Steinn Steinarr
LSÓ1137


Sumar­ið 1955 dvaldi Sigur­jón hjá tengda­föð­ur sín­um á prests­setri á Fjóni í Dan­mörku. Þar fann hann í garð­hleðslu þenn­an granít­hnull­ung, sem hefur borist með ís­aldar­jökl­in­um frá Svíþjóð, og hjó út Reifa­barn, sem hvílir efst á stein­in­um. Hann mót­aði fyrir bönd­um sem ná utan um stein­inn, en lét hann að öðru leyti halda upp­runa­legu formi.
    Hér gefur að líta um­komu­laust barn í fag­urri nekt sinni, á­fast belg­laga stein­inum - eða móður­kviði - með tákn­ræn­an streng sem tengsl milli móður og barns.
    Ragnar í Smára keypti verkið sum­ar­ið 1958 og tengdi það nafni Steins Steinarr, sem þá var ný­lega lát­inn. Hann upp­lifði verk­ið eins og bók­mennt­ir og las það þann­ig: barn úr steini − steinn af steini − Steinn Steinarr.
    Verkið er hluti af stofn­gjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ.
Birgitta Spur