Erindi málþingsins voru tekin upp og má horfa á þau hér

Listaverk í opinberu rými - ábyrgð og viðhald

Málþing um opinber listaverk í Danmörku og á Íslandi á millistríðsárunum.
Í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 19. nóvember 2022 milli klukkan 14 og 17.


Efnt verður til mál­þings um list í opin­beru rými í Dan­mörku og á Ís­landi á tíma­bil­inu 1920 til 1944. Til­efn­ið er sýn­ing í Lista­safni Sigur­jóns, sem ber heitið Vegg­mynd án veggjar − Salt­fisk­stöfl­un Sigur­jóns Ólafs­sonar.
    Dansk­ir og íslensk­ir fræð­imenn fjalla um list milli­stríðs­áranna og þá áherslu sem lögð var á að list­in ætti að vera fyrir fjöldann. Fjallað er um við­hald opin­berra lista­verka og ábyrgð hins opin­bera í þeim efnum.

Tom Herman­sen doktors­nemi við Hafnar­háskóla, styrkt­ur af Nýja Carls­bergs­sjóðn­um, mun gera grein fyrir rann­sókn­um sínum á vegg­skreyt­ing­um frá þess­um tíma í erindi sem hann nefnir: Should they stay or should they go? Monu­ment­al mural paint­ing − real­iz­ed in the per­iod 1925 − 1940.

Listfræð­ing­ur­inn Jens Peter Munk, sem ber ábyrgð á - og hef­ur eftir­lit með - úti­lista­verk­um í Kaup­manna­höfn, mun skýra frá um­fangs­mik­illi og vel heppn­aðri endur­gerð á minnis­merki um sjó­menn á Löngu­línu í Kaup­manna­höfn. Verk­ið er eftir mynd­höggv­ar­ann Svend Rath­sack og var af­hjúp­að 1928.

Hlynur Helgason, dós­ent við Há­skóla Ís­lands, ger­ir í er­indi sínu grein fyrir því um­hverfi sem blasti við ís­lensk­um mynd­listar­mönn­um á tíma­bil­inu 1920 til 1944, þar sem efna­hags­ástand þjóð­ar­inn­ar gerði það óhugs­andi að reisa stór­brot­in verk í al­manna­rými − með fá­ein­um undan­tekn­ing­um þó.

Birgitta Spur, stofn­andi Lista­safns Sigur­jóns, bein­ir sjón­um sín­um að því stór­virki í framúr­stefnu­stíl, sem Sigur­jón, þá ung­ur nemi við Kon­ung­lega lista­háskól­ann í Kaup­manna­höfn, vann á ár­un­um 1934−35: lág­mynd af kon­um við fisk­vinnslu, Salt­fisk­stöflun. Þetta minnis­merki um undir­stöðu­grein í at­vinnu­sögu lands­ins hafði hann von­ast til að mætti prýða við­eig­andi bygg­ingu á Ís­landi.

Byggingar­verk­fræð­ing­ur­inn Indr­iði Níels­son mun fjalla um skemmd­ir á Salt­fisk­stöfl­un, á grund­velli rann­sóknar­skýrslu sem hann vann sum­ar­ið 2021. Verk­ið var reist á Sjómanna­skóla­reitn­um í Reykja­vík 1953, og hef­ur því stað­ið utan­dyra í 69 ár. Al­mennt er tal­ið að ásættan­leg end­ing stein­steyptra mann­virkja sé um 50 ár fyrir steypta kalda fleti en 30-40 ár fyrir múr.

Védís Eva Guðmunds­dóttir lög­fræð­ing­ur mun segja frá helstu atriðum höfund­ar- og sæmdar­réttar.

Í lok mál­þingsins geta ráð­stefnu­gest­ir beint spurn­ing­um til fyrir­lesara og síð­an er boð­ið upp á létt­ar veiti­ngar.

Fundarstjóri er Halldóra Jónsdóttir, orðabókarritstjóri.
Dönsku fyrirlesararnir flytja erindi sín á ensku.
Aðgangur að málþinginu er ókeypis og öllum opinn.