Sigurjón
Sigurjón Ólafsson fæddist á Eyrar­bakka árið 1908. Fyrstu til­sögn í mynd­list hlaut hann hjá Ás­grími Jóns­syni list­málara og síðar Ein­ari Jóns­syni mynd­högg­vara. Sam­hliða list­nám­inu lauk Sigur­jón sveins­prófi í húsa­mál­un frá Iðn­skól­an­um í Reykja­vík vor­ið 1927 og ári síðar sigldi hann til Kaup­manna­hafn­ar, þar sem hann hóf nám í Kon­ung­legu Aka­demí­unni hjá prófess­or Utzon-Frank. Námið sótt­ist honum vel og haust­ið 1930 hlaut hann gull­verð­laun Aka­demí­unnar fyrir styttu af Verka­manni, (LSÓ 1017) sem nú er í eigu Lista­safns Ís­lands. Sigur­jón hlaut skjót­an frama er­lend­is, og eftir náms­dvöl í Róma­borg 1931−32 og loka­próf frá Aka­demí­unni ár­ið 1935 var hann tal­inn meðal efni­leg­ustu mynd­höggv­ara yngri kyn­slóð­ar­inn­ar í Dan­mörku.

Verk Sigur­jóns frá Dan­merkur­árunum vekja enn for­vitni og áhuga manna. Má þar nefna Salt­fisk­stöfl­un, stytt­ur af Fót­bolta­mönn­um frá árunum 1936 og 37, (LSÓ 247, LSÓ 004, LSÓ 005) auk ab­strakt­verka eins og Maður og kona sem olli deil­um á sín­um tíma í Dan­mörku. Fyrir port­rett­ið Móðir mín hlaut Sigur­jón hin eftir­sóttu Eckers­berg-verð­laun. Af­steypa af því verki er til í ríkis­lista­söfn­un­um í Kaup­manna­höfn og Stokk­hólmi og í Listas­afni Ís­lands. Á árun­um 1941−44 vann Sigur­jón að stærsta verki sínu í Dan­mörku, tveim­ur granít­stytt­um fyrir ráð­hús­torg Vejle­borg­ar, (LSÓ 1062, LSÓ 1063) sem í upp­hafi ollu mikl­um deil­um, en í dag eru álit­in snjöll og áhrifa­rík.

Þegar Sigur­jón sneri heim að loknu stríði varð hann meðal braut­ryðjenda ab­strakt­list­ar á Ís­landi. Auk þess var hann tal­inn einn helsti port­rett­lista­mað­ur sinn­ar sam­tíðar. Á langri starfs­ævi var Sigur­jóni fal­ið að gera fjölda opin­berra verka og í Reykja­vík eru eft­ir hann á ann­an tug úti­lista­verka og vegg­skreyt­inga. Stærst verka hans er án efa lág­mynd­irnar á stöðvar­húsi Búr­fells­virkj­un­ar sem hann vann á ár­un­um 1966−69, en þekkt­ari eru ef til vill Önd­vegis­súl­urn­ar við Höfða, stytt­an af séra Frið­rik við Lækjar­götu, og Íslands­merki á Haga­torgi.

Auk hinna hefð­bundnu verk­efna vann Sigur­jón alltaf frjáls verk þar sem hug­mynda­flug og til­raun­ir með efni og form fengu að ráða. Þann­ig eru allar stein­myndir hans frá 1946−56 frjáls verk og ekki gerð eftir pönt­un­um. Mörg þeirra eru nú í eigu safna og opin­berra aðila.

Sigur­jón vann í afar fjöl­breyttan efni­við; leir, gifs, tré, málma, stein og stein­steypu. Síð­ustu ár ævinn­ar notaði hann oft tré eða reka­við í verk sín.

Sigurjón lést í Reykjavík í desember 1982.