Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 18.10.23
Ná í textaskjal



Afmælistónleikar og opið hús í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar


Þann 21. október eru liðin 35 ár frá því að Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var opnað í endurbyggðri vinnu­stofu og heimili listamannsins. Auk sýninga á verkum Sigurjóns og annarra lista­manna hefur tónlist skipað veigamikinn hlut í starfi safnsins og telst til að á þess­um hálfa fjórða áratug hafi verið haldnir tæplega 400 tónleikar á vegum þess auk annarra viðburða. Af þessu til­efni verða haldn­ir tvenn­ir tón­leik­ar í sal safns­ins og einn­ig verð­ur opið hús og kaffi­veit­ing­ar í safn­inu sunnu­dag­inn 22. októb­er.
 
    Fyrri tón­leik­arn­ir eru á af­mælis­dag­inn, 21. októb­er klukk­an 20:00 Þá flytja þau Hlíf Sigur­jóns­dóttir fiðlu­leik­ari og dótt­ir lista­manns­ins og kana­díski píanó­leik­arinn Carl Philippe Gionet tvær mjög vel þekkt­ar fiðlu­són­öt­ur, Fiðl­usón­ötu í B dúr eftir W.A. Mozart og þriðju Fiðlu­són­ötu Edvards Grieg. Einn­ig leika þau hina glettnu Scherzo-Tarantella eftir Wieniawski.
 
    Síð­ari tón­leik­arn­ir eru þriðju­dags­kvöld­ið 24. októb­er á sama tíma. Þá leik­ur Carl Phil­ippe Gionet ein­leiks­verk fyrir píanó; Franska svítu nr. 2 eftir J.S. Bach, Towers eftir Shelly Wash­ing­ton, Re­mem­ber­ing Schubert eftir Ann Southam og sjö smá­verk eftir sjálf­an sig.
 
    Í efri sal safns­ins er stend­ur nú sýn­ing Þuru − Þur­íðar Sig­urðar­dótt­ur, mynd­listar- og söng­konu á mál­verk­um henn­ar sem tengj­ast æsku­stöðv­um henn­ar, Laugar­nesi, og öðr­um stöð­um sem henni eru kær­ir. Í stóra sal safns­ins er sýn­ing á verk­um Sigur­jóns „Úr ýms­um áttum“.

Hlíf Sigurjónsdóttir er fædd í Kaup­manna­höfn en ólst upp í Reykja­vík. Hún nam fiðlu­leik hjá Birni Ólafs­syni konsert­meist­ara við Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík og fór síðar til fram­halds­náms við Há­skól­ana í Indi­ana og Tor­onto og Lista­skól­ann í Banff í Kletta­fjöllum Kan­ada. Einnig nam hún hjá Gerald Beal fiðlu­leik­ara í New York borg. Á náms­árum sín­um kynntist hún og vann með mörg­um merk­ustu tón­listar­mönn­um tuttug­ustu ald­ar­innar, þar á meðal Will­iam Prim­rose, Zolt­an Szek­ely, Gy­örgy Sebök, Ruc­ciero Ricci og Igor Oist­rach. Hlíf hefur haldið fjölda ein­leiks­tón­leika og leik­ið með sin­fóníu­hljóm­sveit­um og kammer­sveit­um víða um Evr­ópu, í Banda­ríkjun­um og Kan­ada.
    Hlíf hef­ur gef­ið út nokkra geisla­diska sem all­ir hafa hlot­ið frá­bært lof gagn­rýn­enda. Haust­ið 2014 kom geisla­diskurinn DIALOGUS út hjá MSR Clas­sics í Banda­ríkj­un­um með ein­leiks­verk­um í henn­ar flutn­ingi, sem sam­in hafa verið sér­stak­lega fyrir hana. Maria Nockin, gagn­rýn­andi Fan­fare Maga­zine, til­nefndi þann disk „CD of the year 2015“. Síðar endur­útgaf sama útgáfu­fyrir­tæki tvö­fald­an geisla­disk, frá ár­inu 2008, þar sem hún lék allar són­ötur og part­ítur fyrir ein­leiks­fiðlu eftir J.S. Bach.

Carl Philippe Gionet píanólei­kari er fjöl­hæf­ur lista­mað­ur fædd­ur í Kan­ada, en fransk­ur að lang­feðra­tali. Hann lauk doktors­prófi í píanó­leik frá Há­skól­an­um í Montr­éal hjá Paul Stewart og hefur síð­an tek­ið þátt í fjölda nám­skeiða í píanó­leik. Hann hefur einn­ig lagt sér­staka áherslu á þjálf­un í með­leik á píanó, með­al ann­ars í Austur­­ríki og á Eng­landi. Nú er hann eftir­sótt­ur píanó­leik­ari og kenn­ari bæði vest­an hafs og aust­an. Árið 2013 stofn­aði hann Mus­ique sur mer en Acadie, sam­tök sem helga sig mennt­un og dreif­ingu klass­ískr­ar tón­list­ar frönsku­mæl­andi hluta Kan­ada. Síðan 2014 hef­ur hann ver­ið aðal píanó­kenn­ari og söng­þjálf­ari við Breno Italy Inter­nation­al Music Academy.
    Myndlist Carls munu Ís­lend­ing­ar fá að kynn­ast að ári, því næsta vet­ur verð­ur hald­in sýn­ing í Lista­safni Sigur­jóns á mál­verk­um hans. Í listaverk­um Carls − mál­verk­um og video­verk­um − sem nær ein­göngu eru unn­in í svart-hvítu, birt­ast and­stæð­ur nátt­úr­unn­ar, þau eru bæði inn­hverf og í­hug­ul og bjóða upp á ótelj­andi túlk­unar­leiðir.
    Fyrir fyrstu út­gefnu bók sína, Icarus, var Carl til­­nefnd­ur til verð­launa Prix Antonine-Maillet-Acadie Vie. Geisla­­disk­ur hans Tu me voyais kom út 2022 með tólf út­setn­ing­um hans á acadísk­um þjóð­lög­um í flutn­ingi hans og ópran­söng­kon­unn­ar Christ­ina Haldane.
Aðgangseyrir að tón­lei­kun­um er 2000 krónur og greitt er við inn­ganginn. Tek­ið er við öll­um helstu greiðslu­kortum.
Hér má nálgast haustdagskrá í Listasafni Sigurjóns
Opið í vetur á laugar­dög­um og sunnu­dög­um 13 − 17. Þó er lok­að í de­semb­er og janú­ar
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is