Þriðjudaginn 4. júlí kl. 20:30 |

Matthildur og Dísella |
Dísella Lárusdóttir sópran og
Matthildur Anna Gísladóttir píanó.
Franskir og þýskir ljóðaflokkar. Ariettes
Oubliées eftir Claude Debussy, Vier letzte Lieder
eftir Richard Strauss og tvö lög úr
ljóðaflokknum Chanson Grises eftir Reynaldo Hahn.
|
Þriðjudaginn 11. júlí kl. 20:30 |

Marina og Julia |
Vorahnung / Fyrirboði
Marina Margaritta Colda sópran og Julia Tinhof píanó.
Tónleikar tileinkaðir austurríkismanninum
Victor Urbancic sem kom hingað til lands árið 1938 ásamt
Melittu eiginkonu sinni, vegna uppgangs nazista þar í landi.
Hann var hámenntaður tónlistarmaður,
afburða píanisti, orgelleikari og
tónskáld. Flutt verða tólf einsöngslög
frá unglingsárum hans − eitt þeirra við ljóð
Melittu − og ljóðaflokkur, sem hann samdi stuttu áður
en hann yfirgaf heimaland sitt. Einnig verða flutt tvö
einleiksverk fyrir píanó. Fæst verkanna hafa heyrst
á Íslandi áður.
|
Þriðjudaginn 18. júlí kl. 20:30 |

Rebekka, Íris Björk og Ólína |
Sumarnætur
Tríó Frigg.
Íris Björk Gunnardóttir sópran,
Rebekka Ingibjartsdóttir sópran og fiðla, og
Ólína Ákadóttir píanó.
Vorleg, rómantísk og lífleg efnisskrá og hafa
konur samið öll verkin. Þær eru Jórunn
Viðar, Agathe Backer Grøndahl, Clara Schumann, Fanny
Mendelssohn Hensel, Lili Boulanger, Amy Beach og Kaja Saariaho.
Textarnir fjalla um fögur sumarkvöld, rómantík
í skóginum og litadýrð himinsins.
|
Þriðjudaginn 25. júlí kl. 20:30 |

Eva Þyri og Ragnheiður |
Tuttugu sönglög frá tuttugustu öld
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópran og
Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó.
Á efnisskrá er meðal annars
Waldsonne eftir Arnold Schönberg, Sieben frühe
Lieder eftir Alban Berg, Elle était descendue au bas de la
prairie eftir Lili Boulanger, Drei Lieder der Ophelia
og Amor eftir Richard Strauss, I hate Music eftir Leonard
Bernstein, Skogen sover eftir Hugo Alfvén og Þótt
form þín hjúpi graflín eftir Jóhann
G. Jóhannsson.
|
Þriðjudaginn 1. ágúst kl. 20:30 |

Herdís og Mathias |
Ást og trú
Ljóðatónleikar. Herdís Anna Jónasdóttir sópran
og Mathias Halvorsen píanó.
Á efnisskránni eru tveir ljóðaflokkar.
Söngvar einsetumannsins ópus 29 er eftir bandaríska
tónskáldið Samuel Barber og eru ljóðin flest
trúarlegs eðlis. Úr austurvegi kemur
ljóðaflokkurinn Sex söngvar, ópus 38 eftir
rússneska tónskáldið Sergei Rachmaninoff,
en í þeim ráða ríkjum ást og tregi en einnig
gleðin. Fjölbreytt úrval norrænna
ljóðasöngva verður einnig á dagskránni.
|
Þriðjudaginn 8. ágúst kl. 20:30 |

Katrin, Tobias, Vigdís og Össur Ingi |
Katrin Heymann þverflauta, Tobias Helmer píanó,
Vigdís Másdóttir víóla og
Össur Ingi Jónsson óbó.
Verk úr ýmsum áttum. Terzetto eftir Gustav Holst,
Bird eftir Tobias Helmer, Duo eftir Edison Denisov,
2 Inventionen eftir Isang Yun og frumflutningur
nýs verks eftir Tobias Helmer, fyrir þverflautu, óbó,
víólu og píanó.
|
Tónlistarsjóður styrkir Sumartónleika LSÓ
Heimasíða LSÓ |
|