Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2025
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöld
1. júlí 2025 klukkan 20:30
Miðasala við innganginn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum
Hvar er safnið?
Sumartónleikaröðin í heild
Fyrri tónleikar og viðburðir
|

Freyr, Hlíf, Martin, Þórdís og Sólveig |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd.
Hér
má ná í pdf útgáfu af efnisskrá
tónleikanna þegar hún er tilbúin.
Nánari upplýsingar um tónleikana veita:
Freyr Sigurjónsson í síma 834 1244
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Þrítugasta og fimmta starfsár Sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar hefst næstkomandi þriðjudagskvöld 1. júlí. Tónleikaröð þessi hefur þá sérstöðu að vandað umsóknarferli er opið öllum tónlistarmönnum og valið er úr umsóknum á faglegum grunni og höfuðáhersla lögð á klassíska tónlist og nútímaverk.
Í ár sóttu 30 aðilar um þá tónleika sem í boði voru og var því erfitt úr að velja, en á þessum sjö tónleikum sumarsins má heyra fjölbreytt úrval tónverka, þekktra sem óþekktra frá hinum ýmsu löndum og tímum.
Áheyrendur geta notið þessarar einstöku upplifunar, að hlýða á tónlist og njóta myndlistar samtímis, því stóri salur safnsins er ekki eingöngu fagurt sýningarrými, heldur einnig frábær tónleikasalur.
Á fyrstu tónleikum sumarsins flytja Sólveig Thoroddsen hörpuleikari, Freyr Sigurjónsson flautuleikari, Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Martin Frewer víóluleikari og Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari kvintetta eftir Heitor Villa-Lobos og Albert Roussel og tríó eftir Maurice Ravel.
Quinteto Instrumental samdi brasilíska tónskáldið Heitor Villa-Lobos árið 1957 að beiðni Hljóðfærakvintetts franska ríkisútvarpsins árið 1957 sem frumflutti það 5 árum síðar í Rio de Janeiro. Albert Roussel samdi Sérénada ópus 30 árið 1925 fyrir sama hóp og tileinkaði það flautuleikara kvintettsins, René le Roy. Var það frumflutt í París sama ár, eða fyrir réttum eitt hundrað árum. Maurice Ravel fæddist í fransk-baskneska bænum Ciboure. Tónverkið Sonatina en Trio samdi hann á árunum 1903−1905 og þar má heyra basknesk áhrif, meðal annars er stef annars kaflans basknesk vögguvísa.
 |
Sólveig Thoroddsen nam klassískan hörpuleik við Royal Welsh College of Music and Drama (Coleg Brenhinol Cerdd a Drama Cymru) í Cardiff í Wales og útskrifaðist með BMus-gráðu í júlí 2013. Næstu þrjú árin nam hún leik á barokk- og endurreisnarhörpur, með áherslu á þríraðahörpu, við Hochschule für Künste Bremen, þaðan sem hún útskrifaðist í júlí 2016. Sólveig hefur komið fram á tónlistarhátíðum og í tónleikaröðum í Evrópu og Mið-Ameríku, meðal annars Sumartónleikum í Skálholti, XVIII Festival Internacional de Música Barroca Santa Ana í Kosta Ríka, Celebrating Sanctuary í London og 31 Festival de Música BAC Credomatic í Kosta Ríka og leikið með hópum á borð við capella santa croce og Ensemble Elegos. Einnig hefur hún tvisvar séð um tónlistarflutning í árlegu jólaævintýri Bremer Shakespeare Company. Í desember 2019 gaf hún út sinn fyrsta geisladisk, Snotrur, þar sem hún syngur við eigin undirleik á mismunandi hörpur og finnska strengjahljóðfærið kantele. Á disknum Consort of Two, sem kom út hjá þýska plötufyrirtækinu arcantus árið 2023, flytur Sólveig enska endurreisnartónlist ásamt kostaríska lútuleikaranum Sergio Coto Blanco.
|
 |
Freyr Sigurjónsson flautuleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám við Royal Northern College of Music í Manchester. Meðal leiðbeinenda hans voru Trevor Wye, William Bennett og Patricia Morris. Að loknu diplomaprófi þaðan 1982 var hann ráðinn fyrsti flautuleikari Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbao á Spáni og starfaði þar óslitið í 40 ár. Freyr hefur leikið með hljómsveitum og kammersveitum víða um Evrópu og í Japan, bæði sem einleikari og fyrsti flautuleikari, til dæmis með útvarpshljómsveitinni í Madrid og kammersveitinni Moskvu Virtuosi. Flautukonsert eftir Carl Nielsen var frumfluttur, bæði á Spáni og Íslandi, af Frey. Hörpu- og flautukonsert Mozarts er einnig vinsæll í flutningi Freys og hefur hann leikið hann með mjög virtum hörpuleikurum, meðal annars þeim Marisa Robles, Maria Rosa Calvo-Manzano og Marion Desguace.
Freyr er eftirsóttur kennari og hefur kennt á fjölmörgum námskeiðum í Cantabríu og Andalusíu á Spáni og Trinity Laban tónlistarháskólann í Greenwich á Englandi. Í október 2020 fékk Freyr tækifæri til að flytja flautukonsert sem Jón Ásgeirsson hafði samið og tileinkað Frey 1999. Var þetta frumflutningur konsertsins utan Íslands með Sinfóníuhljómsveit Bilbao undir stjórn bandaríska stjórnandans, Erik Nielsen. |
 |
Hlíf Sigurjónsdóttir fæddist í Kaupmannahöfn en ólst upp í Reykjavík. Hún nam fiðluleik hjá Birni Ólafssyni konsertmeistara við Tónlistarskólann í Reykjavík og fór síðar til framhaldsnáms við Háskólana í Indiana og Toronto og Listaskólann í Banff í Klettafjöllum Kanada. Einnig nam hún hjá Gerald Beal fiðluleikara í New York borg. Á námsárum sínum kynntist hún og vann með mörgum merkustu tónlistarmönnum tuttugustu aldarinnar, þar á meðal William Primrose, Zoltan Szekely, György Sebök, Rucciero Ricci og Igor Oistrach. Hlíf hefur haldið fjölda einleikstónleika og leikið með sinfóníuhljómsveitum og kammersveitum víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada.
Haustið 2014 kom geisladiskurinn DIALOGUS út hjá MSR Classics í Bandaríkjunum með einleiksverkum í hennar flutningi, sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hana. Maria Nockin, gagnrýnandi Fanfare Magazine, tilnefndi þann disk CD of the year 2015. Síðar endurútgaf sama útgáfufyrirtæki tvöfaldan geisladisk, frá árinu 2008, þar sem hún lék allar sónötur og partítur fyrir einleiksfiðlu eftir Johann Sebastian Bach. Hafa báðir þessir diskar hlotið mikið lof gagnrýnenda.
Hlíf er annt um íslenska menningu og sögu klassískrar tónlistar á Íslandi og sá til dæmis um útgáfu geisladisks 2020 með fiðluleik Björns Ólafssonar úr fórum RÚV. Hlíf hefur verið umsjónarmaður Sumartónleika Listasafns Sigurjóns frá upphafi.
|
 |
Martin Frewer fæddist í bænum Dartford í úthverfi Lundúna og hóf að læra á píanó sex ára gamall í Dorset og nokkru síðar einnig á fiðlu. Hann stundaði nám í Oxford University, þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í stærðfræði, en samtímis sótti hann fiðlutíma hjá Yfrah Neaman. Eftir útskrift frá Oxford hélt hann áfram fiðlunámi í Guildhall School of Music & Drama í London hjá Yfrah Neaman og lærði þá einnig á víólu hjá Nannie Jaimeson. Martin hefur sótt tíma og tekið þátt í opnum kennslustundum hjá Igor Ozim, Martin Loveday, Eric Gruenberg, Almita og Roland Vamos, Peter Guth, Ake Lundeberg og Lin Yaoti.
Árið 1983 var Martin ráðinn til starfa hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur búið hér síðan −fyrir utan eitt ár sem hann starfaði í Bretlandi− og unnið jöfnum höndum að hönnun tölvuhugbúnaðar og fiðluleik. Í dag er hann sjálfstætt starfandi fiðlu- og víóluleikari, jafnt á nútíma sem barrokk hljóðfæri, og er mjög laginn útsetjari. Hann er stofnandi og leiðtogi kammersveitarinnar Spiccato og undanfarið hefur hann verið konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Austurlands.
|
 |
Þórdís Gerður Jónsdóttir er sellóleikari sem hefur þá sérstöðu að leika jöfnum höndum sígilda tónlist og jazz. Sígildan sellóleik nam hún við Listaháskóla Íslands á árunum 2014−17 og í konunglega danska konservatoríinu í Árósum, en þaðan lauk hún meistaragráðu sumarið 2021. Þórdís lauk burtfararprófi frá jazzdeild Tónlistarskóla FÍH vorið 2015 en í náminu lagði hún áherslu á spuna og tónsmíðar. Þórdís er stofnmeðlimur kammerhópsins Cauda Collective sem hefur vakið eftirtekt fyrir frumlegt verkefnaval og útvíkkun á hlutverki hins klassíska flytjanda. Hún hefur leikið reglulega með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 2018 og hefur verið í leikhúshljómsveitum Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins. Árið 2021 gaf hún út hljómplötuna Vistir með hennar eigin jazz−tónsmíðum og útsetningum, og í liðnum maímánuði hljóðritaði hún aðra plötu, einnig með eigin lögum sem innblásin voru af íslenskum ljóðum. Sem tónskáld og útsetjari hefur hún samið og útsett fyrir Stórsveit Reykjavíkur og útsett fyrir Mugison.
Árið 2014 lauk Þórdís námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og viðbótardiplómu í lýðheilsuvísindum vorið 2019 og starfar við það á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins.
|
Tónleikasíður safnins á
íslensku og
ensku eru uppfærðar reglulega
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum
View in browser
Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts
The Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concert Series start next Tuesday evening, July 1st with concert given by Sólveig Thoroddsen harp, Freyr Sigurjónsson flute, Hlíf Sigurjónsdóttir violin, Martin Frewer viola and Þórdís Gerður Jónsdóttir cello. The program consists of Quinteto Instrumental by Heitor Villa-Lobos, Sonatina en Trio by Maurice Ravel and Sérénada op. 30 by Albert Roussel.
This is the thirty-fifth year of the series which have long become a benchmark in the Reykjavík cultural live. The main hall of the museum is not only a beautiful exhibition space, but also a great concert hall where the audiences can enjoy this unique experience, listening to classical and contemporary music and enjoy the surrounding art.
 |
Sólveig Thoroddsen studied classical harp at the Royal Welsh College of Music and Drama (Coleg Brenhinol Cerdd a Drama Cymru) and received her Bachelor of Music degree in the summer of 2013. Growing interest in Historical Performance led her to continue her studies in the Early Music Department of the Hochschule für Künste Bremen in Germany, where she studied historical harps and obtained a Master of Music degree in July 2016. Sólveig has performed at festivals in Europe and Central America, such as Sumartónleikar í Skálholti in Iceland, XVIII Festival Internacional de Música Barroca Santa Ana in Costa Rica, Celebrating Sanctuary in London, and 31 Festival de Música BAC Credomatic in Costa Rica, and performed with groups such as capella santa croce and Ensemble Elegos. Twice she has been the principal musician of the annual Christmas fairy tale of the Bremer Shakespeare Company. In 2019 she issued her first solo album Snotrur, where she sings while accompanying herself on different harps and kantele. In 2023 Consort of Two, her duo album with Costa Rican lutenist Sergio Coto Blanco, was released by the German record label arcantus.
|
 |
Flutist Freyr Sigurjónsson furthered his studies in Manchester at the Royal Northern College of Music. Among his teachers were Trevor Wye, William Bennet and Patricia Morris. Upon his graduation in 1982 Freyr became the solo flutist of the Bilbao Symphony Orchestra in Spain. He has performed with ensembles and orchestras all over Spain both as a soloist and as a guest principal flute, e.g. with Madrid Radio Orchestra and the Moscow Virtuosi. The first performance of Carl Nielsen’s flute concert, both in Spain and Iceland, was by him. Freyr has performed Mozart‘s harp and flute concert many times with renowned harpists, such as Marisa Robles, Maria Rosa Calvo-Manzano and Marion Desguace.
As a sought-after teacher, Freyr has given numerous master-classes and courses in Cantabria and Andalusia in Spain and the Trinity Laban School of Music in Greenwich, England. In October 2020, Freyr had the opportunity to perform a flute concerto that Jón Ásgeirsson had composed and dedicated to Freyr in 1999. This was the premiere of the concerto outside Iceland with the Bilbao Symphony Orchestra under the baton of American conductor Erik Nielsen. |
 |
Hlíf Sigurjónsdóttir studied the violin with concertmaster Björn Ólafsson at the Reykjavík College of Music. She furthered her studies at the Universities of Indiana and Toronto where her teachers were Franco Gulli and Lorand Fenyves, followed by two winters as a stipendiary at the Banff School of Fine Arts in Canada. Later she took private lessons in New York from the renowned violinist and teacher Gerald Beal. Hlíf has worked with many of the leading musicians of the twentieth century, including William Primrose, Janos Starker, Ruggiero Ricci, Igor Oistrach, György Sebok and the members of the Hungarian quartet.
Hlíf has given numerous concerts both as a soloist and with various ensembles and orchestras. In 2014, MRS Classics released her disc DIALOGUS with works for solo violin, all of which were written for her. That disc has been highly acclaimed, e.g. by Voix des Arts, and one of Fanfare Magazine's critics, Maria Nockin, has named it as one of the best CDs of the year 2015. In 2015 MSR Classics re-released the critically acclaimed 2-CD set of her playing the Sonatas and Partitas for solo violin by J.S. Bach, first released in 2008. Hlíf is very interested in historical recordings made by the Iceland State Radio which led to radio programs, releasing a CD and events featuring the first generation of classically trained musicians in Iceland. Hlíf is the artistic director of Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concert Series. |
 |
Martin Frewer was born in Dartford, Kent in 1960 and started taking piano lessons at the age of six and later violin lessons as well. He spent his undergraduate years studying mathematics at Christ Church in Oxford, during which time he also commuted to London for violin lessons with Yfrah Neaman. After receiving his degree in mathematic at the Oxford University he continued his studies with Neaman at Guildhall School of Music & Drama, also studying the viola with Nannie Jaimeson. He has participated in master-classes with Igor Ozim, Martin Loveday, Eric Gruenberg, Almita & Roland Vamos, Peter Guth, Ake Lundeberg & Lin Yaoti.
In 1983 Martin became a member of the Iceland Symphony Orchestra and settled down here −apart from a year when he returned to UK− pursuing his mathematic skills as a softwere engineer as well as participating in the music life in Iceland. Currently he freelances as a musician, concentrating on chamber music both as violinist and violist, favoring the baroque instruments. He also is a very good music arranger. He is the founder and manager of the Spiccato Chamber Orchestra and for the past few years he has been the concert-master of the East Iceland Symphony Orchestra.
|
 |
Cellist Þórdís Gerður Jónsdóttir plays both classical music and jazz, improvises as well as composes. She studied classical cello performance at the Iceland Academy of the Arts and received her Master of Music degree after studies at the Royal Academy of Music Aarhus, Denmark. She also holds a diploma from the FÍH College of Music in jazz performance and improvisation. Þórdís is a founding member of the chamber group Cauda Collective, which is known for its originality in project’s selection and extension of the role of the classical performer.
Þórdís plays regularly with the Iceland Symphony Orchestra and the theater orchestras of the National Theater and the Reykjavík City Theater. In 2021, she released the album Vistir with her own jazz compositions and arrangements, and last May she recorded a second album, also with her own songs inspired by Icelandic poetry. As a composer and arranger, she has worked with, e.g. the Reykjavík Big Band and Mugison music performer.
Þórdís also holds a B.Sc. degree in nursing (RN) post-graduate diploma in public health sciences and works as a nurse in the paediatric emergency room in the Iceland University Hospital. |
These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have
become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall
of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos,
duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are
available at www.LSO.is in
English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS
fréttatilkynningu lokið / end of release
|