Björn Ólafsson konsertmeistari í góðra vina hópi, Rudolf Serkin t.v. og Adolf Busch t.h. Myndin sennilega tekin er þeir tengdafeðgar heimsóttu Ísland 1946

Næsta sunnu­dag, 29. maí, verða leikn­ar upp­tök­ur með leik Björns Ólafs­son­ar konsert­meist­ara í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar og hefj­ast tón­leik­arn­ir klukk­an 17:00.

Lista­safn Sigur­jóns, í sam­vinnu við Safn-RÚV, flytur brot úr hljóð­menningar­sögu Ís­lend­inga í góð­um hljóm­­flutn­ings­tækj­um í hljóm­mikl­um sal safns­ins. Þann 15. maí voru endur­tekn­ir tón­leik­ar Adolf Busch frá 1945 og viku síðar voru flutt­ar upp­­tök­­ur með leik Björns Ólafs­son­ar á tveim­ur ein­leiks­verk­um fyrir fiðlu eftir J.S. Bach, E-dúr Partít­una og C-dúr Són­öt­una. Í byrj­un tón­leik­anna flutti Hreinn Valdi­mars­son er­indi um sögu hljóð­rit­un­ar á Íslandi.

Sunnu­dag­inn 29. maí klukk­an 17:00 verða flutt­ar upp­tök­ur þar sem Björn flyt­ur a-moll són­öt­una, g-moll són­öt­una og d-moll partít­una eftir J.S. Bach og kynn­ir hann verk­in fyr­ir flutn­ing­inn.

Hvat­inn af þess­um uppá­kom­um er með­vit­und­in um nauð­syn þess að miðla sög­unni, eða eins og Gylfi Þ. Gísla­son sagði í ræðu við opn­un Nor­ræna Húss­ins í Reykja­­vík 1968. „Þjóð sem gleym­ir sögu sinni glat­ar sjálfri sér. Sá mað­ur sem man ekki upp­runa sinn er að­eins hálf­ur mað­ur.“

Björn Ólafsson konsertmeistari fæddist 26. febrúar 1917. Hann var meðal fyrstu nemenda Tón­listar­skólans í Reykjavík og einn þeirra fjögurra sem fyrstir voru braut­skráðir úr skólanum vorið 1934. Hann stundaði fram­halds­nám í Vínar­borg og lauk prófi þar vorið 1939 með þeim árangri að hann var strax ráðinn sem fyrsti fiðlu­leik­ari að Vínar­fíl­harmon­í­unni sem þá var undir stjórn Wilhelm Furt­wängl­ers. Hann kom heim til Íslands sumarið 1939 og ætlaði að standa stutt við, en síðari heims­styrjöldin hófst þá um haustið og kom í veg fyrir að hann kæmist aftur til Vínar.

    Björn réðst sem aðal­fiðlukennari við Tón­listarskólann í Reykjavík, varð yfir­kennari strengjadeildar skólans og stofnaði hljómsveit Tón­listar­skólans. Þegar Sin­fóníu­hljóm­sveit Íslands var stofnuð árið 1950 varð hann fyrsti konsert­meistari hljóm­sveitar­innar og hélt þeirri stöðu til 1972.

    Árið 1942 kvæntist hann Kolbrúnu Jónas­dóttur og dvöldu þau mörg sumur hjá skyldfólki Kolbrúnar á Halldórsstöðum í Laxárdal og undi Björn sér hvergi betur en þar.

    Björn Ólafsson var í fram­varðar­sveit þeirra einstaklinga sem með þrotlausri vinnu sinni og hugsjónum náðu að auðga menningarlíf vort svo að við urðum á örskömmum tíma samkeppnishæf við aðrar Evrópu­þjóðir. Hann lést í Reykjavík 1984.
                   

Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er Hlíf Sigurjónsdóttir sími 863 6805