Tónleikar hafa verið haldnir í Listasafn Sigurjóns Ólafssonar frá opnun þess, 21. október 1988, fyrstu árin ekki reglulega, en yfirleitt á þriðjudagskvöldum og nefndust þá þriðjudagstónleikar. Fljótlega komst þó á það form sem nú er − að halda röð vikulegra tónleika yfir hásumarið − og nefna þá Sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Hér er listi yfir alla tónleika safnsins frá upphafi og fylgja flestum þeirra efnisskrár. Á liðnu sumri hófst tónleikaröðin 1. júlí og lauk 5. ágúst, alls sjö tónleikar, vegna einna aukatónleika á föstudegi. Á þeim komu fram alls 16 hjóðfæraleikarar og söngvarar. Tónleika liðins sumars má nálgast hér. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar |