Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 17.09.24


Laugarneshughrif

Sýning á grafítverkum Carls Philippe Gionet í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
28. september til 1. desember 2024


Carl Philippe Gionet er mörg­um Íslend­ing­um að góðu kunn­ur sem píanó­leik­ari, en færri þekkja þá hlið af hon­um sem hér birtist. Hann er eftir­sótt­ur ein­leik­ari og með­leik­ari, en ekki síð­ur sem leið­bein­andi og kenn­ari víða um Kan­ada og Evr­ópu. Carl lauk doktors­prófi í píanó­leik við Uni­ver­sité de Montréal undir leið­sögn Paul Stew­art og hef­ur hlot­ið sér­hæfða þjálf­un í með­leik í Austur­ríki og Eng­landi. Hann hefur lagt sig sér­stak­lega eftir menn­ingar­arf­leifð franskra inn­flytj­enda í Kan­ada á 17. og 18. öld sem kennd er við Akadia og árið 2013 stofn­aði hann Mus­ique sur mer en Acadie sem helg­ar sig miðl­un klass­ískr­ar tón­list­ar með­al franska minni­hlut­ans í Kan­ada. Síð­an 2014 hefur hann verið leið­bein­andi við Breno Italy Inter­nat­ional Music Aca­demy og Centre for Opera Studies and Ap­p­reci­ation í Kan­ada. Á nýj­ustu plötu sinni Tu me voyais, sem Leaf Music gaf út árið 2022, flytur hann ásamt sópran­söng­kon­unni Christ­ina Raph­aėlle Hald­ane, tólf aka­dísk þjóð­lög sem hann út­setti fyrir söng­rödd og píanó. Út­setn­ing­ar Carls eru fáan­leg­ar hjá Édit­ions Dober­man-Yppan útgáf­unni.
    Sem mynd­listar­mað­ur gerir Carl fyrst og fremst mál­verk og mynd­bands­inn­setn­ing­ar og nær ein­göngu í svart­hvítu. Inn­blásin af and­stæð­um nátt­úr­unn­ar eru verk hans bæði inn­hverf og íhug­ul, hann leyf­ir verk­un­um að tjá sig sjálf og bjóða þann­ig upp á ótal túlk­unar­leið­ir. Kana­díska gallerí­ið Galerie ART-ARTISTE kynn­ir verk hans og hafa þau verið á mörg­um einka­sýn­ing­um víðs vegar um austur­strönd Kan­ada og nú í júlí í ár hélt Carl sína fyrstu einka­sýn­ingu í Evrópu, í Cantieri Culturali í Val Camonica á Ítalíu.
    Rithöfundur­inn Carl Philippe Gionet var til­nefnd­ur til Prix Anton­ine-Maillet − Acadie Vie verð­laun­anna fyrir bók­ina Icare (Icarus), sem Édit­ions Prize de par­ole gaf út árið 2021. Í mars síðast­lið­inn kom út þýð­ing hans á Mary Jane Mosquito eftir cree indíán­ann Tomson Highway.

LISTRÆN NÁLGUN
Carli eru mynd­ræn­ar sýn­ir nauð­syn­leg­ar við tónlistar­flutn­ing, þær þjóna sem leiðar­vísir og geta að­stoð­að við úr­lausn tækni­legra vanda­mála. Þegar hann mál­ar er það hins veg­ar alger nauð­syn að vinna í þögn. Hafi mynd­list áhrif á tón­list­ina gildir hið gagn­stæða alls ekki. Þessir tveir heim­ar lifa sam­hliða en ekki alltaf í sátt hvor við annan.
    Helst vill Carl mála á tré, þá getur hann press­að, og jafn­vel graf­ið niður í flöt­inn sem hann vinn­ur í með því tóli sem hann not­ar hverju sinni, en það geta verið pensl­ar, gamlir sem nýir, ýms­ar spýtur, skrúf­járn eða hvað sem nota má til að bera á flöt­inn. Jafn­vel máln­ing­in sem hann not­ar, eða olían, eru af­gang­ar úr göml­um dós­um. Hann gerir til­raun­ir með efna­hvörf sem stund­um slys­ast til að móta kjarna verks­ins. Carl nýt­ur þess að geta túlk­að hrá­ar til­finn­ing­ar sín­ar í al­gerri kyrrð og án fyrir­fram gef­ins ásetn­ings.Túlkunar­möguleik­ar eru óþrjót­andi, ljósið sprett­ur fram úr myrkr­inu, verk­ið er opið fyrir til­finn­ing­um og það er und­ir okk­ur kom­ið að nálg­ast það án fyrir­fram gef­inna hug­mynda.

Á sýn­ing­unni Laugarnes­hrif (Im­prints of Laugar­nes) leik­ur Carl sér að sam­spili nátt­úr­unn­ar og list­rænn­ar arf­leifð­ar Sigur­jóns Ólafs­son­ar. Megin­innblást­ur verk­anna er Laugar­nes­ið sjálft með sína mögn­uðu sögu og úfið lands­lag með klöpp­um og klett­um þar sem finna má ein­stæða áferð og mynstur.
    Verkin á þess­ari sýn­ingu eru nær ein­göngu unn­in með grafít á papp­ír. Ólíkt stór­um mál­verk­um krefst vinna með grafít ann­ars kon­ar vinnu­bragða og hugs­unar­hátt­ar − natni og skefja­lausr­ar ná­kvæmni. Við­kvæmt yfir­borð papp­írs­ins minn­ir á líf­rænt eðli við­ar­ins sem hann er unn­inn úr. Grafít­ið er sjálft unn­ið úr stein­um, sem teng­ir teikn­ing­arn­ar við sögu lands­ins. Sérhver blett­ur á papp­írn­um ber kjarna þess­ara náttúru­efna, sem teng­ir hið skamm­vinna við óendan­leik­ann í sér­hverri pensil­stroku.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is