Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Birgitta Spur
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Sunnudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns

„Söngvar kvölds og morgna“

Tónleikasíðan er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.
Landsvirkjun, Glitnir og Tónlistarsjóður styrkja Sumartónleika í Listasafni Sigurjóns.

Listasafn Sigurjóns
sunnudagskvöld 29. júlí 2007 kl. 20:30
Miðasala við innganginn, hægt er að panta miða í safninu (553 2906)
Aðgangseyrir kr. 1500

Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík.
Sunday evening, July, 29th 2007 at 20:30
Admission ISK 1500 - at the entrance.

How to get there

Þóra, Björn og Anna Áslaug
Smellið á myndina til að fá prenthæfa mynd


Nánari upplýsingar um tónleikana veita
Þóra Einarsdóttir í síma 897 4052
Björn Jónsson
í síma 898 1994 og
Anna Áslaug í síma 864 9644
 

 

Aukatónleikar í Listasafni Sigurjóns næsta sunnudag klukkan 20:30

Söngvar kvölds og morgna. Þóra Einarsdóttir sópran, Björn Jónsson tenór og Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari flytja tónverk eftir Robert Schumann, Richard Strauss og Edward Grieg.


Þóra Einarsdóttir nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Guildhall School of Music and Drama hjá Lauru Sarti prófessor. Að loknu námi kom hún fyrst fram opinberlega við Glyndebourne Festival Opera aðeins 23 ára gömul í hlutverkinu Mirror í The Second Mrs. Kong eftir Sir Harrison Birtwistle en frumraun hennar á sviði var í Rigoletto í Íslensku Óperunni fimm árum áður. Auk Íslensku Óperunnar hefur hún sungið við English National Opera, Opera North í Leeds, Tónlistarleikhúsið í Malmö og Óperurnar í Lausanne, Mannheim, Nürnberg, Darmstadt og Wiesbaden. Hlutverk Þóru á óperusviði eru orðin á fjórða tug og spanna vítt svið frá Rameau til Birtwistle en þó með sérstakri áherslu á Mozart. Um þessar mundir syngur hún hluverk Paminu í Töfraflautunni og Ílíu í Ídómeneó eftir Mozart og hlutverk Kleópötru í óperunni Júlíus Sesar eftir Händel.
      Þóra hefur jafnframt lagt áherslu á ljóðasöng og kirkjutónlist og hefur oft komið fram á tónleikum á Íslandi og víða um Norðurlönd, einnig í Eistlandi, Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi, Sviss, Englandi og Bandaríkjunum.

Björn Jónsson nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og lauk síðan námi frá tónlistarháskólunum Trinity College of Music og Guildhall School of Music and Drama í London. Að útskrift lokinni sótti Björn einkatíma hjá Franco Corelli og Katiu Ricciarelli á Ítalíu. Björn kom fyrst opinberlega fram í hlutverki Normannos í óperunni Lucia di Lammermoor 25 ára gamall og hefur síðar sungið við Íslensku óperuna, óperuna í Malmö og við sumaróperurnar í Desenzano á Ítalíu og Zwingenberg í Þýskalandi. Jafnframt óperusöng hefur Björn komið fram sem einsöngvari í kirkjulegum verkum meðal annars með Kór Langholtskirkju og Bach-kórnum í Osló. Hann hefur einnig sungið á hefðbundum tónleikum víða, meðal annars Palau de Musica í Barcelóna.
      Björn býr í Reykjavík og í Wiesbaden í Þýskalandi og leggur stund á rannsóknir á rekstri og stjórnun óperuhúsa og hefur birt greinar í íslensk dagblöð og tímarit um um viðskipti og efnahagsmál.

Anna Áslaug Ragnarsdóttir hóf tónlistarnám sitt við Tónlistarskóla Ísafjarðar og nam síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík. Að loknu einleikaraprófi þar fór hún til framhaldsnáms til Bretlands, Ítalíu og Þýskalands. Anna Áslaug hefur komið fram sem píanóleikari í ýmsum löndum Evrópu og Ameríku. Á Íslandi hefur hún oft leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, haldið einleikstónleika víðs vegar um landið, meðal annars á vegum Myrkra músíkdaga, Norrænna Músíkdaga, Tíbrár og Tónlistarfélaganna í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri. Hún hefur leikið inn á upptökur fyrir Ríkisútvarpið og Sjónvarpið. Íslensk Tónverkamiðstöð hefur gefið út hljómplötu þar sem hún leikur verk íslenskra höfunda. Á síðari árum hefur hún einnig verið meðleikari með ljóðasöng og kammertónlist og m.a. komið fram með Kammermúsíkklúbbnum í Reykjavík. Anna Áslaug er búsett í München og Reykjavík.


English:

Sunday concert at Sigurjón Ólafsson Museum Reykjavík

Songs of Evenings and Mornings

Þóra Einarsdóttir sopano, Björn Jónsson tenor and Anna Áslaug Ragnarsdóttir piano, perform works by Robert Schumann, Richard Strauss and Edward Grieg.

Sunday July 29th at 20:30.
Admission 1500 ISK

Þóra Einarsdóttir studied at the Reykjavík School of Singing with Ólöf Kolbrún Harðardóttir and at the Guildhall School of Music and Drama with Professor Laura Sarti. Her international debut was at age 23 with the Glyndebourne Festival Opera in the role of Mirror in The Second Mrs. Kong by Sir Harrison Birtwistle, but her national opera debut was five years earlier in Rigoletto with the Icelandic Opera. She has performed with the English National Opera, the Opera North in Leeds, the Malmö Opera and the Operas in Lausanne, Mannheim, Nürnberg, Darmstadt and Wiesbaden. Einarsdóttir’s vast variety of roles include operas from Rameau to Birtwistle with special emphasis on Mozart operas. Her most recent roles are Pamina in The Magic Flute, Ilia in Idomeneo by Mozart and Cleopatra in Händel’s Giulio Cesare.
        Einarsdóttir is active as a concert soloist and performer of church music. She has given recitals in Iceland and Scandinavia and also in Estonia, Germany, Belgium, France, Switzerland, England and the USA.

Björn Jónsson studied at the Reykjavík School of Singing with Ólöf Kolbrún Harðardóttir and graduated from the Trinity College of Music and the Guildhall School of Music and Drama in London. He furthered his studies with Franco Corelli and Katia Ricciarelli in Italy. Jónsson made his debut in the role of Normanno in Lucia di Lammermoor at the age of 25. Since then, he has appeared with the Icelandic Opera, the Malmö Opera and the summer festivals in Desenzano in Italy and Zwingenberg in Germany.
Jónsson also performs concert repertoire, recently he gave a concert in Palau de Musica in Barcelona, and sings sacred music, e.g. with the Langholtskirkja Church Choir and The Oslo Bach Choir.
        Presently Björn lives in Reykjavík and Wiesbaden, where he is conducting research on management and leadership in opera houses. He has published articles on the subject in Icelandic newspapers.

Anna Áslaug Ragnarsdóttir began her studies at the Music School in Ísafjörður, her home town in Iceland, and later moved on to the Reykjavík College of Music. After finishing her diploma in Iceland she furthered her studies in the UK, Italy and Germany. Ragnarsdóttir has performed in various countries in Europe and America. In Iceland alone she has appeared as a soloist with the Iceland Symphony Orchestra several times and played numerous recitals all around the country. She has recorded for the Icelandic National Broadcasting Service and the Iceland Music Information Centre, and has released a CD where she performs works by Icelandic composers. She lives in Munich and Reykjavík.


fréttatilkynningu lokið / end of release