nafn/name
Norræn minnispeningaröð 1978/Nordic Medallion Series 1978
númer/ID
LSÓ 1305
ár/year
1976-78
efni/material

gifs/plaster
tegund/type

14 lágmyndir/reliefs
stærð/size

þvermál/diam. 40
eigendur/owners

Eyðilagðir skv. samningi Anders Nyborg og listamannsins/Destroyed
Nánari lýsing:
(Ljósmyndir koma síđar)
    1   Færeyjapeningur
Framhlið: Lambær (LSÓ 1130).
Bakhlið: Dansinn LSÓ 066.
    2.   Danmerkurpeningur
Framhlið: Lágmynd af þremur kúm og skilvindu í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá því að L. Chr. Nielsen fann hana upp.
Bakhlið: Lágmynd LSÓ 250.
    3.   Grænlandspeningur
Framhlið: Lágmynd af sólarupprás. Má sjá móta fyrir tveimur manneskjum, hundi á eyju og í hafinu er rostungur eða selur.
Bakhlið: Jafnvægi LSÓ 070.
    4.   Finnlandspeningur
Framhlið: Lágmynd sem S.Ó. vann út frá ljósmynd sem tekin var úr lofti af eyjum og sundum Finnlands.
Bakhlið: Stormfuglinn, LSÓ 1300.
    5.   Íslandspeningur
Framhlið: Lágmynd af vitum á ströndu til að minnast fyrsta vitans á Íslandi sem var reistur á Reykjanesi 1878. Bakhlið: Farfuglar LSÓ 067.
    6   Noregspeningur
Framhlið: Portrett-lágmynd af Roald Amundsen (1872-1928).
Bakhlið: Holskefla, LSÓ 1251.
    7   Svíþjóðarpeningur
Framhlið: Lágmynd af blóminu Linnæa borealis í minningu Carl von Linné (1707-1778).
Bakhlið: Lágmynd LSÓ 249.
Afsteypur/Casts:
  • brons/bronze, smækkun/reduction, þvermál/diam. 7: Norræn minnispeningaröð 1978, LSÓ 1306, 1977-78
Heimildir/References:
  • Morgunblaðið 01.02.77, 22.09.77, 01.12.77
  • Kunstmedaljen, Tidskrift for kunstsamlere 4. árg. nr. 2, okt. 1977
Athugasemdir/Remarks:
  • Sigurjón gerði einnig tillögur í sömu stærð með „Ég bið að heilsa“ (LSÓ 1308, ca 1976) og „Hermes“ (LSÓ 168, 1971).