Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 17.09.2024

Partons, la mer est belle
Tólf akadísk þjóðlög, útsett af Carl Philippe Gionet
Christina Raphaëlle Haldane sópran
Carl Philippe Gionet píanó

Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sunnudaginn 6. október 2024 klukkan 20:00


Akadíanar (Franska: Acadiens) nefn­ast franskir inn­flytj­end­ur og af­kom­endu­r þeirra sem sett­ust að við austur­strönd Kanada, í þá nefndri Akadíu, á 17. og 18. öld. Menn­ing þeirra er enn þann dag í dag rík af tón­list og frá­sagnar­hefð og bera Tólf akad­ísk þjóð­lög þess verð­ugt vitni. Þær út­setn­ing­ar sem hér verða flutt­ar flétta sam­an gamla og nýja tíma og eru af­rakst­ur langs og ítar­legs sam­starfs píanó­leik­ar­ans, rit­höf­und­ar­ins og list­mál­ar­ans Carl Phil­ippe Gionet og sópran­söng­kon­unn­ar Christ­ina Raph­aėlle Hald­ane. Þær eru samd­ar fyrir rödd Christ­inu, og í anda fagur­fræði nítj­ándu ald­ar ljóða­söngs, eða franskr­ar melódíu, þar sem söng­rödd og píanó leika jöfn hlutverk.
    Þjóð­lög þessi hafa bor­ist frá kyn­slóð til kyn­slóð­ar og valdi Carl til um­rit­un­ar þau lög sem hann hafði lært af full­orðn­um í æsku og bund­in voru í hug­skoti hans. Í út­setn­ing­um sín­um var hann þeim trúr en leyfði sér nokk­urt frelsi með text­ana, sleppti úr, breytti röð og skóp endur­tekn­ing­ar, allt til að auka drama­tísk áhrif þeirra. Text­arn­ir eru marg­slungn­ir, frá ýms­um tím­um, lönd­um og þjóð­félags­stétt­um og fjalla um ást og skiln­að, hetju­dáð­ir og klaufa­skap og ein­fald­lega hvern­ig á að skilja heiminn.

Carl Philippe Gionet er eftir­sótt­ur ein­leik­ari og með­leik­ari, en ekki síð­ur sem leið­bein­andi og kenn­ari víða um Kan­ada og Evr­ópu. Hann lauk doktors­prófi í píanó­leik við Uni­ver­sité de Montréal undir leið­sögn Paul Stew­art og hef­ur hlot­ið sér­hæfða þjálf­un í með­leik í Austur­ríki og Eng­landi. Hann hefur lagt sig sér­stak­lega eftir menn­ingar­arf­leifð Akadíana og árið 2013 stofn­aði hann Mus­ique sur mer en Acadie sem helg­ar sig miðl­un klass­ískr­ar tón­list­ar með­al franska minni­hlut­ans í Kan­ada. Síð­an 2014 hefur hann verið leið­bein­andi við Breno Italy Inter­nat­ional Music Aca­demy og Centre for Opera Studies and Ap­p­reci­ation í Kan­ada.
    Auk tón­list­ar­inn­ar stund­ar Carl bæði mynd­list og rit­smíð­ar. Hann hef­ur hald­ið sýn­ing­ar á verk­um sín­um beggja vegna Atlants­hafs­ins og nú stend­ur sýn­ing­in Laugarnes­hug­hrif í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar. Fyr­ir bók sína Icare (Icarus), sem hann einn­ig mynd­skreytti, hlaut hann til­nefn­ingu til Kana­dísku Prix Anton­ine-Maillet − Acadie Vie verðlaunanna.

Christina Raphaëlle Haldane hefur kom­ið fram á tón­leik­um og sung­ið óper­ur víða um Evr­ópu, Norð­ur Amer­íku og Asíu. Má þar nefna Finnsku þjóðar­óper­una, Kon­ung­legu óper­una Covent Garden, Skosku óper­una og Mus­ica Viva Hong Kong. Þar hef­ur hún sung­ið mörg af þekkt­ustu aðal­hlut­verk­um óper­unn­ar, en henn­ar sér­svið eru kven­hetj­ur Händels, kóm­ísk bel canto hlut­verk og sam­tíma­óper­ur. Fremstu hljóm­sveit­ir hafa boð­ið henni að syngja með sér og hún nýt­ur þess að syngja á ein­leiks- og kammer­tón­leik­um. Mörg sam­tíma tón­skáld hafa boð­ið henni til sam­starfs við sig og hef­ur það orð­ið til að koma söng­verk­um þeirra á svið.Fyrsti geisla­diskur Christ­inu ...let me ex­plain hlaut mikið lof gagn­rýn­enda, en þar mátti heyra safn kana­dískra laga, þjóð­lög, djass og framúr­stefnu­tón­list. Árið 2020 var hún aðal­lista­mað­ur ICARE, í sam­starfi við CBC/ Radio Can­ada og Carl Philippe Gionet.
    Christ­ina er ástríðu­full­ur kenn­ari og al­menn­ur leið­bein­andi og hef­ur kennt á nám­skeið­um, t.d. í Breno á Ítalíu og á ár­un­um 2019 til 2022 var hún fast­ráðin við Dal­housie há­skól­ann í Halifax, en gekk þá til liðs við Mount Allison há­skól­ann í Sack­ville NB.

Carl og Christ­ina eru frænd­syst­kyni af frönsk­um ætt­um - Akad­ianar - og tala jöfn­um hönd­um frönsku og ensku. Árið 2022 gaf Leaf music og Naxos út geisla­disk­inn TU ME VOYAIS með flutn­ingi þeirra, þar á meðal þeim Tólf akadískum þjóðlögum sem flutt verða á þessum tóleikum.

Efnisskrá 
Carl Philippe Gionet
b. 1979
Douze chansons folkloriques acadiennes
    L'escaouette
    Le rosier blanc
    Le jardinier du couvent
    Wing tra la
    Au chant de l'alouette
    Écrivez-moi
    L'étoile du nord
    Le pommier doux
    La belle Françoise
    Tout passe
    Le prince Eugène
    Partons, la mer est belle

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is