| Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns
                         Ólafssonar í febrúar 2025 
 
 
 Prjónavetur í Listasafni
     Sigurjóns Ólafssonar 
  Prjónavetur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í
   Laugarnesi er röð stuttra sýninga og viðburða veturinn
   2024−25, þar sem ljósi er varpað á prjónahönnun
   og stöðu íslensks prjónaiðnaðar.
   Markmiðið er að kynna hluta af þeirri flóru
   prjónahönnunar sem hefur verið framleidd á
   Íslandi síðustu ár. Verkefnið gengur
   einnig út á að opna umræðu um stöðu íslensks
   prjónaiðnaðar fyrr og nú, og líta til
   framtíðar. 
 Samspil sýninga, fyrirlestra og málþings mun gefa
   gestum einstaka innsýn inn í ferli frá hugmyndavinnu til
   fullbúinnar prjónavöru. Miklar sviptingar hafa átt
   sér stað síðustu ár í íslenskum
   prjónaiðnaði sem stendur nú á ákveðnum
   tímamótum. Þörf er á umræðu um
   varðveislugildi hans og möguleikum í nýsköpun.
   Íslenskir hönnuðir með sjálfbærni að
   leiðarljósi hafa í samstarfi við
   prjónaverksmiðjur hérlendis framleitt margar af
   þekktustu hönnunarvörum landsins sem margar hafa
   náð heimsathygli.
 
 
 | Helgarnar 16.−17. og 23.−24. nóvember 2024 Sýningunni FÖR með prjónaflíkum sem 
    Andrea Fanney hannaði.
   Verk hennar voru innblásin af fuglalífi borgarinnar og tengdust áleitnum spurningum
   um ábyrgð okkar á mikilvægum búsvæðum fuglategunda sem deila
   höfuborginni með okkur.
 
 Þriðjudagskvöldið 25. febrúar 2025 kl. 20:00
 Ýr Jóhannesdóttir − 
     Ýrúarí − 
    kynnir verk sín og listsköpun.
    Árið 2020 var verkefni hennar Peysa með öllu  tilnefnt
    til Hönnunarverðlauna Íslands, en það var unnið
    í samstarfi við fatasöfnun Rauða krossins.
    Það var síðan þróað áfram og hefur verið
    kynnt víða um Evrópu. Ásamt stúdíó
    Fléttu hlaut hún Hönnunarverðlaun Íslands
    árið 2023 fyrir verkefnið Pítsustund.
 
 Þriðjudagskvöldið 11. mars 2025 kl. 20:00
 Hver er Vík Prjónsdóttir? 
 Á þessu ári eru 20 ár síðan hönnunarteymið
   Vík Prjónsdóttir varð til. Sagt verður frá
   samstarfi þeirra við Víkurprjón sem var þá elsta
   prjónaverksmiðja landsins. Nútímaleg hönnun,
   form og litaval komu eins og ferskur andblær inn í íslenskan
   hönnunarheim og allt í einu var íslensk prjónahönnun
   orðin spennandi og töff.
 
 Þriðjudagskvöldið 25. mars 2025 kl. 20:00
 Magnea Einarsdóttir
     fjallar um verk sín og reynslu af því
     að starfa sem prjónahönnuður á Íslandi,
     en hún hefur undanfarin ár vakið verðskuldaða
     athygli fyrir þróun og frumlega nálgun sína við
     prjón og efnismeðferð á íslenskri ull.
     Magnea hefur tvisvar verið tilnefnd til Hönnunarverðlauna
    Íslands fyrir fatalínur sem unnar voru, með
    íslenskum framleiðendum, úr íslenskri ull.
 
 Þriðjudaginn 8. apríl 2025 kl. 15:30−18:00
 Málþing sem að koma ýmsir aðilar sem munu
   miðla sinni reynslu af
   prjónaframleiðslu á Íslandi og hönnuðir
   munu varpa ljósi á kosti og galla þess að framleiða
   hérlendis, hvað við gætum gert betur, en einnig hvað
   mikilvægt er að varðveita. Á Íslandi starfa enn
   einstaklingar með dýrmæta þekkingu sem mikil
   hætta er á að glatist verði ekkert að gert.
 
 Helgarnar 5.−6. og 12.−13. apríl 2025 kl. 13:00−17:00
 Hönnunarmars.
   Íslenskir hönnuðir hafa í samstarfi við
    prjónaverksmiðjur hérlendis framleitt margar
    af þekktustu hönnunarvörum landsins sem margar hafa
    náð heimsathygli. Á HönnunarMars verða sýndar
    prjónavörur sem hafa verið framleiddar á
    Íslandi síðustu 20 ár. Markmið
    sýningarinnar er að gefa gestum kost á að sjá
    vandaðar vörur sem hafa vakið athygli og fengið
    verðuga viðurkenningu fyrir hönnun, útfærslu
    og framleiðslu.
 facebook.com/prjonavetur
 | 
 |