Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 12.03.24


„Frá Svart­ár­­koti til Huldu á Skútu­­­stöð­um með við­­­komu í Stafns­holti“
Við­ar Hreins­son bók­mennta­fræð­ing­ur fjallar um um­hverfis­hug­vísindi og þjóð­­leg fræði í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar næst­kom­andi þriðju­dags­kvöld, 19. mars 2024 kl. 20:00

Í Suður-Þingeyjar­sýslu hefur verið öfl­ugt menn­ingar­líf allt frá miðri 19. öld og er svo enn í dag. Rann­sóknar­setrið Svart­ár­kot, menn­ing − nátt­úra „gras­rótar­set­ur í heima­byggð“ hóf starf­semi í Bárðar­dal ár­ið 2007 og hef­ur stað­ið að rann­sókn­um og hald­ið mörg al­þjóðleg nám­skeið síðan. Menn­ingar­félag­ið Gjall­andi var stofn­að í Mý­vatns­sveit ár­ið 2014 og hef­ur stað­ið fyr­ir bók­mennta­kvöld­um, mynd­listar­sýn­ing­um og fleiru slíku. Sum­ar­ið 2021 var nátt­úru­hug­vísinda­setr­ið HULDA sett á fót sem sam­starfs­vett­vang­ur vegna stofn­un­ar nýs rann­sóknar­set­urs Há­skóla Ís­lands í Þing­eyjar­sveit. Að baki HULDU standa Há­skóli Ís­lands og Svartár­kots­setrið í sam­starfi við Þing­eyjar­sveit og starfs­stöð henn­ar er á Skútu­stöð­um í Mý­vatns­sveit.
    Í erindi sínu mun Við­ar, sem er einn stofn­enda og helsti fræði­mað­ur Svart­ár­kots­seturs­ins, fjalla um Svartárkots- og Hulduverkefnin og tengja sam­an al­þjóð­leg um­hverfis­hugvís­indi og þjóð­leg fræði lands­byggð­ar­inn­ar. Spjall­ið verð­ur krydd­að með sög­um af Helga Jóns­syni frá Stafns­holti á Fljóts­heiði sem kalla má merk­asta óþekkta höf­und ís­lenskra bók­mennta.


Viðar Hreinsson (f. 1956) er sér­fræð­ing­ur í um­hverfis­hugvís­ind­um við Náttúru­minja­safn Ís­lands og stund­ar rann­sókn­ir á náttúru­skyni, birt­ingar­mynd­um nátt­úru og menn­ingar­legri fjöl­breytni í ís­lensk­um bók­mennt­um fyrri alda. Hann lauk BA prófi í ís­lensku frá Há­skóla Ís­lands 1980 og mag. art. prófi í bók­mennta­fræði frá Kaup­manna­hafnar­háskóla árið 1989. Hann kenndi við fram­halds­skóla í tvö ár og í tvö ár við Manitoba­háskóla en var síð­an sjálf­stætt starf­andi fræði­mað­ur um langt ára­bil, lengst af við Reykja­víkur­Akadem­íuna og var þar einn­ig fram­kvæmda­stjóri á ár­un­um 2005 til 2010. Árið 2005 hafði hann frum­kvæði að verk­efn­inu Svartár­kot, menning − náttúra og hef­ur unn­ið að því síðan.
    Við­ar rit­stýrði róm­uð­um ensk­um þýð­ing­um Íslendinga­sagna, hef­ur lengi unn­ið að rann­sókn­um á ís­lenskri bók­mennta- og menn­ingar­sögu og birt fjölda fræði­greina á Ís­landi og er­lendis og rit­að nokkr­ar ævi­sög­ur. Ævi­saga Step­hans G. Step­hans­sonar, sem einn­ig er til í enskri gerð, hlaut til­nefn­ing­ar og verð­laun á Ís­landi og vestan­hafs. Bók um Jón Guð­munds­son lærða (1574 − 1658), Jón lærði og nátt­úr­ur nátt­úr­unn­ar, sem kom út 2016, er jafnt ævi­saga, hug­mynda­saga, vísinda­saga og aldar­fars­lýs­ing. Hún var til­nefnd til Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­anna og hlaut Viður­kenn­ingu Hag­þenkis 2016. Hann er nú að ljúka rit­un bókar um náttúru­sýn í ís­lenskri sagna­list frá land­námi til siða­skipta.
    Viðar hefur verið virk­ur í bar­áttu um náttúru­vernd í áratugi.
Aðgangseyrir er 2000 krónur og greitt er við inn­ganginn. Tek­ið er við öll­um helstu greiðslu­kortum.
Hér má nálgast vetrardagskrá í Listasafn Sigurjóns 2024
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • 17:48 4.1.2024 LSO(at)LSO.is