Fyrri sumartónleikar
Sumartónleikar LSÓ hafa verið haldnir í safninu frá
opnun þess 1988, fyrstu árin ekki reglulega, en ætíð á
þriðjudagskvöldum og nefndust þá
þriðjudagstónleikar. Fljótlega komst
þó á það form sem nú er − að halda þá
vikulega yfir hásumarið og nefna þá
Sumartónleika Listasafn Sigurjóns Ólafssonar.
Hér að neðan er listi yfir alla tónleika innan
raðarinnar og fylgja flestum þeirra efnisskrár.
Auk þess hafa ýmsir
leigt salinn og haldið tónleika á eigin vegum.
Sumartónleikar féllu niður 2020 og 2021
vegna farsóttar.≤1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2022 Haust og vetrar/vordagskrár Haust 2022 • Vetur/Vor 2023 Aðrir viðburðir Afmælistónleikar 21. október 2018 Vetur og vor 2022 Laugarneshátíð 25.06.2022 Máþing 19.11.2022 Haustið 2022 tók safnið upp þá nýbreytni að standa fyrir reglulegum menningarviðburðum − tónleikum, flutningi hljóðrita og kynningum á sögulegu efni − í sal safnsins á Laugarnesi. Fest voru kaup á vönduðum hljómflutningstækjum og myndvarpa í þeim tilgangi. Viðburðirnir eru í anda sumartónleikanna, á þriðjudagskvöldum og um klukkustundar langir. Gert er ráð fyrir tveimur önnum, haustönn í október og nóvember annars vegar og febrúar til apríl hins vegar. |