Hraunblóm
Lavaens blå blomst

Sýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
17. september - 27. nóvember 2005.

Kennsluefni fyrir skólaheimsóknir

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar býður grunn- og framhaldsskólum að heimsækja safnið, skoða sýninguna Lavaens blå blomst og vinna verkefni í sambandi við hana. Óskað er eftir því að nemendurnir komi í skipulögðum hópum, ekki fleiri en 20 í hverjum og að þeim fylgi a.m.k. einn kennari. Starfsmaður safnsins tekur á móti hópnum og leiðbeinir með verkefni.

Gert er ráð fyrir að hver nemandi, eða lítill hópur nemenda velji sér eitt verkefnanna úr listanum hér til hliðar til að vinna í safninu. Þau gera mismunandi kröfur til nemenda, fyrri hlutinn einkum ætluð yngri börnum, en hin síðustu eingöngu unglingum á framhalsdskólastigi. Mikilvægt er að kennarar - og einnig framhaldsskólanemendur - lesi meðfylgjandi skjöl um bakgrunn sýningarinnar og æviágrip listamannanna og það efni sé kynnt yngri börnum.

Þar sem tíminn til heimsóknar er skammur er æskilegt að nemendum sé ætlaður tími í skólunum til að ljúka verkefnunum og vinna út frá þeim eftir því sem kostur er.

Gefin hefur verið út vegleg sýningarskrá með myndum og ítarlegri umfjöllun um listamennina. Sérstaklega er fjallað um áhrif heimsóknar þeirra Carl-Henning Pedersen og Else Alfelt á íslenska myndlist þess tíma. Greinarnar rita listfræðingarnir Hanne Lundgren, Æsa Sigurjónsdóttir og Aðalsteinn Ingólfsson. Bókin kostar 1500 krónur og hana má panta hjá Listasafni Sigurjóns.

Kennarar og leiðbeinendur sem hafa áhuga á að koma með hóp sinn í safnið eru beðnir um að hafa samband við Birgittu Spur í Listasafni Sigurjóns 553-2906 eða tölvupósti til að finna hentugan tíma.

Verkefni
Bakgrunnur sýningarinnar
Æviágrip listamanna
Skrifa Listasafninu bréf með ósk um heimsókn
Þessir gefa liti og pappír til skólaheimsóknanna. Þökk sé þeim!

Bugt ehf.

Heimasíða