Fréttatilkynning um tónleika − English below

Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar

Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 15. ágúst 2023 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2500
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Freyr, Hlíf, Martin og Þórdís Gerður
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Flautukvartettar Mozarts
Freyr Sigurjónsson flauta, Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla, Martin Frewer víóla og Þórdís Gerður Jónsdóttir selló.
    Flutt­ir verða all­ir fjór­ir flautu­kvart­ett­ar Moz­arts, en þrjá þeirra samdi hann í Mann­heim vet­ur­inn 1777−78, og hinn fjórða ára­tug síð­ar. Mann­heim verk­in samdi hann eftir pönt­un fyr­ir áhuga­manna­kvart­ett og eru þeir ekki eins marg­slungn­ir og mörg önn­ur verk hans, en engu að síð­ur yndis­leg, hljóm­mikil, glett­in og krefj­andi fyrir öll hljóð­færin.
Freyr Sigurjóns­son flautu­leikari lauk ein­leikara­prófi frá Tón­listar­skól­an­um í Reykja­vík og stund­aði fram­halds­nám við Royal North­ern Col­lege of Music (RNCM) í Manch­est­er. Meðal leið­bein­enda hans voru Trevor Wye, William Bennett og Patricia Morris. Að loknu diploma­prófi frá RNCM 1982 var hann ráð­inn fyrsti flautu­leik­ari Sin­fóníu­hljóm­sveit­ar­inn­ar í Bilbao á Spáni og starf­aði þar óslitið í 40 ár. Freyr hef­ur leik­ið með hljóm­sveit­um og kammer­sveit­um víða um Evrópu og í Japan, bæði sem ein­leik­ari og fyrsti flautu­leik­ari til dæm­is með útvarps­hljóm­sveit­inni í Madr­id og kammer­sveit­inni Moskvu Virtuosi. Flautu­konsert eftir Carl Niel­sen heyrð­ist í fyrsta sinni í Bil­bao 1986, þá í flutn­ingi Freys, en átta árum áður hafði hann frum­flutt kon­sert­inn á Ís­landi. Hörpu- og flautu­konsert Mozarts er einn­ig vin­sæll í flutn­ingi Freys og hefur hann leik­ið hann með mjög virt­um hörpu­leik­ur­um, þeim Marisa Robles, Maria Rosa Calvo-Manzano og Marion Desguace.
    Freyr er eftir­sótt­ur kenn­ari og hef­ur kennt á fjöl­mörg­um nám­skeið­um í Canta­bríu og Anda­lusíu á Spáni og Trinity Laban tón­listar­háskól­ann í Green­wich á Englandi. Sem pró­fess­or við J.C. Arriaga tón­listar­háskól­ann í Bilbao var Frey falið að setja saman kennslu­skrá fyrir nám í þver­flautu­leik frá grunn­námi til út­skrift­ar á há­skóla­stigi. Í okt­óber 2020 fékk Freyr tæki­færi til að flytja flautu­konsert sem Jón Ásgeirs­son hafði sam­ið og til­eink­að Frey 1999. Var þetta frum­flutn­ing­ur á verk­inu ut­an Ís­lands með Sin­fóníu­hljóm­sveit Bilbao undir stjórn banda­ríska stjórn­and­ans, Erik Nielsen.

Hlíf Sigurjónsdóttir er fædd í Kaup­manna­höfn en ólst upp í Reykja­vík. Hún nam fiðlu­leik hjá Birni Ólafs­syni konsert­meist­ara við Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík og fór síðar til fram­halds­náms við Há­skól­ana í Indiana og Toronto og Lista­skól­ann í Banff í Kletta­fjöll­um Kan­ada. Einn­ig nam hún hjá Gerald Beal fiðlu­leik­ara í New York borg. Á náms­árum sín­um kynnt­ist hún og vann með mörg­um merk­ustu tón­listar­mönn­um tuttug­ustu aldar­inn­ar, þar á meðal William Prim­rose, Zolt­an Szek­ely, Gy­örgy Sebök, Rucc­iero Ricci og Igor Oist­rach. Hlíf hefur haldið fjölda ein­leiks­tón­leika og leik­ið með sin­fóníu­hljóm­sveit­um og kammer­sveit­um víða um Evr­ópu, í Banda­ríkjun­um og Kanada.
    Haustið 2014 kom geisla­diskur­inn DIA­LOGUS út hjá MSR Classics í Banda­ríkj­un­um með ein­leiks­verk­um í hennar flutn­ingi, sem sam­in hafa verið sér­stak­lega fyrir hana. Maria Nockin, gagn­rýn­andi Fan­fare Maga­zine, til­nefndi þann disk „CD of the year 2015“. Síðar endur­útgaf sama útgáfu­fyrir­tæki tvö­fald­an geisla­disk, frá árinu 2008, þar sem hún lék allar són­ötur og part­ít­ur fyrir ein­leiks­fiðlu eftir Jo­hann Sebast­ian Bach. Hafa báðir þessir diskar hlotið mikið lof gagn­rýn­enda.
    Hlíf er annt um ísl­enska menn­ingu og sögu klass­ískr­ar tón­list­ar á Ís­landi og sá til dæmis um út­gáfu geisla­­disks 2020 með fiðlu­leik Björns Ólafs­son­ar úr fór­um RÚV. Í maí í ár stóð hún fyrir þrenn­um tón­leik­um þar sem leik­nar voru gaml­ar sögulegar upp­tök­ur, sem að henn­ar undir­lagi voru yfir­færð­ar og hljóð­hreins­að­ar af þessu til­efni. Hlíf hef­ur ver­ið um­sjónar­mað­ur Sumar­tón­leika Lista­safns Sigur­jóns frá upp­hafi.

Martin Frewer fædd­ist í bæn­um Dart­ford í út­hverfi Lund­úna og hóf að læra á píanó sex ára gam­all í Dorset og nokkru síðar einnig á fiðlu. Hann stund­aði nám í Ox­ford Uni­ver­sity, það­an sem hann út­skrif­að­ist með gráðu í stærð­fræði, en sam­tímis sótti hann fiðlu­tíma hjá Yfrah Nea­man. Eft­ir út­skrift frá Ox­ford hélt hann áfram fiðlu­námi í Guild­hall School of Music & Drama í Lond­on hjá Yfrah Nea­man og lærði þá einn­ig á víólu hjá Nannie Jaimes­on. Mart­in hefur sótt tíma og tekið þátt í opnum kennslu­stund­um hjá Igor Ozim, Martin Loveday, Eric Gruen­berg, Almita og Roland Vamos, Peter Guth, Ake Lunde­berg og Lin Yaoti.
    Árið 1983 var Martin ráð­inn til starfa hjá Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands og hef­ur búið hér síð­an og unn­ið jöfn­um hönd­um að hönn­un tölvu­hug­bún­að­ar og fiðlu­leik. Hann starfar nú sem hug­bún­aðar­verk­fræð­ing­ur hjá Marel og leikur með sem lausa­mað­ur hjá Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands. Hann er mjög lag­inn út­setjari og er stofn­andi og leið­togi kammer­sveit­arinnar Spiccato.

Þórdís Gerður Jónsdóttir er selló­leikari sem hef­ur þá sér­stöðu að leika jöfn­um hönd­um sí­gilda tón­list og jazz. Sígild­an selló­leik nam hún við Lista­háskóla Ís­lands á ár­un­um 2014-2017 og í Det jyske Musik­konserva­tor­ium í Ár­ósum, en það­an lauk hún meistara­gráðu sum­ar­ið 2021. Þór­dís lauk burt­farar­prófi frá jazz­deild Tón­listar­skóla FÍH vorið 2015 en í nám­inu lagði hún áherslu á spuna og tón­smíð­ar. Þór­dís er stofn­með­lim­ur kammer­hóps­ins Cauda Col­lective og kemur víða fram sem sellóleikari. Hún gaf út hljóm­plöt­una Vist­ir með henn­ar eig­in tón­smíð­um og út­setn­ing­um vor­ið 2021.
    Árið 2014 lauk Þór­dís námi í hjúkrunar­fræði við Há­skóla Ís­lands og við­bótar­diplómu í lýð­heilsu­vís­ind­um vor­ið 2019. Hún starf­ar á Bráða­mót­töku Barna­spítala Hrings­ins á milli tón­leika.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
August 15th, 2023 at 8:30 pm

Admission ISK 2500
at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Freyr, Hlíf, Martin and Þórdís Gerður
A PDF version of the program.

Further information on this concert gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Mozart's Flute Quartets
Freyr Sigurjónsson flute, Hlíf Sigurjónsdóttir violin, Martin Frewer viola and Þórdís Gerður Jónsdóttir cello.
All four of Mozart's Flute Quart­ets. The first three were com­pos­ed 1777−78 while in Mann­heim and the fourth one a dec­ade later. The Mann­heim quart­ets were com­mission­ed by a rich ama­teur play­er. They all count as ex­ampl­es of re­fin­ed chamb­er music con­ceiv­ed for skill­ed ama­teur play­ers and dom­estic con­sumpt­ion. While hardly as com­plex a show­case of Moz­art's com­po­sition­al skills as many of his string quart­ets, all four quart­ets abound­ing in gentle wit and good humour, and writt­en not as mini-con­cert­os for flute and string trio but as chamb­er music for equal partners.
Freyr Sigurjónsson flutist furth­er­ed his studies in Manch­ester at the Royal North­ern Col­lege of Music. Among his teach­ers were Trevor Wye, William Benn­et and Patricia Morris. Upon his grad­uat­ion in 1982 Freyr be­came the solo flutist of the Bilbao Sym­phony Or­che­stra in Spain. He has perf­orm­ed with en­sembl­es and or­ches­tras all over Spain both as a solo­ist and as a guest princ­ipal flute, e.g. with Madrid Radio Or­ches­tra and the Mos­cow Virtu­osi. Freyr premi­ered Carl Nielsen‘s flute con­certo in Bilbao in 1986. He also premi­er­ed that work in Ice­land in 1978. Freyr has per­form­ed Mozart‘s harp and flute con­cert many times with re­nown­ed harp­ists, such as Mar­isa Robles, Maria Rosa Calvo-Manz­ano and Marion Des­guace.
    Freyr has held many master-class­es in Spain and in Eng­land, and as a profes­sor at the J.C. Arriaga Con­serva­tory in Bilbao he was com­mis­sion­ed to create a pro­gram for the flute edu­cat­ion from grade one to university level. The Ice­land­ic com­poser Jón Ásgeirsson wrote a concert for Freyr in 1999 which he performed in 2020 with the BilbaoSym­phony Or­ches­tra und­er the bat­on of the Amer­ican con­duct­or Erik Nielsen.

Hlíf Sigurjónsdóttir studied the viol­in with con­cert­mast­er Björn Ólafs­son at the Reykja­vík Col­lege of Music. She furth­er­ed her stud­ies at the Uni­versi­ties of Indi­ana and Tor­onto where her teach­ers were Franco Gulli and Lor­and Feny­ves, fol­low­ed by two wint­ers as a stip­end­iary at the Banff School of Fine Arts in Canada. Later she took priv­ate les­sons in New York from the renown­ed violin­ist and teacher Gerald Beal. Hlíf has work­ed with many of the lead­ing music­ians of the twent­ieth cent­ury, in­clud­ing Will­iam Prim­rose, Janos Stark­er, Rug­giero Ricci, Igor Oist­rach, Gy­örgy Seb­ok and the memb­ers of the Hungar­ian quart­et.
    Hlíf has given numer­ous con­certs both as a solo­ist and with vari­ous en­sembl­es and or­ches­tras. In 2014, MRS Classics releas­ed her disc DIA­LOGUS with works for solo viol­in, all of which were written for her. That disc has been highly ac­claim­ed, e.g. by Voix des Arts, and one of Fan­fare Maga­zine's critics, Maria Nockin, has named it as one of the best CDs of the year 2015. In 2015 MSR Clas­sics re-releas­ed the critic­ally ac­claim­ed 2-CD set of her play­ing the Sonat­as and Partit­as for solo violin by J.S. Bach, first re­leas­ed in 2008. Hlíf is very int­erest­ed in hist­or­ical re­cord­ings made by the Ice­land State Radio which led to radio prog­rams, re­leasing a CD and events fea­tur­ing the first gen­erat­ion of clas­sically train­ed mus­ic­ians in Ice­land. Hlíf is the art­ist­ic dir­ect­or of Sigur­jón Ólafs­son Mus­eum Summ­er Concert ­Series.

Martin Frewer was born in Dartford, Kent in 1960 and started taking piano lessons at the age of six and later violin lessons as well. He spent his undergraduate years studying mathematics at Christ Church in Oxford, during which time he also commuted to London for violin lessons with Yfrah Neaman. After receiving his degree in mathematic at the Oxford University he continued his studies with Neaman at Guildhall School of Music & Drama, also studying the viola with Nannie Jaimeson. He has participated in master-classes with Igor Ozim, Martin Loveday, Eric Gruenberg, Almita & Roland Vamos, Peter Guth, Ake Lundeberg & Lin Yaoti.
    In 1983 he got a position at the Iceland Symphony Or­ches­tra and settled down here, pursuing his mathematic skills as a software engineer at the Marel food processing company as well as taking part in the music life in Iceland. He is a very good music arranger and is the founding member and manager of the Spiccato chamber or­ches­tra.

Cellist Þórdís Gerður Jónsdóttir plays both classical music and jazz, im­prov­ises as well as com­pos­es. She stud­ied clas­sical cello per­form­ance at the Ice­land Aca­demy of the Arts (B.Mus) and received her Master of Music degree after studies at the Royal Aca­demy of Music Aarhus, Denmark. She also holds a dipl­oma from the FÍH Col­lege of Music in jazz per­form­ance and im­provis­ation. Þórdís is a found­ing memb­er of Cauda Col­lective chamb­er en­semble. In 2021 she re­leas­ed her debut record Vistir with her own jazz com­posi­tions.
    In 2014 Þór­dís fin­ish­ed a B.Sc. degree in nurs­ing (RN) and in 2019 she com­plet­ed a post­-gradu­ate dipl­oma in public health sciences, both de­grees from the Uni­ver­sity of Ice­land. In­between con­certs she works as a nurse in the paedi­atric emerg­ency room in the Iceland Uni­ver­sity Hosp­ital.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release