Tón­listar­skól­an­um í Reykja­­vík, LGSM prófi frá Guild­hall School of Music and Drama, meist­ara­­prófi fráCity Uni­ver­sity í Lond­on, Profes­sional Stud­ies Dipl­oma frá Mannes Col­lege of Music í New York og doktors­prófi í píanó­leik frá City Unive­rsity of New York.
    Nína Margrét hefur komið fram á Íslandi og víðar í Evr­ópu, Band­aríkj­un­um, Kan­­ada, Japan og Kína, sem ein­­leik­­ari með hljóm­sveit­um og í kammer­tón­list. Hu´n hefur hljóð­rit­að fimm geisla­diska fyrir Naxos, BIS, Acte Pre´a­lable og Skref sem allir hafa hlotið frá­bæra dóma í Gramo­­phone Aw­ards Issue, BBC Music Maga­zine, Glasgow Her­ald, Cres­cendo-Magazine, Xían Even­ing News og High Fid­elity.
Þriðjudagskvöld í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.
Haustdagskrá má nálgast hér.