Verkamaður, 1930

Standmynd af nöktum karlmanni sem lyftir haka yfir hægri öxl. Þegar Sigurjón gerði þessa mynd hafði hann verið við nám í Konunglega Listakademíinu í Kaupmannahöfn í tvö ár. Námið fól meðal annars í sér að kunna skil á vöðva- og beinabyggingu mannslíkamans (anatómíu) og nemendur teiknuðu og mótuðu í leir eftir klassískum höggmyndum og lifandi fyrirsætum.
    Í fornum höggmyndum Grikkja og Rómverja voru goðin eða hetjurnar oftast án klæða, því menn dýrkuðu fegurðina í hinum nakta mannslíkama. Hér heldur Sigurjón í þá hefð, en stílbrot hans er að sýna hetju nútímans, verkamanninn, en einmitt á þessum tímum var félagslegt raunsæi (e. social realism) ríkjandi liststefna bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum.
    Sigurjón hlaut gullverðlaun Akademísins fyrir þessa mynd árið 1930.