Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 22.09.23
Ná í textaskjalSönglög Árna Thorsteinssonar á næstu tónleikum
í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 7. nóvember.
Gissur Páll Gissurarson og dr. Nína Margrét Grímsdóttir


Þriðjudaginn 7. nóv­emb­er næst­kom­andi kl. 20:00 munu þau Giss­ur Páll Giss­ur­ar­son, tenór­söngv­ari og Nína Mar­grét Gríms­dót­tir, píanó­leik­ari flytja tón­leika­dag­skrá helg­aða söng­lög­um Árna Thor­steins­son­ar tón­skálds (1870 − 1962). Þar verða flutt­ar ein­stak­ar perlur eins og Nótt, Frið­ur á jörðu, Fög­ur sem forð­um og Dal­vísur.

    Jafn­framt munu þau Giss­ur Páll og Nína Mar­grét lesa valda kafla úr endur­minn­ing­um Árna, Harpa minn­inga­nna, sem Ing­ólf­ur Krist­jáns­son tók sam­an og gef­in var út ár­ið 1955.

    Þar seg­ir að hinn marg­fróði tón­listar­unn­andi Bald­ur Andrés­son hafi skrif­að um söng­laga­safn Árna:

„Með út­gáfu þessa safns 1907 Tólf ein­söngs­lög með píanó­undir­leik stillti höf­und­ur­inn sér undir­eins í fremstu röð hins fá­menna ís­lenzka tón­skálda­flokks. Þessi lög lögðu grund­völl­inn að frægð hans, og er­um við Ís­lend­ing­ar fyrir löngu farnir að líta á þau sem klass­ísk lög ... Mér vitan­lega mun það al­gert eins­dæmi, að þeg­ar tón­skáld gef­ur út fyrsta söng­laga­safn sitt, að á skömm­um tíma skuli tveir þriðju hlut­ar lag­anna rata veg­inn til þjóð­ar­inn­ar, því að svo að segja hvert manns­barn á land­inu syng­ur þessi lög.“

Árið 2018 var söng­laga­safn Árna gefið út af út­gáf­unni Ísalögum und­ir rit­stjórn Ólafs Vignis Alberts­sonar.

Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari hóf söngferil sinn 11 ára gamall í titilhlutverki Oliver Twist eftir Charles Dickens í Þjóðleikhúsinu. Gissur Páll hóf formlegt söngnám árið 1997 við Söngskólann í Reykjavík undir handleiðslu Magnúsar Jónssonar. Árið 2001 hóf Gissur Páll nám við Conservatorio G.B. Martini í Bologna hjá Wilma Vernocchi. Að loknu námi þar lærði Giss­ur Páll hjá Krist­jáni Jó­hanns­syni.
    Gissur Páll steig sín fyrstu skref sem ein­söngv­ari á óp­eru­svið­inu árið 2003, og hefur síð­an þá sung­ið fjölda hlut­verka og tón­leika. Hann hef­ur tek­ið þátt í söngvara­keppn­um í tvígang og unn­ið til verð­launa í bæði skipt­in. Hann hlaut þriðju verð­laun í al­þjóð­legu söngvara­keppn­inni Flavi­ano Labņ árið 2005 og önn­ur verð­laun í alþjóðlegu söngvara­keppn­inni í Brescia árið 2006 en þar hlaut hann einn­ig sérstök verð­laun gagn­rýn­enda. Gissur Páll hlaut Ís­lensku tón­listar­verð­laun­in fyrir hlut­verk Rod­olfo í La bohème hjá Ís­lensku óp­er­unni ár­ið 2012. Gissur Páll hef­ur kom­ið víða fram, til dæm­is í Frakk­landi, Þýska­landi, Hol­landi, Ítal­íu, Jap­an og Banda­ríkj­un­um svo eitt­hvað sé nefnt, og hefur gert fjöl­marg­ar hljóð­rit­an­ir, með­al ann­ars með Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands.

Dr. Nína Mar­grét Gríms­dótt­ir er í fremstu röð klass­ískra píanó­leik­ara lands­ins. Hún lauk ein­leikara­prófi frá Tón­listar­skól­an­um í Reykja­vík, LGSM prófi frá Guild­hall School of Music and Drama, meistara­prófi frá City Uni­ver­si­ty í Lond­on, Profes­sional Stud­ies Dipl­oma frá Mannes Col­lege of Music í New York og dokt­ors­prófi í píanó­leik frá City Uni­ver­sity of New York. Hún hef­ur kom­ið fram á Ís­landi, víð­ar í Evr­ópu, Banda­ríkj­un­um, Kan­ada, Jap­an og Kína sem ein­leik­ari með hljóm­sveit­um og í kammer­tón­list. Hún hefur hljóð­rit­að fimm geisla­diska fyrir Naxos, BIS, Acte Préa­lable og Skref sem allir hafa hlotið frá­bæra dóma í Gramo­phone Aw­ards Issue, BBC Music Maga­zine, Glas­gow Her­ald, Cres­cendo-Magaz­ine, Xían Even­ing News og High Fid­elity.
    Nína Mar­grét er deildar­stjóri fram­halds­deild­ar Tón­skóla Sigur­sveins og kenn­ir einn­ig píanó­leik við Tón­listar­skóla Kópa­vogs. Hún hefur enn fremur kennt við Lista­háskóla Ís­lands og Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík og verið gesta­prófess­or við Uni­ver­sity of Agder og Uni­ver­sity of Karl­stad á vegum Erasmus og Nord­plus og hafa píanó­nem­end­ur henn­ar unn­ið til fjölda verð­launa í inn­lend­um og al­þjóð­leg­um píanó­keppn­um.
Aðgangseyrir að tón­lei­kun­um er 2000 krónur og greitt er við inn­ganginn. Tek­ið er við öll­um helstu greiðslu­kortum.
Hér má nálgast haustdagskrá í Listasafni Sigurjóns
Opið í vetur á laugar­dög­um og sunnu­dög­um 13 − 17. Þó er lok­að í de­semb­er og janú­ar
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is