Ábyrgðarmaður:
Birgitta Spur
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími
553-2906 netfang: LSO@LSO.IS
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, sunnudaginn 2. nóvember kl. 17:00 Sigurjón Ólafsson Museum, Reykjavík Sunday, November 2nd at 17:00 How to get there |
![]() Alexandra Chernyshova |
![]() Alexandra Chernyshova |
Hér er hægt að krækja í prenthæfar myndir: (1) (2)
Nánari upplýsingar veitir Birgitta Spur í síma 553 2906. Einnig má hafa samband við Listasafnið í tölvupósti LSO@LSO.IS |
Sunnudaginn 2. nóvember kl. 17:00 verða haldnir ljóðatónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Úkraínska sópransöngkonan Alexandra Chernyshova flytur ljóðatónlist eftir Sergei Rachmaninov, P. Tchaikovsky og fleiri rússnesk tónskáld við píanóundirleik Tom R. Higgerson.
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona kynnir og les þýðingar ljóðanna og Árni Bergmann mun lesa perlur úr rússneskum bókmenntum.
Alexandra Chernyshova býr í Skagafirði þar sem hún rekur eigin söngskóla. Hún stofnaði Óperu Skagafjarðar sem setti upp La Traviata á síðasta ári. Eftir áramótin mun Ópera Skagafjarðar setja upp óperuna Rigoletta eftir G. Verdi.
Alexandra er fædd í Kiev, Úkraínu
árið 1979. Hún lauk tónlistarskóla, píanónámi, árið 1993. Þaðan fór hún í
söngnám í tónlistarháskólanum Glier í Kiev, því námi lauk árið 1998. Frá árinu
1998 til 2000 söng hún sem einsöngvari með Úkraínsku sinfóníuhljómsveitinni í
útvarpi í Kiev. Í apríl, árið 2002, var Alexandra valin besta nýja óperuröddin í
keppninni “Nýtt nafn í Úkraínu”. Síðar það ár tók hún þátt í alþjóðlegri keppni
óperusöngvara í Grikklandi, Rhodes og hafnaði þar í fjórða sæti, yngst keppenda.
Frá árinu 1999 til 2003 stundaði Alexandra söngnám í tónlistarakademíunni
Nezdanova, Odessu / Úkraínu, kennari hennar þar og um leið yfirkennari
söngdeildar var prófessor Galina Polivanova. Á þessum árum hefur hún sungið m.a.
í óperustúdíóinu í Odessa með sinfóníuhljómsveit. Frá janúar 2003 var Alexandra
fastráðin sem einsöngvari í óperunni í Kiev. Samhliða því starfið hún sem
einsöngvari með frægum landskarlakór í Úkraínu, Boyan.
Í lok október 2003 fluttist Alexandra til Íslands. Frá febrúar 2004 til apríl hélt Alexandra fjóra tónleika með píanóleikaranum Gróu Hreinsdóttur sem báru heitið Söngvalind í Reykjanesbæ, Þorlákshöfn, Garðabæ og Salnum í Kópavogi. Viðtökur voru mjög góðar og mikil ánægja var með flutning og dagskrá þeirra, m.a. hafði Ríkharður Örn tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins þetta að segja um söng Alexöndru “Í rödd söngkonunnar birtist í senn fágætt og fallegt hljóðfæri....”
Alexandra hélt einnig tónleika í
Duus, Keflavík 16. júní, með Ingveldi Ýr Jónsdóttur þar sem að áherslan var á
sjálfstæði beggja þjóðanna, heiti tónleikanna var Sjálfstæði/Söngur/Stolt.
Tónlistargagnrýnandinn Jónas Sen hafði ýmislegt jákvætt að segja um Alexöndru og
hennar flutning. “Chernyshova, sem hefur verið búsett hér á landi síðan í haust
(skrifað 2004), hóf dagskrána og sýndi strax að hún hefur kraftmikla og
hljómfagra rödd”.
Alexandra gaf út sinn fyrsta
geisladisk árið 2006, í kjölfarið hélt hún nokkra tónleika til að kynna diskinn.
Eftir tónleikana í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit kom tónlistargagnrýni frá Jóni
Hlöðveri “Strax í öðru laginu, aríu Músettu úr La Boheme, greip þessi tæra,
fallega og háa rödd mig sterkum tökum og hún hélt þeim til loka tónleikanna. Þó
með þeirri undantekningu að arían úr 68. kantötu J.S. Bach fannst mér ekki skila
sér sem skyldi. Kóloratúrflúrið í valsi Láru úr óperunni Rómeó og Júlíu eftir
Gounod flaug hratt og ljúft um hlustir mínar. Lög Rachmaninoffs og sér í lagi
alþýðulagið frá Úkraínu, sem hún flutti næstsíðast á efnisskránni, voru
undurnæmt og fallega flutt. Allt féll svo á besta veg þegar Alexandra og Thomas
löðuðu í lokin fram þá einstöku töfra, sem búa í lagi Gershwins um sumartímann.
Svo sannarlega falleg kveðja á þriðja degi á sumri. Jón Hlöðver Áskelsson,
Morgunblaðið (tónlistargagnrýni, þriðjudaginn 25. apríl 2006)