Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Ábyrgðarmaður er Birgitta Spur
Smellið hér til að skoða í vafra


Laugar­dagana 12., 19. og 26. ágúst er börn­um á aldr­in­um 7 − 12 ára boð­ið með for­eldr­um sín­um að taka þátt í fjöl­breyttu nám­skeiði, sem mynd­listar­kenn­ar­inn Mari­bel Gonz­al­ez Sigur­jóns leið­ir. Þar fá börn­in ein­stakt tæki­færi til að skoða lista­verk eftir Sigur­jón Ólafs­son og skapa eig­in verk út frá þeim. Al­þekkt er hve miklu máli skipt­ir að börn fá að kynn­ast góðri list snemma á lífs­leið­inni, því það hefur áhrif á skynj­un þeirra og þátt­töku í menn­ingar­lífi síð­ar á lífs­leið­inni.

    Mark­mið­ið með nám­skeið­um þess­um er að gefa börn­um tæki­færi til að upp­lifa mikil­feng­lega högg­mynda­list í fal­legu um­hverfi og virkja sköp­unar­þrá þeirra í sam­veru­stund með for­eldri eða öðr­um full­orðn­um úr fjöl­skyldu þeirra. Þau munu meðal ann­ars upp­lifa hvern­ig tví­víðu formi − til dæmis mynd á blaði − er breytt í þrí­víð­an skúlp­túr.

    Lykil­orð verk­efn­is­ins, „úr tvívídd í þrívídd“, hefur sjald­an haft meira gildi en í dag þegar börn á öll­um aldri nota net­miðla og tölv­ur stór­an hluta dags, þar sem allt efni er í tvívídd.


Hvert námskeið stendur frá kl. 10:30 til kl. 12:00 og er þátt­taka ókeyp­is, en nauð­syn­legt er að skrá sig, ann­að hvort:

⇒ á netfangið: LSO@LSO.is
⇒ eða í síma 553 2906 milli kl. 13 og 17

Barnamenningarsjóður styrkir námskeiðið