Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 30.09.25 − English below


AUGLITI  TIL  AUGLITIS


Laugar­daginn 4. október 2025 klukk­an 15 opn­ar sýn­ing á völd­um por­trett­um Sigur­jóns Ólafs­son­ar í safni hans á Laugar­nesi.


SvavaÁgústsdóttir LSÓ 033

Sigurður Nordal LSÓ 1085

Sigurður Nordal LSÓ 1086

Ásgrímur Jónsson LSÓ 1089

Ásgrímur Jónsson LSÓ 1090
Por­trett Sigur­jóns Ólafs­son­ar voru veiga­mik­ill hluti af lífs­verki hans og eftir hann liggja allt að 200 slík, unn­in á 60 ára tíma­bili, frá um 1922 til 1981. Á þess­ari sýn­­ingu munu sýn­ingar­gest­ir standa aug­liti til aug­­lit­is við full­trúa eldri kyn­slóða sem margir hverjir höfðu áhrif á sam­félag síns tíma, auk þess að kynn­ast færni lista­manns­­ins við að túlka per­sónu­­leika þeirra í varan­legt efni.

Í sýningar­skrá ritar Aðal­steinn Ing­ólfs­son list­fræð­ingur:
Sigur­jón Ólafs­son var tví­mæla­laust and­rík­asti og næm­asti skap­ari por­trett­mynda sem við Ís­lend­ing­ar höf­um átt. And­ríki hans lýs­ir sér ekki síst í þeim mörgu að­ferð­um sem hann hafði á hrað­bergi til að koma skynj­un sinni á fyrir­sæt­um og -sát­um til skila. Næmi hans á ein­stakl­ings­eðl­ið ber ávöxt í mynd­um með ríku­legu sál­fræði­legu inn­taki.

Sýningar­skráin inni­held­ur einn­ig við­tal sem Erl­ing­ur Jóns­son átti við Sigur­jón árið 1980 þar sem hann fjall­aði um por­trett sín og þær að­ferð­ir sem hann not­aði við gerð þeirra.



FACE  TO  FACE

Satur­day, October 4th 2025 at 3pm, there is an ex­hi­bi­tion open­ing of Sigur­jón Ólafs­son’s por­traits in his muse­um at Laugar­nes­tangi, Reykja­vík.

Sigurjón Ólafsson’s por­traits are a sign­ifi­cant part of his oeuvre and nearly 200 por­traits have been docu­ment­ed, spann­ing a per­iod of some sixty years, 1922 − 1981. The pre­sent ex­hibi­tion may be seen as an op­por­tun­ity for today’s publ­ic to come face to face with re­pre­senta­tives of an older gen­er­ation, some of whom had a great im­pact on their own time.

Art hist­or­ian Aðal­steinn Ing­ólf­sson says in the ex­hibi­tion cata­logue:
“Sigurjón Ólafs­son was, with­out doubt, the most in­spir­ed and in­cis­ive por­trait sculp­tor that Ice­land has pro­duc­ed. His genius mani­fests it­self not least in his techn­ical pro­fici­ency, the many ways he had of il­lumin­ating the char­act­ers of his sitt­ers, male and fe­male. His sen­si­tiv­ity to the tem­pera­ment of indi­vid­uals is align­ed with an un­usual psych­ologi­cal acuity.”

Also in the cata­logue there is printed the in­cisive con­­ver­sa­­tion about por­traits that took place in 1980 be­tween Sigur­jón Ólafs­son and his friend and some­time as­sist­ant, Erling­ur Jóns­son.

Frá 4. október til 30. nóvemb­er 2025 er safn­ið opið á laugar­dög­um og sunnu­dög­um milli klukkan 13 og 17. Í des­emb­er og janú­ar er safn­ið lok­að. Það opn­ar aft­ur á safna­nótt 6. febrú­ar 2026 og er opið um helg­ar sem fyrr til 17. maí, nema um páska­helg­ina, 4. og 5. apríl þá er lokað.
Lista­verka­skrá Sigur­jóns Ólafs­son­ar inni­held­ur lýs­ing­ar á öll­um þekkt­um lista­verk­um Sigur­jóns. Einfaldast er að leita þeirra eftir LSÓ núm­erum.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • LSO(at)LSO.is