Fréttatilkynning um tónleika − English below

Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 18. júlí 2023 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Rebekka, Íris Björk og Ólína
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir
Íris Björk í síma 845 1651

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Sumarnætur
Tríó Frigg. Íris Björk Gunnars­dóttir sópr­an, Reb­ekka Ingi­bjarts­dótt­ir sópran og fiðla, og Ólína Áka­­dóttir píanó.
Vorleg, róman­tísk og líf­leg efnis­skrá og hafa kon­ur sam­ið öll verk­in. Þær eru Jór­unn Við­ar, Agathe Backer Grøn­dahl, Clara Schu­mann, Fanny Mendels­sohn Hensel, Lili Boul­anger, Amy Beach og Kaja Saari­aho. Text­arn­ir fjalla um fögur sumar­kvöld, róman­tík í skóg­in­um og lita­dýrð himins­ins.
Íris Björk Gunnars­dóttir hóf söng­nám 21 árs gömul við Söng­skóla Sig­urð­ar Dem­etz hjá Val­gerði Guðna­dótt­ur og síð­an Sig­rúnu Hjálm­týs­dótt­ur. Að loknu fram­halds­prófi 2017 hóf hún nám við Lista­háskóla Ís­lands und­ir leið­sögn Þóru Einars­dótt­ur, Hönnu Dóru Sturlu­dótt­ur, Krist­ins Sig­munds­son­ar, Ólaf­ar Kol­brún­ar Harðar­dótt­ur og Stuart Skelt­on. Vet­ur­inn 2019 − 20 stund­aði hún nám við Óperu­skól­ann í Stokk­hólmi, en út­skrif­að­ist frá Lista­háskól­an­um í Reykja­­vík með bakkalár­gráðu í klass­ísk­um söng í júní 2021. Hlaut hún þá styrk úr styrktar­sjóði Hall­dórs Hans­en fyrir framúr­ska­randi náms­árang­ur. Þá um haust­ið hóf Íris Björk meist­ara­nám í óperu­söng við Óperu­aka­dem­íu Lista­háskóla Óslóar.
    Íris Björk hreppti fyrsta sæti í Vox Domini söng­keppn­inni í Reykja­vík 2018 og hlaut tit­il­inn Rödd árs­ins 2018. Í lok árs 2020 bar hún sig­ur úr být­um í ár­legri keppni Sin­fóníu­hljóm­sveit­ar Ís­lands með­al ungra ein­leikara og kom fram með hljóm­sveit­inni í Eld­borg í maí 2021. Íris Björk er fast­ráð­in við Norska Óperu­húsið næsta leikár og mun syngja í fjór­um upp­færsl­um á aðal­sviði þess.

Rebekka Ingi­bjarts­dótt­ir hóf fiðlu­nám fimm ára göm­ul hjá Lilju Hjalta­dótt­ur í tón­listar­skól­an­um Allegro. Árið 2009 flutti hún til Berg­en í Nor­egi og hélt áfram að læra á fiðlu, þá hjá Brittu Skärby-Vinde­nes og Per Gisle Haagen­rud. Hún lauk stúd­ents­prófi í fiðlu­leik vorið 2015 og flutt­ist til Ós­lóar að læra tón­vís­indi við Ós­lóar­hás­kóla. Reb­ekka lauk bakkalár­gráðu í tón­vís­ind­um með við­komu í Köln og hóf nám í kór­stjórn­un við Tón­listar­há­skóla Nor­egs haust­ið 2017. Hún út­skrif­að­ist með fjög­urra ára bakka­lár­gráðu í kór­stjórn og söng frá skól­an­um vorið 2021 og stjórn­ar nú nokkr­um kór­um á Ós­lóar­svæð­inu.
    Reb­ekka kemur fram sem söngv­ari, fiðlu­leik­ari og stjórn­andi við ýmis til­efni. Í des­emb­er 2018 kom hún fram á jóla­tón­leik­um með Sissel Kyrke­bø í Hörpu og í mars 2022 stjórn­aði hún Ber­línar-Sinfóníett­unni á tón­leik­um. Síðast­lið­in tvö ár hef­ur hún boð­ið upp á sumar­nám­skeið í kór­söng í Breið­holts­kirkju sem hafa vakið mikla lukku. Hún er einn­ig hluti af þjóð­laga­dúó­inu Norðfólk sem hef­ur hlot­ið styrki til ým­issa verk­efna víðs­vegar um Nor­eg og á Ís­landi.

Ólína Ákadóttir hóf píanó­nám fjög­urra ára göm­ul í Tón­skóla Sigur­sveins D. Kristins­son­ar þar sem hún lærði hjá Þór­unni Huldu Guð­munds­dótt­ur og síð­ar hjá Svönu Víkings­dótt­ur við Mennt­askóla í Tón­list. Frá ár­inu 2021 hefur hún stund­að bakkalár­nám í Tón­listar­háskóla Nor­egs hjá Christ­opher Park.
    Ólína hef­ur verið virk í alls kyns sjálf­stæð­um verk­efn­um á sviði tón­listar. Sum­ur­in 2020 og 2021 tók hún þátt í List­hóp­um Hins húss­ins og hélt þá fjöl­marga tón­leika. Árið 2022 hélt hún, á­samt tríó­inu Stundar­ómi, í tón­leika­ferða­lag um Ís­land og Nor­eg sem var með­al ann­ars styrkt af Tón­listar­sjóði og Sumar­borg Reykja­vík­ur. Sum­ar­ið 2023 munu þau koma fram á tón­listar­hátíð­inni Seiglu í Hörpu í Reykja­vík. Ólína hefur einn­ig oft komið fram með Tríó Frigg á tón­leik­um og öðr­um uppá­kom­um víðs vegar í Noregi.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
July 18th, 2023 at 8:30 pm

Admission ISK 2500
at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Rebekka, Íris Björk and Ólína
A PDF version of the program.

Further information on this concert gives:
Rebekka>Íris Björk tel. (354) 845 1651

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Summer Nights
Tríó Frigg. Íris Björk Gunnars­dóttir sopr­ano, Reb­ekka Ingi­bjarts­dótt­ir soprano and violin and Ólína Áka­dóttir piano.
The pro­gram is rom­ant­ic, live­ly and in­spir­ed by the bloom­ing of the spring. All of the songs are com­po­sed by women, in­clud­ing Jór­unn Við­ar, Agathe Backer Grøn­dahl, Clara Schu­mann, Fanny Mendels­sohn Hens­el, Lili Boul­ang­er, Amy Beach and Kaja Saariaho. The songs are about the beauti­ful even­ings of spring and summer, rom­ance in the for­est and the color­ful skies.
Íris Björk Gunnarsdóttir soprano began her sing­ing stud­ies at the age of 21 at the Sig­urð­ur Dem­etz School of Sing­ing, with Val­gerð­ur Guðna­dótt­ir and Sig­rún Hjálm­týs­dótt­ir (Diddú) as her teach­ers. After grad­uat­ing in 2017 she start­ed her bach­elor stud­ies at Ice­land Uni­ver­sity of the Arts with teach­ers Þóra Einars­dótt­ir, Hanna Dóra Sturlu­dótt­ir, Krist­inn Sig­munds­son, Ólöf Kol­brún Harðar­dótt­ir and Stuart Skelton, from which she grad­uat­ed in 2021 after also study­ing one winter at the Stock­holm Uni­vers­ity Col­lege of Opera. The last two years she has been studying with the Oslo Opera Aca­demy.
    Íris Björk was one of the winn­ers of the Iceland Symp­hony Orch­estra‘s ann­ual com­pet­it­ion Young Solo­ists and con­sequent­ly per­form­ed in a con­cert with the or­chestra in the Eld­borg Mus­ic hall in May 2021. Recent­ly Íris Björk has sign­ed a con­tract with the Nor­weg­ian Opera in Oslo to per­form there full time, and sing the roles in four of their pro­duct­ions on the main stage during their next season.

Rebekka Ingibjarts­dóttir start­ed playing the viol­in five years old with Lilja Hjalta­dótt­ir at the Al­legro Suz­uki School in Reykja­vík. In 2009 she mov­ed to Berg­en, Nor­way, and con­tinu­ed her viol­in stud­ies with Britta Skärby-Vinde­nes and Per Gisle Haagen­rud. After grad­uat­ing from the mus­ic depart­ment of the Lang­haug­en high-s­chool in Berg­en in 2015 she mov­ed to the capital to study at the Uni­ver­sity of Oslo. There she com­plet­ed her Bach­elor de­gree in music­ology, with an Erasmus+ ex­change program in Col­ogne, and en­rol­led at the Nor­weg­ian Aca­demy of Music in 2017. She gradu­at­ed from there with a four-year Bach­elor de­gree in cho­ral con­duct­ing and vocal per­formance in the spring of 2021. Cur­rently she con­ducts sev­eral choirs in the Oslo area.
    Rebekka fre­quently per­forms as a singer, violinist and con­ductor on vari­ous oc­cas­ions. In Dec­emb­er 2018 she per­form­ed at a Christ­mas con­cert with Sissel Kyrke­bø in Harpa Con­cert Hall, Reykjavík and in March 2022 she con­duct­ed the Berlin Sinfonietta. In the last two years, she has given­ summer cours­es in choral sing­ing in Breið­holt Church, which have been very popul­ar. She is a member of the folk duo Norðfólk, which has re­ceiv­ed grants for vari­ous pro­jects across Norway and Iceland.

Ólína Ákadóttir began her piano studies at the age of four, with Þór­unn Hulda Guð­munds­dótt­ir at Sigur­svein D. Kristins­son Music School in Reykja­vík. In 2017, she began her piano per­form­ance studies at the Reykja­vík Col­lege of Music with Svana Víkings­dótt­ir. Currently she is at her second year of Bachelor studies in piano per­form­ance at the Nor­weg­ian Aca­demy of Mus­ic in Oslo with Christopher Park.
    Ólína is act­ive in mis­cel­lane­ous music pro­­jects. Dur­ing the sum­mers of 2020 and 2021 she took part in the young art­ists re­sid­ency at the Hitt Húsið in Reykja­vík giv­ing numer­ous re­cit­als. Togeth­er with the trio Stundar­ómur she tour­ed Ice­land and Nor­way last year, a pro­ject spons­or­ed by the Ice­land­ic Music Fund and Reykja­vík Sumar­borg Fund. This summ­er the trio will per­form at the mus­ic fest­ival Seigla in Harpa Con­cert Hall in Reykjavík. Ólína has also been act­ive per­form­ing with Tríó Frigg at con­certs and ev­ents across Nor­way as well as par­ticip­at­ing at vari­ous music festi­vals and com­petit­ions.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release