Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.   Smellið hér til að skoð í vafra

Aðrir tónleikar Hlífar Sigurjónsdóttur með partítum og sónötum
eftir Johann Sebast­ian Bach
Næsta þriðjudagskvöld, 7. mars kl. 20:00, verða aðrir tónleikar Hlíf­ar Sigur­jóns­dótt­ur með part­ít­um og són­öt­um eftir Johann Sebast­ian Bach. Þá leikur hún Són­ötu II í a moll BWV 1003 og Part­ítu II í d moll BWV 1004 en loka­kafli henn­ar er hin þekkta Ciac­cona sem oft má heyra leikna eina og sér.
    Ciac­cona eftir Johann Sebast­ian Bach er eitt af þekkt­ustu verk­um barr­okk tím­ans og hefur verið út­sett fyrir flest­ar teg­und­ir hljóð­færa og hljóð­færa­sam­setn­inga sem hugs­ast get­ur, svo sem orgel, flautu, saxó­fón, tromp­et, mar­ömbu, selló-dúó og einn­ig fyrir hljóm­sveit. Johannes Brahms taldi hana vera eitt dá­sam­leg­asta og dular­fyllsta tón­verk sem sam­ið hef­ur ver­ið. Líkur hafa verið leidd­ar að því að Bach hafi samið þetta verk eftir að hann kom heim úr ferðalagi og komst að því að kona hans og móðir sjö barna þeirra, Maria Barbara, hafði látist nokkru áður.
Johann Se­bast­ian Bach fædd­ist inn í þekkta tón­listar­fjöl­skyldu í Eisen­ach árið 1685. For­eldr­ar hans lét­ust báð­ir er hann var barn að aldri og flutti hann þá til elsta bróð­ur síns sem var organ­isti í ná­granna­bæn­um Ohrd­ruf og stund­aði þar tón­listar­nám.
    Í upp­hafi fer­ils síns starf­aði hann sem organ­isti og um tíma einn­ig sem hirð­hljóð­færa­leik­ari, en var ráð­inn til hirð­ar Wil­helm Ernst greifa af Weim­ar árið 1708. Sex ár­um síð­ar varð hann kon­sert­meist­ari við sömu hirð. Árið 1717 yfir­gaf hann Weimar og réðst til starfa að hirð Leo­polds prins af Anhalt-Cöthen til árs­ins 1723. Það­an fór hann til Leip­zig og gegndi stöðu kant­ors við Tómasar­kirkj­una til dauða­dags árið 1750.
    Meðan Bach starf­aði sem organ­isti í Weim­ar samdi hann mörg orge­lverk og var þekkt­ur og viður­kennd­ur sem orgel­leikari. Í Cöt­hen hafði hann eng­um kirkju­leg­um skyld­um að gegna, en bar hins vegar ábyrgð á öll­um tón­listar­flutn­ingi við hirð­ina og samdi þá fjölda verka fyrir hin ýmsu hljóð­færi. Í Leip­zig skóp hann bæði kirkju­lega og verald­lega tónlist.
    Ein­leiks­verkin sex fyrir fiðlu, þrjár són­ötur og þrjár part­ítur, samdi hann í Cöthen um árið 1720, þá 35 ára gamall. Hann bygg­ir þau á ríkj­andi hefð þýsks fiðlu­skóla. Þær til­gát­ur eru uppi að hann hafi sam­ið þau sem æf­ing­ar líkt og Pagan­ini gerði síð­ar með Capr­is­ur sín­ar. Ljóst er að Bach hefur þekkt fiðl­una mjög vel og með sínu frjóa ímyndunar­afli hafi hann séð fyrir mögu­leika hljóð­fær­is­ins sem enn var ekki búið að upp­götva.

Um geisladisk Hlífar með þessum verkum ritar Phil Muse meðal annars:
„The Mount Everest of these Himalayas, the great Ciaccona (Chaconne) in Partita No. 2, receives particular care from Sigurjónsdóttir as she explores all the great features in this long (15:48) work in ways that make it continually engaging for the listener. Her pacing here is absolutely perfect as she forms what is initially a rather square-toed conception into a thing of exquisite beauty. Without sacrificing any of its fluidity, she employs discrete variations in tempo, as in the passages of increasing urgency that set the stage for the wonderful moment of relaxation that steals upon us at just about the midpoint of the Chaconne. You donít have to be terribly learned musically to realize that something wonderful has transpired in Bachís monumental set of variations on a ground bass. Sigurjónsdóttir does the hard work for you, so just sit back and enjoy!“
Phil Muse, Audio Club of Atlanta 2016  dómurinn í heildHlíf Sigurjónsdóttir er fædd í Kaup­manna­höfn en ólst upp í Reykja­vík. Hún nam fiðlu­leik hjá Birni Ólafs­syni kon­sert­meistara við Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík og fór síðar til fram­halds­náms við Há­skól­ana í Indiana og Toronto og Lista­skól­ann í Banff. Einnig nam hún hjá Gerald Beal fiðlu­leik­ara í New York borg. Á náms­árum sín­um kynnt­ist hún og vann með mörg­um merk­ustu tón­listar­mönn­um tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar, þar á meðal Will­iam Prim­rose, Zoltan Szekely, György Seb­ök, Rucciero Ricci og Igor Oistr­ach.

    Hlíf hefur haldið fjölda ein­leiks­tón­leika og leikið með sin­fón­íu­hljóm­sveit­um og kammer­sveit­um víða um Evr­ópu, í Banda­ríkj­un­um og Kanada. Haustið 2014 kom geisla­disk­ur­inn DIALOGUS út hjá MSR Classics í Banda­ríkj­un­um með ein­leiks­verk­um í hennar flutn­ingi, sem sam­in hafa verið sér­stak­lega fyrir hana. Maria Nockin, tón­listar­gagn­rýn­andi Fanfare Magazine, til­nefndi þann disk „CD of the year 2015“. Haust­ið 2015 endur­út­gaf sama út­gáfu­fyrir­tæki tvö­fald­an geisla­disk, frá ár­inu 2008, þar sem hún lék allar són­ötur og part­ítur fyrir ein­leiks­fiðlu eftir Johann Sebast­ian Bach. Hafa báðir þess­ir diskar hlot­ið mikið lof gagn­rýn­enda.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSo.is
Hlíf Sigur­jóns­dótt­ir • HlifSigurjons(hjŠ)HlifSigurjons.is