Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 02.02.24
Smellið hér til að skoða í vafraNá í textaskjal



Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 20:00 fjallar Kristín Ragna Gunnarsdóttir teiknari og rithöfundur um Njálurefilinn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar


Út­saum­að­ir refl­ar voru, fyr­ir tíma mál­verka, skreyti­list fyrir kirkj­ur og heldri manna hý­býli. Voru þeir mynd­ræn fram­setn­ing á við­burð­um eða helgi­sög­um, saum­að­ir í dúk með sér­stöku saum­spori sem víð­ast hef­ur týnst, en lifði hér á landi. Þegar tek­ist hafði að þróa liti nægjan­lega vel fyrir mál­verk, hvarf þörf fyrir út­saum­aða refla og glöt­uð­ust flest­ir þeirra. Talið er senni­leg­ast að kon­ur hafi saum­að refl­ana á sín­um tíma, en önn­ur list­form − og síð­ar mál­verk − voru yfir­leitt karla verk. Þekkt­ast­ur gam­alla refla er efa­laust hinn 70 metra langi refill í Bayeux í Norm­andí sem saum­að­ur var á ell­eftu öld og sagt var frá í Lista­safni Sigur­jóns á þriðju­dag­inn var.

Njálurefillinn
Fyrsta saum­spor hans var tekið 2.­febrú­ar 2013 og var lokið við hann 15. sept­emb­er 2020. Krist­ín Ragna Gunnars­dóttir, teikn­ari, lista­mað­ur og bók­mennta­fræð­ing­ur hann­aði og teikn­aði ref­il­inn sem er ríf­lega 90 metra lang­ur og meira en tólf þús­und og fimm­hundr­uð manns tóku þátt í að sauma hann.

Njálurefillinn sýnir á mynd­ræn­an hátt − og með texta­brot­um − við­burði Brennu-Njáls­sögu í túlk­un Krist­ínar. Hann er saum­að­ur með gamla refil­saums­spor­inu á hör­dúk með völdu ís­lensku ullar­garni sem sérstaklega var litað fyrir þetta verk­efni. Hann er ekki til sýnis eins og er, en unnið er að því að koma upp varan­legu hús­næði fyrir hann á Hvolsvelli.

Kristín Ragna mun segja frá að­drag­anda verks­ins, lýsa verk­lagi, og hvern­ig hún túlk­aði alla Njáls sögu á 90 metra refli. Hún mun sýna ljós­mynd­ir frá þró­un verks­ins og rekja Njáls sögu með mynd­máli.

Í Þjóð­minja­safn­inu stend­ur nú sýn­ing­ á Íslenskum refil­saum­klæðum Með verk­um hand­anna / Íslensk­ur refil­saum­ur fyrri alda þar sem sjá má nær alla þá íslenska refla sem varð­veist hafa frá gam­alli tíð, elstu þeirra eru frá því fyrir 1400 en hinn yngsti frá árinu 1677.
Aðgangseyrir er 2000 krónur og greitt er við inn­ganginn. Tek­ið er við öll­um helstu greiðslu­kortum.
Hér má nálgast vetrardagskrá í Listasafn Sigurjóns 2024
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • 17:48 4.1.2024 LSO(at)LSO.is