Fréttatilkynning


Schulhoff hátíð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 23. og 24. júlí 2022

Á tvennum tónleikum fá áheyrendur að kynnast tékk­neska tón­skáld­inu Erwin Schul­hoff sem var vel þekkt­ur í heima­landi sínu fyrir framúr­stefnu­lega tón­list, en hann lést í fanga­búð­um naz­ista tæp­lega fimm­tug­ur að aldri fyrir rétt­um 80 ár­um. Alex­ander Lieber­mann tón­skáld sem skrif­að hefur doktors­rit­gerð um Schul­hoff kynn­ir tón­skáld­ið og á þess­um tvenn­um tón­leik­um verða leik­in verk eftir tón­skáld­in tvö og Alex­ander lýs­ir áhrif­um Schul­hoff á verk sín.

Erwin Schulhoff   1894 − 1942
Erwin Schulhoff Sónata fyrir fiðlu og píanó ópus 7 wv24
    Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla
    Slava Poprugin píanó

Fimm myndir fyrir píanó wv51
    Slava Poprugin píanó

Sónata fyrir fiðlu og píanó wv91
    Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla
    Slava Poprugin píanó

Heit sónata
    Adrien Liebermann saxófónn
Alexander Liebermann Snót
    Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla

Saxó­fón sónata
    Adrien Lieber­mann saxó­fónn

Séð af himni ofan
    Hlíf Sigur­jóns­dóttir fiðla
    Martin Frewer víóla
    Þór­dís Gerður Jóns­dótt­ir selló
Erwin Schul­hoff fæddist árið 8. júní 1894 í Prag og hóf tón­listar­nám við kon­serva­torí­ið þar. Síðar nam hann píanó­leik og tón­smíð­ar í Vín, Leipzig og Köln og með­al kenn­ara hans voru Claude Debussy, Max Reger, Fritz Stein­bach og Willi Thern. Hann særð­ist í her­þjón­ustu í fyrri heims­styrj­öld­inni og var stríðs­fangi Ítala til loka henn­ar. Næstu ár­in bjó hann í Þýska­landi þar til hann flutti heim til Prag 1923 og kenndi við Tón­listar­há­skól­ann þar.
    Erwin var af gyðinga­ætt­um og þar að auki hlið­holl­ur komm­ún­ist­um sem olli því að verk hans voru bann­færð af naz­ist­um og hann mátti ekki koma þar fram á tón­leik­um. Árið 1939 réðust naz­istar inn í Tékkó­slóvakíu og gat hann þá ekki birt verk sín nema undir felu­nafni. Tveim­ur ár­um síðar var hann hand­tek­inn af naszist­um og færð­ur í fang­elsi í Bæjara­landi þar sem hann dó úr berkl­um 18. ágúst 1942.
    Erwin var í hópi fyrstu kyn­slóð­ar klass­ískra tón­skálda sem nýtti sér rytma jazz­ins í tón­list sinni og hann hreifst af óhefð­bundnu formi Dada­ismans.