Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 05.12.25


Allt frá hatti oní skó



Einar Már Guðmunds­son og Birgir Thor Møller ræða um ný­útkomna skáld­sögu Einars, Allt frá hatti oní skó, í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­sonar fimmtu­dags­kvöldið 11. desember kl. 20:00

Í þess­ari nýj­ustu skáld­sögu Einars Más heldur aðal­persón­an, Har­aldur, til Kaup­manna­hafnar í þeim til­gangi að verða skáld. Þetta er haust­ið 1979 og á vegi hans þar verða ótal skraut­­legar pers­ón­ur, hann kynn­ist nýju­m við­horf­um, skáld­skap og tón­list − um­leik­ið óróa níu­nda ára­tugar­ins, þeg­ar allt breyttist.

Einar Már Guð­munds­son er einn af okkar þekkt­ustu rit­höf­und­um og hér birtir hann sögu sem dans­ar á mörk­um eigin minn­inga og skáld­skap­ar − úr ólg­andi suðu­potti sköp­unar og lífs­gleði. Á þessari kvöld­stund í Lista­safni Sigur­jóns mun hann lesa upp úr bók­inni og ræða við Birgi Thor Møller − með þátt­töku gesta − um hana og efni henn­ar. Einar og Birgir hafa oft hist áður opin­ber­lega og rætt bæk­ur Einars, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir gera það hér á landi.

Birgir Thor Møller hefur búið í Dan­mörku síðan 1983 og starf­ar nú sem dag­skrár­­stjóri í lista- og menn­ingar­hús­inu Nord­atlant­ens Brygge í Kaup­manna­­höfn. Þar stjórn­ar hann einnig hinni ár­legu kvik­mynda­hátíð Nord­atlant­iske Film­dage ásamt öllum bók­mennta­við­burð­um hússins.

Heitt verður á könn­unni í kaffi­stofu lista­safns­ins og gestir geta skoðað portrett­sýningu Sigur­jóns, Aug­liti til aug­litis, og kynnst færni hans við að túlka ólíka pers­ónu­leika. „Sigur­jón var tví­mæla­laust and­rík­asti og næm­asti skap­ari port­rett­mynda sem við Ís­lend­ingar höfum átt“ segir Aðal­steinn Ingólfs­son í sýningar­skrá.

Aðgangseyrir er 1.000 krónur, greitt við innganginn.
Tekið er við öllum helstu greiðslukortum.
Höfundurinn verður með bók­ina til sölu eftir um­ræðurnar.