Blómgun, 1978
Blómgun á það sameiginlegt með verkinu Holskeflu að fjalla um náttúrulegt fyrirbæri, enda kemur það fram í heiti verksins. Bæði verkin eru mynduð af einföldum, endurteknum geometriskum formum. Bogarnir minna á hvelfingar kirkna í gotneskum stíl - eða krónublöð túlípana, og fá þannig táknræna merkingu. Þeir afmarka og virkja innra rými í verkinu á svipaðan hátt og í Holskeflu, nema hér er listaverkið innhverfara og teygir sig ekki á sama hátt út í rýmið og þar. |