29. mars 2024. Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. apríl 2024

Þura og valin­kunn­ir gest­ir henn­ar bjóða upp á nota­lega tón­list sem spann­ar yfir hundr­að ár í sögu tón­listar­inn­ar, allt frá Ed­ward Elg­ar til Braga Valdi­mars. Kunnug­leg tón­list og ís­lensk­ir text­ar eru í fyrir­rúmi, létt stemn­ing, sam­söngur, sög­ur, hlátur og grátur. Efnis­skrá að mestu sú sama og á tónleikum Þuru í febrú­ar síðast­liðn­um, ögn vor­legri.

Þar syngja Þura − Þur­íð­ur Sigurðar­dóttir, Berg­lind Björk Jónas­dóttir og Sig­urð­ur Helgi Pálma­son við undir­leik Láru Bryn­dís­ar Eggerts­dótt­ur píanó­leik­ara, Hlíf­ar Sigur­jóns­dótt­ur fiðlu­leik­ara, Bjarna Svein­björns­son­ar kontra­bassa­leik­ara og Péturs Grétars­son­ar slag­verks­leikara.

For­sala að­gangs er í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar en það er op­ið laugar­daga og sunnu­daga milli 13 og 17. Að­gangs­eyr­ir er 4000 krón­ur og tek­ið við öll­um al­geng­ustu greiðslu­kort­um. Húsið er opn­að 19:15 og tón­leik­arn­ir hefjast klukk­an 20:00.

HEIMA OG HEIMAN nefn­ist sýn­ing á mál­verk­um Þuru í efri sal safns­ins og lýkur henni 12. maí. Hún verð­ur með leið­sögn um sýn­ing­una sunnudaginn 14. apríl klukkan 15:30. Ekki er unnt að hafa sýn­ing­una opna tón­leika­kvöldin.

Lista­safn Sigur­jóns Ólafs­son­ar er opið laugar­daga og sunnu­daga milli 13 og 17 fram til 12. maí að undan­tek­inni páska­helginni.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar • Laugarnestanga 70 • 105 Reykjavík • sími 553−2906 • LSO(at)LSO.is
www.LSO.is