Suðrænir gítartónar!
Feðgarnir Símon H. Ívarsson og Ívar
Símonarson gítarleikarar flytja
fjölbreytta Flamenco-gítartónlist í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöldið 7. október
kl. 20:00.
Hin ýmsu form Flamenco tónlistarinnar verða
kynnt fyrir áheyrendum: Rondeña, Soleares,
Bulerias, Rumba, Farruca og Tango. Heyra má
áhrif ýmissa héraða á Spáni, allt
frá Andalúsíu í suðri til Galicíu
í norðri og einnig frá SuðurAmeríku.
Á efnisskránni eru tónverk eftir nokkra fremstu
snillinga þessarar tónlistar, svo sem Juan
Martín, Paco de Lucia og Paco Martinez, en einnig flytja þeir feðgar
Flamencoverk eftir Símon.
Símon H. Ívarsson hóf gítarnám hjá
Gunnari H. Jónssyni við Tónskóla Sigursveins
D. Kristinssonar. Vorið 1975 lauk hann fullnaðarprófi
þaðan og fór um haustið til framhaldsnáms við
Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Vínarborg
hjá Karl Scheit prófessor. Hann lauk þaðan
einleikaraprófi vorið 1980. Einnig hefur hann sótt
námskeið til Spánar, Ítalíu, Sviss,
Austurríkis og fleiri landa og meðal kennara hans þar voru José
Tomás, Mario Gangi, Andrés Batista, Manuel Barrueco, Timo Korhonen, Oscar Ghiglia
og David Russel. Símon hefur sérhæft sig í
Flamencotónlist og sótt Spán heim, sérstaklega í
þeim tilgangi að kynna sér og nema þá tónlist.
Símon hefur haldið fjölda tónleika, bæði
hér heima og erlendis, og komið fram í útvarpi
og sjónvarpi. Þá hefur hann stjórnað
útvarpsþáttum um gítar og
gítartónlist. Hann starfaði um skeið sem
gítarkennari við Tónlistarskólann
í Luzern í Sviss en auk tónlistarflutnings hefur
hann lengst af kennt við Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar og Listaskóla Mosfellsbæjar.
Ívar Símonarson hefur starfað sem
gítarleikari og gítarkennari í fjölda
mörg ár. Í grunninn er hann klassískt menntaður
gítarleikari, en hefur einnig spilað annars konar
tónlist, þá helst með söngkonunni
Ástrúnu en þau gáfu út plötuna
Sandkorn fyrir nokkrum árum með frumsömdum
lögum Ástrúnar. Ívar hefur einnig lagt
stund á Flamenco gítarleik og farið námsferðir
til Spánar í þeim tilgangi að tileinka sér
tækni og hljóðheim þeirrar
tónlistarhefðar. Þá hefur hann sótt
námskeið hjá mörgum frambærilegum
gítarleikurum. Ívar kennir gítarleik við
Listaskóla Mosfellsbæjar en hefur einnig kennt
við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og
Tónlistarskólann í Grafarvogi.
Aðgangseyrir að tónleikunum eru 2.500 kr. greitt við innganginn.
Tekið er við öllum helstu greiðslukortum. |
Sounds of the Spanish Guitar
in Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday October 7th at 8pm
Father and son − guitarists Símon H.
Ívarsson and Ívar Símonarson
− play a variety of Flamenco music
that draws influences from the Spanish regions of Andalusia in
the south, to Galicia in the north, and also from South America.
Símon H. Ívarsson received a diploma from the Sigursveinn D.
Kristinsson Music School in Reykjavík and completed his
soloist examination at the Hochshule für Musik und
Darstellende Kunst in Vienna, where his main teacher was Karl Scheit.
He has attended numerous music seminars, including
courses in Spain, Italy, Switzerland and Austria. His specialization is
the Flamenco music and he has visited Spain frequently in
order to further his knowledge in that genre.
Simon taught for a while at the Lucerne School of Music in
Switzerland, but returned to Iceland to teach at music schools
in the capital area. He is very active as a concert player, appearing both in Iceland and
abroad. He has performed frequently on radio and television where he also has made
programs on the guitar and its music.
Ívar Símonarson has been very active as a guitarist and
teacher for many years. Trained as a classical guitarist, he has also
explored other musical styles, most notably in
collaboration with the singer Ástrún. Together
they released the album Sandkorn some years ago, featuring
Ástrún’s original songs. Ívar has a strong
interest in Flamenco guitar music and has traveled to Spain to study
its techniques and immerse himself in that rich musical tradition.
Over the years, he has also taken part in workshops with many
distinguished guitarists. Today, he teaches the guitar at
Listaskóli Mosfellsbæjar.
Admissison 2.500 ISK at the enteance. All major credit cards accepted.
Í Listasafninu stendur nú sýningin Augliti til auglitis −
með portrettum Sigurjóns
Frá 4. október til 30. nóvember 2025 er safnið
opið á laugardögum og sunnudögum milli klukkan 13 og
17. Í desember og janúar er safnið lokað.
Það opnar aftur á safnanótt 6. febrúar
2026 og er opið um helgar sem fyrr til 17. maí, nema um
páskahelgina, 4. og 5. apríl þá er lokað.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
• Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 •
LSO(at)LSO.is
|
|