|
Höfðingjastóll
Höfðingjastólinn kallaði faðir minn þennan stól sem hann smíðaði skömmu eftir að við settumst að í litla húsinu sem var áfast bragganum á Laugarnesi, eða upp úr 1956. Þessi lági stóll hentaði okkur krökkunum vel, bæði til að sitja á og til ýmissa leikja, bílaleikja, flugvéla- og skipaleikja. Faðir minn settist oft í hann, sagði að stólbakið neyddi sig til að rétta úr sér. Ég hef óljósan grun um að áhugi hans á list frumstæðra þjóða hafi gefið honum hugmyndina að þessum grip sem var stofuprýði á heimili okkar í áratugi. Hlíf Sigurjónsdóttir birt í Hagvirkni − Húsbúnaður eftir íslenska myndlistarmenn 1904−2004. Hönnunarsafn Íslands, 2004. |