Meistarar Formsins

Sýning á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 31. ágúst til 28. september 2003.

Kennsluefni fyrir grunnskólanemendur

Sýningin Meistarar formsins er einstakur viðburður. Þar er að finna frumverk eftir marga af fremstu myndhöggvurum Evrópu á 20. öld. Á þessu tímabili urðu miklar breytingar á viðfangsefnum og formmótun listamanna og gefa verkin á sýningunni gott yfirlit yfir þessa þróun.

Hjá myndhöggvurum 20. aldarinnar, eins og hjá mörgum forverum þeirra, var manneskjan og rými hennar eitt af aðalviðfangsefnum þeirra. En sú breyting varð á að þeir sóttu viðfangsefni sín í ríkara mæli úr hversdagsleikanum: Í stað hefðarfólks kom þvottakona og sjómaður, í stað gyðju kom dansmær. Þessa þróun má meðal annars rekja til breytinga í þjóðfélaginu, þar sem einstaklingshyggjan var að ná fótfestu og hver einstaklingur var talinn mikilvægur og átti að fá að njóta sín.

Meðfylgjandi verkefni hafa verið samin fyrir nemendur grunnskóla sem hyggja á skólaheimsókn í safnið. Hvert verkefni er í sérstöku (pdf) skjali, og er ætlast til að skólarnir prenti þau og útbýti nemendum. Kennari skipuleggur eðlilega niðurdeilingu verkefna.

Mikilvægast er að skoða listaverkin, hlýða á umfjöllun í skólaheimsókn, lesa textann á blaðinu og spyrja spurninga.

Endilega notið ímyndunaraflið!

Góða skemmtun

Verkefni 1
Verkefni 2
Verkefni 3
Verkefni 4
Verkefni 5
Verkefni 6
Verkefni 7