Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar 30.09.25 − English below
AUGLITI TIL AUGLITIS
Laugardaginn 4. október 2025 klukkan 15 opnar sýning
á völdum portrettum Sigurjóns
Ólafssonar í safni hans á Laugarnesi.

SvavaÁgústsdóttir LSÓ 033

Sigurður Nordal LSÓ 1085

Sigurður Nordal LSÓ 1086

Ásgrímur Jónsson LSÓ 1089

Ásgrímur Jónsson LSÓ 1090
|
Portrett Sigurjóns Ólafssonar voru veigamikill
hluti af lífsverki hans og eftir hann liggja allt að 200 slík,
unnin á 60 ára tímabili, frá um 1922 til 1981.
Á þessari sýningu munu sýningargestir
standa augliti til auglitis við fulltrúa eldri
kynslóða sem margir hverjir höfðu áhrif á
samfélag síns tíma, auk þess að kynnast færni
listamannsins við að túlka persónuleika
þeirra í varanlegt efni.
Í sýningarskrá ritar Aðalsteinn Ingólfsson
listfræðingur:
Sigurjón Ólafsson var tvímælalaust
andríkasti og næmasti skapari portrettmynda sem
við Íslendingar höfum átt. Andríki
hans lýsir sér ekki síst í þeim mörgu
aðferðum sem hann hafði á hraðbergi til að koma
skynjun sinni á fyrirsætum og -sátum til skila.
Næmi hans á einstaklingseðlið ber ávöxt
í myndum með ríkulegu sálfræðilegu
inntaki.
Sýningarskráin inniheldur einnig viðtal sem
Erlingur Jónsson átti við Sigurjón árið
1980 þar sem hann fjallaði um portrett sín og þær
aðferðir sem hann notaði við gerð þeirra.
FACE TO FACE
Saturday, October 4th 2025 at 3pm, there is an
exhibition opening of Sigurjón Ólafsson’s
portraits in his museum at Laugarnestangi, Reykjavík.
Sigurjón Ólafsson’s portraits are a significant part of his oeuvre
and nearly 200 portraits have been documented, spanning a period of
some sixty years, 1922 − 1981. The present exhibition may be seen as an
opportunity for today’s public to come face to face with
representatives of an older generation, some of whom had a great
impact on their own time.
Art historian Aðalsteinn Ingólfsson says in the
exhibition catalogue:
Sigurjón Ólafsson was, without doubt, the most inspired
and incisive portrait sculptor that Iceland has produced.
His genius manifests itself not least in his technical proficiency,
the many ways he had of illuminating the characters of his sitters,
male and female. His sensitivity to the temperament of
individuals is aligned with an unusual psychological
acuity.
Also in the catalogue there is printed the incisive conversation
about portraits that took place in 1980 between Sigurjón Ólafsson
and his friend and sometime assistant, Erlingur Jónsson.
Frá 4. október til 30. nóvember 2025 er safnið
opið á laugardögum og sunnudögum milli klukkan 13 og
17. Í desember og janúar er safnið lokað.
Það opnar aftur á safnanótt 6. febrúar
2026 og er opið um helgar sem fyrr til 17. maí, nema um
páskahelgina, 4. og 5. apríl þá er lokað.
Listaverkaskrá
Sigurjóns Ólafssonar inniheldur lýsingar
á öllum þekktum listaverkum Sigurjóns.
Einfaldast er að leita þeirra eftir LSÓ númerum.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
• Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík •
LSO(at)LSO.is
|
|
|
|