Fréttatilkynning:

Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2008

Steinunn og Sofia

„Vínarsöngvar“ - Steinunn Soffía Skjenstad sópran og Sofia Wilkman píanó - ţriđjudaginn 22. júlí kl. 20:30


Sumartónleikaröđ Listasafns Sigurjóns Ólafssonar er farin af stađ viđ afbragđs góđar viđtökur. Síđastliđin tvö ţriđjudagskvöld var húsfyllir á tónleikunum, sem haldir eru í ađalsal safnsins, ţar sem áđur var vinnustofa myndhöggvarans. Á ţriđju tónleikum rađarinnar flytja Steinunn Soffía Skjenstad sópransöngkona og Sofia Wilkman píanóleikari Vínarsöngva og ljóđ.

Á efnisskrá Steinunnar og Sofiu á tónleikunum á ţriđjudaginn eru međal annas sönglög eftir Franz Schubert viđ ljóđ Goethes, lög úr ljóđaflokknum Des Knaben Wunderhorn eftir Gustav Mahler og sönglög eftir Richard Strauss.

Steinunn og Sofia eru báđar fćddar áriđ 1983 og kynntust í Síbelíusarakademíunni í Helsinki. Ţćr hafa unniđ saman í rúm tvö ár og í október 2007 hlutu ţćr fyrstu verđlaun í ljóđasöngsflokki Erkki Melartin kammertónlistarkeppninnar í Savonlinna í Finnlandi.

Steinunn Soffía Skjenstad lýkur mastersgráđu í söng frá Síbelíusarakademíunni í Helsinki í sumar en hefur stundađ tónlistarnám frá ţví hún hóf ađ lćra á fiđlu 6 ára gömul. Hún stundađi söngnám viđ Listaháskóla Íslands hjá Elísabetu Erlingsdóttur, en hefur einnig sótt námskeiđ m.a. hjá Udo Reinemann, Elly Ameling og Julius Drake. Steinunn fór međ hlutverk Fiordiligi í Cosě fan tutte eftir W.A. Mozart í Óperustúdíói Íslensku Óperunnar í vor.

Finnski píanistinn Sofia Wilkman stundar framhaldsnám viđ Síbelíusarakademíuna í Helsinki ţar sem ađalkennarar hennar eru Teppo Koivisto og Ilmo Ranta. Sofia hefur í námi sínu lagt sérstaka áherslu á flutning kammer- og ljóđasöngstónlistar og komiđ víđa fram á tónleikum í Finnlandi međ Wellentríóinu, píanótríói sem hún hefur leikiđ međ síđan 2003 og hlaut Kees Wiebenga-verđlaunin sem besti flytjandi á Kammertónlistarhátíđinni í Kuhmo sumariđ 2006.


Hćgt er ađ ná í Steinunni Soffíu í símum 552-5570 og 692 6209 vegna viđtals og myndatöku.

Prenthćf ljósmynd af tónlistarfólkinu: http://www.lso.is/tonl/08-07-22-SS.jpg
Heildardagskrá sumartónleikanna: http://www.lso.is/tonl_i.htm

Ábyrgđarmađur fréttatilkynningar:
Steinunn Ţórhallsdóttir,
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar,
sími 553 2906
www.lso.is