Haustdagskrá 2025


Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 19:30
Arn­heið­ur og Helga Bryndís
Franskar sumarnætur
Arn­heið­ur Eiríks­dóttir mezzosópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari. Á efnis­skránni er ljóða­flokk­ur­inn Nuits d’été eftir Hector Berlioz, þekkt ljóð eftir Gabriel Fauré og aríur úr Romeo et Juliette eftir Charles Gounod, Werth­er eftir Jules Mas­senet og Samson et Dalila eftir Camille Saint-Saëns.
Tónleikarnir eru á vegum flytjenda. Aðgangseyrir kr 3500, greitt við inn­gang­inn.
Þriðjudaginn 7. október kl. 20:00
Ívar og Símon
Suðrænir gítartónar!
Feðg­arn­ir Símon H. Ívars­son og Ívar Sím­onar­son gítar­leik­ar­ar leika fjöl­breytta Flam­enco-tón­list sem tek­ur á­hrif allt frá spænsku héruð­un­um Anda­lús­íu í suðri, til Gal­icíu í norðri og einn­ig frá Suður-Ameríku.