|
Miðvikudaginn 15. október kl. 20:00 |

Ólína og Steinunn |
Þar lá mín leið
Steinunn María Þormar sópran og
Ólína Ákadóttir píanóleikari
Nýr söngleikur eftir flytjendurna sem byggður er á
verkum Jórunnar Viðar. Hann fjallar um unga konu að nafni
Hulda sem fetar sig á braut ástarinnar og ræktar
sambönd við sig og aðra. Verk Jórunnar Viðar
eru fjölbreytt og skemmtileg, sum létt og leikandi en
önnur tilfinningaþrungin og djúp.
Söngleikurinn býður upp á ferska túlkun á
verkum hennar og setur þau í nýtt samhengi.
Tónleikarnir eru atriði á
Óperudögum 2025.
Aðgangseyrir: 4.900 kr. en 2.000 kr. fyrir nemendur, börn og öryrkja.
|
|
Þriðjudaginn 7. október kl. 20:00 |

Ívar og Símon |
Suðrænir gítartónar!
Feðgarnir Símon H. Ívarsson og Ívar
Símonarson gítarleikarar leika fjölbreytta
Flamenco-tónlist sem tekur áhrif allt frá spænsku
héruðunum Andalúsíu í suðri, til
Galicíu í norðri og einnig frá Suður-Ameríku.
|
|
Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 19:30 |

Arnheiður og Helga Bryndís |
Franskar sumarnætur
Arnheiður Eiríksdóttir mezzosópran og
Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari.
Á efnisskránni er ljóðaflokkurinn
Nuits d’été eftir Hector Berlioz, þekkt ljóð eftir
Gabriel Fauré og aríur úr Romeo et Juliette eftir Charles
Gounod, Werther eftir Jules Massenet og Samson et Dalila eftir
Camille Saint-Saëns.
Tónleikarnir eru á vegum flytjenda.
Aðgangseyrir kr 3500, greitt við innganginn.
|