Fréttatilkynning
Schulhoff hátíð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
23. og 24. júlí 2022
Á tvennum tónleikum fá áheyrendur að kynnast
tékkneska tónskáldinu Erwin Schulhoff sem var vel
þekktur í heimalandi sínu fyrir framúrstefnulega
tónlist, en hann lést í fangabúðum nazista
tæplega fimmtugur að aldri fyrir réttum 80 árum.
Alexander Liebermann tónskáld sem skrifað hefur
doktorsritgerð um Schulhoff kynnir tónskáldið
og á þessum tvennum tónleikum verða leikin verk
eftir tónskáldin tvö og Alexander lýsir
áhrifum Schulhoff á verk sín.
|
Erwin Schulhoff 1894 − 1942 |
Erwin Schulhoff |
Sónata fyrir fiðlu og píanó
ópus 7 wv24
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla
Slava Poprugin píanó
Fimm myndir fyrir píanó wv51
Slava Poprugin píanó
Sónata fyrir fiðlu og píanó wv91
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla
Slava Poprugin píanó
Heit sónata
Adrien Liebermann saxófónn |
Alexander Liebermann |
Snót
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla
Saxófón sónata
Adrien Liebermann saxófónn
Séð af himni ofan
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla
Martin Frewer víóla
Þórdís Gerður Jónsdóttir selló
| |
|
Erwin Schulhoff fæddist árið 8. júní 1894 í Prag og
hóf tónlistarnám við konservatoríið
þar. Síðar nam hann píanóleik og
tónsmíðar í Vín, Leipzig og Köln og
meðal kennara hans voru Claude Debussy, Max Reger, Fritz Steinbach
og Willi Thern. Hann særðist í herþjónustu
í fyrri heimsstyrjöldinni og var stríðsfangi
Ítala til loka hennar. Næstu árin bjó hann í
Þýskalandi þar til hann flutti heim til Prag 1923 og kenndi við
Tónlistarháskólann þar.
Erwin var af gyðingaættum og þar að auki
hliðhollur kommúnistum sem olli því
að verk hans voru bannfærð af nazistum og hann mátti
ekki koma þar fram á tónleikum. Árið 1939
réðust nazistar inn í Tékkóslóvakíu
og gat hann þá ekki birt verk sín nema undir felunafni.
Tveimur árum síðar var hann handtekinn af
naszistum og færður í fangelsi í
Bæjaralandi þar sem hann dó úr berklum
18. ágúst 1942.
Erwin var í hópi fyrstu kynslóðar
klassískra tónskálda sem nýtti sér rytma
jazzins í tónlist sinni og hann hreifst af
óhefðbundnu formi Dadaismans. |