Fréttatilkynning um tónleika − English below


Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 25. júlí 2023 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Ragnheiður og Eva Þyri
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Ragnheiður í síma 616 7972

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Tuttugu sönglög frá tuttugustu öld
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmars­dóttir píanó.
Á efnis­skránni eru Söngv­ar Ófelíu eftir Ric­hard Strauss, I hate music! eftir Leon­ard Bern­stein, Fjög­ur söng­lög Arn­olds Schön­berg og lög úr ljóða­flokkn­um Sieb­en frühe Lied­er eftir Alban Berg. Einn­ig söng­lög eftir Lili Boul­anger, Re­becca Clarke, Jó­hann G. Jó­hanns­son og Hugo Alfvén.
Ragnheiður Ing­unn Jóhanns­dótt­ir út­skrif­að­ist frá Lista­háskóla Ís­lands vorið 2021 með tvö­falda bakka­lár­gráðu í fiðlu­leik og söng með hljóm­sveitar­stjórn sem auka­fag. Í vor lauk hún meistara­námi í söng við Konung­lega tón­listar­háskól­ann í Stokk­hólmi. Hún söng og stjórn­aði kammer­sveit á tón­leik­un­um Hvað syng­ur í stjórn­and­an­um? á síðustu Óperu­dög­um og frum­flutti þrjú verk, sem samin voru fyrir til­efn­ið. Hún vann í söng­keppn­inni Vox Domini vorið 2022, söng ein­söngs­hlutverk­ið í fjórðu sin­fón­íu Mahlers með Sin­fóníu­hljóm­sveit unga fólks­ins í mars og kom fram á tón­leik­un­um Ungir ein­leik­ar­ar með Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands í maí.
    Vorið 2022 var Ragn­heiður ein sex ungra hljóm­sveitar­stjóra sem vald­ir voru til tveggja ára náms við al­þjóð­legu Malko hljóm­sveitar­stjóra­aka­demí­una í Kaup­manna­höfn. Sem fiðlu­leik­ari hef­ur hún leik­ið ein­leik með Sin­fóníu­hljóm­sveit MÍT, gegnt stöðu kon­sert­meist­ara Ung­sveit­ar SÍ, Ung­fón­íunn­ar og Sin­fóníu­hljóm­sveit­ar MÍT og leik­ið í Orkester Norden og Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands. Ragn­heið­ur var val­in bjart­asta von­in á Ís­lensku tón­listar­verð­laun­un­um 2023.

Eva Þyri Hilmarsdóttir lauk prófum frá Tónlistarskólanum í Reykja­vík, Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum, og The Royal Academy of Music í London, en þaðan út­skrif­aðist hún með hæstu einkunn, hlaut heiðursnafnbótina DipRAM og The Christ­ian Carpenter Piano Prize fyrir fram­úr­skar­andi lokatón­leika. Helstu kenn­arar hennar voru Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Halldór Haralds­son, John Damgård og Michael Dussek.
    Auk fjölda einleikstónleika hefur Eva Þyri komið fram sem ein­leikari með hljómsveit og tekið þátt í frumflutningi íslenskra og erlendra verka, meðal annars á hátíðunum Myrkum Músíkdögum, Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival í Berlín, Young Com­pos­ers Symposium í London og Óperudögum í Reykjavík. Hún lék einnig á yfir hundrað tónleikum í tónleikaröðinni Pearls of Ice­land­ic Song í Hörpu sem var tileinkuð íslenskum söng­lög­um. Í desember 2018 gaf hún út, ásamt Erlu Dóru Vogler, geisla­disk með sönglögum Jórunnar Viðar, í tilefni 100 ára afmælis henn­ar, og hlaut hann til tilnefningu til Íslensku tónlistar­verðlaun­anna sem plata ársins 2018.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
July 25th, 2023 at 8:30 pm

Admission ISK 2500
at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Ragnheiður and Eva Þyri
A PDF version of the program.

Further information on this concert gives:
Ragnheiður tel. (354) 616 7972

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Twenty songs from the Twentieth Century
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir soprano and Eva Þyri Hilmarsdóttir piano.
The por­gram in­clud­es Drei Lider der Ophel­ia by R. Strauss, I hate Music! by L. Bern­stein, A. Schön­berg’s Vier Lied­er, and songs from A. Berg’s Sieb­en frühe Lied­er. Also songs by Lili Boul­anger, Reb­ecca Clarke, Jó­hann G. Jó­hanns­son and Hugo Alfvén.
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir graduate­d from the Ice­land Univer­sity of the Arts in 2021 with a double bachelor's de­gree in violin and vocal per­form­ance, with orchestral conduct­ing as an extra subj­ect. This spring she grad­uat­ed with a master's degree in vocal perf­orm­ance from the Royal Aca­demy of Mus­ic in Stock­holm. Last year she per­form­ed as a solo singer and the conductor at the con­cert Soprano takes the Baton at the Reykjavík Opera Days. Fol­low­ing that, she was award­ed the rising star prize as the Brightest Hope in Icelandic Music at the Icelandic Music Awards 2023.
    In Reykjavík, she won the classical singing competition Vox Domini in 2022 and was named Voice of the Year. This spring she sang in Mahler’s 4th Symphony with the Iceland Youth Symphony and sang and conducted the Iceland Symphony Orchestra, after winning the orchestra’s soloist competition. She was one of six students accepted into the Malko International Conducting Academy in Copenhagen where she studies until the summer of 2024. As a violinist she has played in the Iceland Symphony Orchestra and appeared as soloist and concertmaster with youth orchestras.

Eva Þyri Hilmarsdóttir studied at the Reykjavík College of Music, the Royal Academy of Music in Aarhus and the Royal Academy of Music in London. There, she graduated with Distinction, and was awarded a DipRAM and the Christian Carpenter Piano Prize for an outstanding final recital. Her teachers were Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Halldór Haraldsson, Prof. John Damgård and Michael Dussek. Aside from giving solo recitals, Eva Þyri takes an avid interest in chamber music and Lied and has given numerous first performances of Icelandic and foreign compositions, appearing in festivals such as Dark Music Days in Reykjavík, Ung Nordisk Musik, Young Euro Classic Festival in Berlin, Young Composers Symposium, London and Opera Days in Reykjavík. She also participated in over one hundred recitals dedicated to Icelandic music in the series Pearls of Icelandic Song in Harpa concert house.
    In December 2018 she and Erla Dóra Vogler, mezzo-soprano, released a CD with works for solo voice and piano by Jórunn Viðar, in celebration of her 100th birthday. The CD was nominated as the Album of the Year at the Icelandic Music Award.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release