Fréttatilkynning


Þrjú strengjatríó
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöldið 9. maí 2023 kl. 20:00
Hlíf Sigurjóns­dóttir fiðla, Martin Frewer víóla og Þór­dís Gerð­ur Jóns­dótt­ir selló flytja þrjú strengja­tríó í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar þriðju­dags­kvöld­ið 9. maí kl. 20:00. Þessi þrjú tríó eru afar ólík og frá mis­mun­andi tím­um. Di­verti­mento í Es Dúr eftir Moz­art er klass­ískt verk, sam­ið 1788 seint á ævi­ferli tón­skálds­ins og Serenade eftir ung­verska tón­skáld­ið Ernst von Dohn­ányi frá 1902 er í róman­tísk­um stíl. Alex­and­er Lieber­mann samdi nú­tíma­verk­ið Seen from the Sky − Séð af himni ofan 2021 undir áhrif­um tékk­neska tón­skálds­ins Erw­in Schul­hoff og var það frum­flutt af sömu flytj­end­um á Schul­hoff há­tíð sem hald­in var í Lista­safni Sigur­jóns 24. júlí 2022.

[vakin er athygli á nýlegu viðtali við Alexander Liebermann hjá CBS Sunday Morning]
Efnisskrá  
Ernst von Dohnányi
1877−1960
Serenade ópus 10
Marcia • Romanza • Scherzo • Tema con variazioni • Rondo − allegro vivace
Alexander Liebermann
f. 1989
Séð að himni ofan (2021)
W.A. Mozart
1756−1791
Divertimento í Es dúr, K 563
Allegro • Adagio • Menuetto, allegretto • Andante • Menuetto, allegretto • Allegro
Alexander Liebermann

Alexander Liebermann fæddist í Berlín og stund­aði nám í tón­smíð­um og tón­listar­fræðu­m við Hanns Eisler há­skól­ann, Juil­liard tón­listar­háskól­an­n og Man­hattan School of Music þaðan sem hann lauk doktorsprófi í maí síðastliðn­um. Fyrir ritgerð sína sem fjallaði um Erwin Schul­hoff hlaut hann hin virtu Saul Braverman verðlaun.
    Þótt ungur sé, er Alexander eftirsóttur fyrir tónsmíðar sín­ar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Verk hans eru pólítísk og innblásin af náttúrunni. Hann hefur lagt sig eftir að skrá ná­kvæm­lega niður söng fugla og annarra dýra og notar hann það víða í tónverkum sínum. Hefur hið þekkta tímarit National Geogaphic fjallað um það á síðum sínum.
    Yngstu tónverk Alexanders eru meðal annars verk sem Deut­sche Oper Berlin pantaði hjá honum og fjallar um lofts­lags­breytingar, og strengjatríó sem Staats­kapelle Dresd­en fékk hann til að semja og er innblásið af fuglasöng. Einnig hefur hann samið tónlist við heimildarmyndina Frozen Corpses Golden Treasures. Þá er nýkomin út hjá bandaríska for­laginu Just A Theory Press bók hans Birdsong: A Musical Field Guide.
    Alexander Liebermann býr nú í New York borg, þar sem hann kennir við Juilliard tónlistarháskólann.

Hlíf Sigurjónsdóttir er fædd í Kaup­manna­höfn en ólst upp í Reykja­vík. Hún nam fiðlu­leik hjá Birni Ólafs­syni konsert­meist­ara við Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík og fór síðar til fram­halds­náms við Há­skól­ana í Indiana og Toronto og Lista­skól­ann í Banff í Kletta­fjöll­um Kan­ada. Einn­ig nam hún hjá Gerald Beal fiðlu­leik­ara í New York borg. Á náms­árum sín­um kynnt­ist hún og vann með mörg­um merk­ustu tón­listar­mönn­um tuttug­ustu aldar­inn­ar, þar á meðal William Prim­rose, Zolt­an Szek­ely, Gy­örgy Sebök, Rucc­iero Ricci og Igor Oist­rach. Hlíf hefur haldið fjölda ein­leiks­tón­leika og leik­ið með sin­fóníu­hljóm­sveit­um og kammer­sveit­um víða um Evr­ópu, í Banda­ríkjun­um og Kanada.
    Haustið 2014 kom geisla­diskur­inn DIA­LOGUS út hjá MSR Classics í Banda­ríkj­un­um með ein­leiks­verk­um í hennar flutn­ingi, sem sam­in hafa verið sér­stak­lega fyrir hana. Maria Nockin, gagn­rýn­andi Fan­fare Maga­zine, til­nefndi þann disk „CD of the year 2015“. Síðar endur­útgaf sama útgáfu­fyrir­tæki tvö­fald­an geisla­disk, frá árinu 2008, þar sem hún lék allar són­ötur og part­ít­ur fyrir ein­leiks­fiðlu eftir Jo­hann Sebast­ian Bach. Hafa báðir þessir diskar hlotið mikið lof gagn­rýn­enda.
    Hlíf er annt um ísl­enska menn­ingu og sögu klass­ískr­ar tón­list­ar á Ís­landi og sá til dæmis um út­gáfu geisla­­disks 2020 með fiðlu­leik Björns Ólafs­son­ar úr fór­um RÚV. Í maí í ár stóð hún fyrir þrenn­um tón­leik­um þar sem leik­nar voru gaml­ar sögulegar upp­tök­ur, sem að henn­ar undir­lagi voru yfir­færð­ar og hljóð­hreins­að­ar af þessu til­efni. Hlíf hef­ur ver­ið um­sjónar­mað­ur Sumar­tón­leika Lista­safns Sigur­jóns frá upp­hafi.
Martin Frewer fædd­ist í bæn­um Dart­ford í út­hverfi Lund­úna og hóf að læra á píanó sex ára gam­all í Dorset og nokkru síðar einnig á fiðlu. Hann stund­aði nám í Ox­ford Uni­ver­sity, það­an sem hann út­skrif­að­ist með gráðu í stærð­fræði, en sam­tímis sótti hann fiðlu­tíma hjá Yfrah Nea­man. Eft­ir út­skrift frá Ox­ford hélt hann áfram fiðlu­námi í Guild­hall School of Music & Drama í Lond­on hjá Yfrah Nea­man og lærði þá einn­ig á víólu hjá Nannie Jaimes­on. Mart­in hefur sótt tíma og tekið þátt í opnum kennslu­stund­um hjá Igor Ozim, Martin Loveday, Eric Gruen­berg, Almita og Roland Vamos, Peter Guth, Ake Lunde­berg og Lin Yaoti.
    Árið 1983 var Martin ráð­inn til starfa hjá Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands og hef­ur búið hér síð­an og unn­ið jöfn­um hönd­um að hönn­un tölvu­hug­bún­að­ar og fiðlu­leik. Hann starfar nú sem hug­bún­aðar­verk­fræð­ing­ur hjá Marel og leikur með sem lausa­mað­ur hjá Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands. Hann er mjög lag­inn út­setjari og er stofn­andi og leið­togi kammer­sveit­arinnar Spiccato.
Þórdís Gerður Jónsdóttir er selló­leikari sem hef­ur þá sér­stöðu að leika jöfn­um hönd­um sí­gilda tón­list og jazz. Sígild­an selló­leik nam hún við Lista­háskóla Ís­lands á ár­un­um 2014-2017 og í Det jyske Musik­konserva­tor­ium í Ár­ósum, en það­an lauk hún meistara­gráðu sum­ar­ið 2021. Þór­dís lauk burt­farar­prófi frá jazz­deild Tón­listar­skóla FÍH vorið 2015 en í nám­inu lagði hún áherslu á spuna og tón­smíð­ar. Þór­dís er stofn­með­lim­ur kammer­hóps­ins Cauda Col­lective og kemur víða fram sem sellóleikari. Hún gaf út hljóm­plöt­una Vist­ir með henn­ar eig­in tón­smíð­um og út­setn­ing­um vor­ið 2021.
    Árið 2014 lauk Þór­dís námi í hjúkrunar­fræði við Há­skóla Ís­lands og við­bótar­diplómu í lýð­heilsu­vís­ind­um vor­ið 2019. Hún starf­ar á Bráða­mót­töku Barna­spítala Hrings­ins á milli tón­leika.
Aðgangseyrir er 2000 krónur og greitt er við inn­ganginn. Tek­ið er við öll­um helstu greiðslu­kortum.
Hér má nálgast vetrar og vordagskrá í Listasafn Sigurjóns
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is