Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 02.10.25 − English below
Smellið hér til að skoða í vafra


Suðrænir gítartónar!



Feðg­arn­ir Símon H. Ívars­son og Ívar Símonar­son gítar­leik­ar­ar flytja fjöl­breytta Flam­enco-gítar­tónlist í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar þriðju­­dags­kvöld­ið 7. október kl. 20:00.

Hin ýmsu form Flam­enco­ tón­list­ar­innar verða kynnt fyrir áheyr­end­um: Rond­eña, Sole­ares, Bulerias, Rumba, Farruca og Tango. Heyra má áhrif ým­issa hér­aða á Spáni, allt frá Anda­lúsíu í suðri til Gal­­icíu í norðri og einn­ig frá Suður­Ameríku.

Á efnis­skránni eru tón­verk eftir nokkra fremstu snill­inga þess­ar­ar tón­list­ar, svo sem Juan Martín, Paco de Lucia og Paco Martinez, en einnig flytja þeir feðgar Flam­enco­­verk eftir Símon.

Símon H. Ívars­son hóf gítar­nám hjá Gunn­ari H. Jóns­syni við Tón­­skóla Sigur­sveins D. Krist­ins­son­ar. Vorið 1975 lauk hann fullnaðar­prófi þaðan og fór um haustið til fram­halds­náms við Hoch­schule für Musik und dar­stell­ende Kunst í Vínar­borg hjá Karl Scheit próf­essor. Hann lauk það­an ein­leikara­prófi vorið 1980. Einn­ig hefur hann sótt nám­skeið til Spán­ar, Ítalíu, Sviss, Austur­ríkis og fleiri landa og meðal kennara hans þar voru José Tomás, Mario Gangi, Andrés Batista, Manuel Barrueco, Timo Korhonen, Oscar Ghiglia og David Russel. Símon hefur sér­hæft sig í Flam­enco­tónlist og sótt Spán heim, sérstaklega í þeim til­gangi að kynna sér og nema þá tón­list.
    Símon hefur haldið fjölda tón­leika, bæði hér heima og er­lend­is, og kom­ið fram í út­varpi og sjón­varpi. Þá hefur hann stjórn­að út­varps­þátt­um um gítar og gítar­tón­list. Hann starf­aði um skeið sem gítar­­kenn­­ari við Tón­listar­skól­ann í Luz­ern í Sviss en auk tón­listar­flutn­ings hef­ur hann lengst af kennt við Tón­­skóla Sigur­­sveins D. Krist­ins­son­ar og Lista­skóla Mos­fells­bæjar.

Ívar Sím­onar­son hef­ur starf­að sem gítar­leik­ari og gítar­kenn­ari í fjölda mörg ár. Í grunn­inn er hann klass­ísk­t menntaður gítar­­leikari, en hef­ur einn­ig spilað ann­ars konar tón­list, þá helst með söng­kon­unni Ást­rúnu en þau gáfu út plöt­una Sand­korn fyrir nokkr­um ár­um með frum­sömd­um lög­um Ást­rún­ar. Ívar hefur einn­ig lagt stund á Flam­enco gítar­leik og farið náms­ferð­ir til Spán­ar í þeim til­gangi að til­einka sér tækni og hljóð­heim þeirr­ar tón­listar­hefð­ar. Þá hefur hann sótt nám­skeið hjá mörg­um fram­bæri­leg­um gítar­leik­ur­um. Ívar kennir gítar­leik við Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar en hef­ur einn­ig kennt við Tón­skóla Sigur­sveins D. Kristinssonar og Tón­listar­skól­ann í Grafar­vogi.

Aðgangseyrir að tónleikunum eru 2.500 kr. greitt við innganginn.
Tekið er við öllum helstu greiðslukortum.

Sounds of the Span­ish Guitar
in Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday October 7th at  8pm

Fath­er and son − guitar­ists Símon H. Ívars­son and Ívar Sím­onar­son − play a var­iety of Flam­enco mus­ic that draws in­flu­enc­es from the Span­ish reg­ions of Anda­lusia in the south, to Gal­icia in the north, and also from South America.

Símon H. Ívars­son received a diploma from the Sigur­sveinn D. Kristins­son Music School in Reykja­vík and com­plet­ed his solo­ist ex­amina­tion at the Hoch­shule für Musik und Dar­stell­ende Kunst in Vienna, where his main teacher was Karl Scheit. He has at­tend­ed num­ero­us music sem­inars, in­clud­ing cours­es in Spain, Italy, Switzer­land and Austria. His specialization is the Flam­enco music and he has visited Spain frequently in order to further his knowl­edge in that genre.
    Simon taught for a while at the Luc­erne School of Music in Switz­er­land, but re­turn­ed to Ice­land to teach at music schools in the capital area. He is very active as a concert player, appearing both in Iceland and abroad. He has performed frequently on radio and television where he also has made programs on the guitar and its music.

Ívar Símonarson has been very act­ive as a guitar­ist and teach­er for many years. Train­ed as a clas­sical guitar­ist, he has also ex­plor­ed other mus­ical styl­es, most not­ably in col­labora­tion with the sing­er Ást­rún. Togeth­er they re­leas­ed the album Sand­korn some years ago, featur­ing Ást­rún’s orig­inal songs. Ívar has a strong int­er­est in Flam­enco guitar music and has travel­ed to Spain to study its techn­iques and im­merse him­self in that rich mus­ical tradi­tion. Over the years, he has also taken part in work­shops with many dist­ingu­ish­ed guitar­ists. Today, he teach­es the guitar at Lista­skóli Mos­fells­bæj­ar.

Admissison 2.500 ISK at the enteance. All major credit cards accepted.

Í Listasafninu stendur nú sýningin Augliti til auglitis − með portrettum Sigurjóns
Frá 4. október til 30. nóvemb­er 2025 er safn­ið opið á laugar­dög­um og sunnu­dög­um milli klukkan 13 og 17. Í des­emb­er og janú­ar er safn­ið lok­að. Það opn­ar aft­ur á safna­nótt 6. febrú­ar 2026 og er opið um helg­ar sem fyrr til 17. maí, nema um páska­helg­ina, 4. og 5. apríl þá er lokað.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is