Haustdagskrá 2025


Miðvikudaginn 15. október kl. 20:00
Ólína og Steinunn
Þar lá mín leið
Steinunn María Þormar sópran og Ólína Ákadóttir píanóleikari
Nýr söng­leikur eftir flytj­end­urna sem byggð­ur er á verk­um Jóru­nn­ar Við­ar. Hann fjallar um unga konu að nafni Hulda sem fet­ar sig á braut ástar­inn­ar og rækt­ar sam­bönd við sig og aðra. „Verk Jór­unn­ar Viðar eru fjöl­breytt og skemmti­leg, sum létt og leik­andi en önn­ur til­finn­inga­þrung­in og djúp. Söng­leik­ur­inn býð­ur upp á ferska túlkun á verk­um hennar og setur þau í nýtt samhengi.“
    Tónleikarnir eru atriði á Óperudögum 2025. Aðgangseyrir: 4.900 kr. en 2.000 kr. fyrir nemendur, börn og öryrkja.
Þriðjudaginn 7. október kl. 20:00
Ívar og Símon
Suðrænir gítartónar!
Feðg­arn­ir Símon H. Ívars­son og Ívar Sím­onar­son gítar­leik­ar­ar leika fjöl­breytta Flam­enco-tón­list sem tek­ur á­hrif allt frá spænsku héruð­un­um Anda­lús­íu í suðri, til Gal­icíu í norðri og einn­ig frá Suður-Ameríku.

Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 19:30
Arn­heið­ur og Helga Bryndís
Franskar sumarnætur
Arn­heið­ur Eiríks­dóttir mezzosópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari. Á efnis­skránni er ljóða­flokk­ur­inn Nuits d’été eftir Hector Berlioz, þekkt ljóð eftir Gabriel Fauré og aríur úr Romeo et Juliette eftir Charles Gounod, Werth­er eftir Jules Mas­senet og Samson et Dalila eftir Camille Saint-Saëns.
Tónleikarnir eru á vegum flytjenda. Aðgangseyrir kr 3500, greitt við inn­gang­inn.