Listaverkaskrá Sigurjóns Ólafssonar
Í skrá þessari er lýst öllum þrívíðum listaverkum sem vitað er með vissu að Sigurjón Ólafsson gerði. Ekki er fjallað um teikningar Sigurjóns né málverk. Skráning í aðalskrá safnsins hefur staðið í tvo áratugi og stuðst við sýningarskrár, blaðaummæli, ljósmyndir, bréf og minnisbækur lista­mannsins - auk verkanna sjálfra.

Birgitta Spur, Sólveig Georgsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Geirfinnur Jónsson hafa unnið að þessari skráningu. Útdráttur úr aðalskrá safnsins birtist með bókunum Sigurjón Ólafsson - ævi og list I og II árin 1998 og 1999 og er þessi netútgáfa svipuð henni nema hér hafa kostir vefsins verið nýttir með krækjum milli mynda og fjölbreyttari uppsetningu. Auk þess hefur skráin öll verið uppfærð og verður því við haldið.

Öllum þrívíðum listaverkum Sigurjóns Ólafssonar, hefur verið gefið „LSÓ“ númer og sú venja við höfð að LSÓ 001 - LSÓ 999 voru innan safns við skráningu, en LSÓ 1000 - LSÓ 1999 utan safns. Númerin munu ekki breytast þó myndir skipti um eigendur og er mælst til að þau verði almennt notuð sem tilvísun í verk Sigurjóns Ólafssonar.

Birting upplýsinga úr skránni er með fyrirvara um hugsanlegar villur í þeim gögnum sem fyrir liggja. Sérstaklega skal tekið fram að skrá yfir eigendur listaverka er óstaðfest og lýsir einungis því sem skráð er í spjaldskrá safnsins.

Starfsfólk Listasafns Sigurjóns óskar eftir samvinnu við þá sem eiga listaverk eftir Sigurjón, eða vita af þeim, að skoða viðkomandi skráningu hér og senda safninu viðbætur og leið­rétt­ingar eftir því sem við á. Sérstaklega er bent á þann kost fyrir eigendur verka Sigurjóns að fá verkið ljósmyndað og staðfest af starfsliði safnsins.

Mál eru gefin upp í cm í röðinni:    hæð x breidd x dýpt
 
Eftirfarandi skammstafanir eru notaðar í skránni:
LSÓ   Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
  Listasafn Íslands
KKM eða KK&M   Kristiania Kunst og Metalstøberi, Osló
AS eða A/S   Bronseskulptur A/S, Osló
PE   Pangolin Editions bronssteypan í Englandi
JS eða Jørn   Jørn Svendsen, Skulpturstøberiet Svendborg DK

Vefgerð: Geirfinnur Jónsson
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

www.LSO.is