Fréttatilkynning um tónleika − English below
− skoða í vafra


Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2025
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöld 8. júlí 2025 klukkan 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Sumartónleikaröðin í heild

Fyrri tónleikar og viðburðir

Diet, Guja og Heleen
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Guja Sandholt í síma 694 1166

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

„Í morgun sá ég stúlku“ − um æskuástir og rómantík
Á þessum öðrum tón­leikum sum­ars­ins í Lista­safni Sigur­jóns Ólafs­son­ar flytur Hol­lensk−Ís­lenska tríóið Tríó Ljósa róman­tísk ljóð og þjóð­lög, með­al ann­ars nýja út­setningu Helga R. Ingvars­son­ar á ís­lensk­um þjóð­lög­um, ljóða­flokk Hildi­gunn­ar Rúnars­dótt­ur við ljóð Þórs Sand­holt og írsk og skosk þjóð­lög.
    Að Tríó Ljósa standa Hol­lend­ing­arn­ir Diet Tilanus fiðlu­leik­ari og Heleen Vegter píanó­leik­ari sem er Ís­lend­ing­um að góðu kunn, ásamt Guju Sand­holt söng­konu sem býr og starfar hluta ársins í Hollandi.


Tríó Ljósa saman­stendur af Diet Tilanus fiðlu­leik­ara, Guju Sand­holt söng­konu og Heleen Vegter ljóða­pían­ista. Tón­listar­kon­urn­ar hafa þekkst um ára­bil en stofn­uðu Tríó Ljósu fyrir nokkr­um misser­um til að sam­eina krafta sína í tón­list­inni og bjóða upp á spenn­andi og inni­lega tón­leika. Þær hafa kom­ið fram á ýms­um stöð­um í Hol­landi og Ís­landi, með­al ann­ars á eyjunni Terschelling, í Amster­dam, Saur­bæ í Hval­firði og í Reykja­vík. Þær leggja metn­að sinn í að panta ný verk og út­setn­ing­ar fyrir tríóið sem og að gefa tón­verk­um kvenna sér­stak­an gaum. Efnis­skrá kvöldsins er inn­blásin af þjóð­laga­arf­in­um, æsk­unni og ást­inni.

Diet Tilanus er fiðlu­leikari og list­rænn stjórn­andi tón­listar­hátíðar­inn­ar Bach­week (Bach-vikunnar) í Luther-safn­inu í Amster­dam. Á hátíðinni er boð­ið upp á fjöl­breytta dag­skrá í viku í senn sem teng­ist Jo­hann Sebast­ian Bach og Martin Luther. Hátíð­in er hald­in á tveggja ára fresti og verð­ur næst hald­in árið 2026. Diet stofn­aði píanó­tríó­ið Jacob Olie Trio og strengja­tríó­ið Gold­berg Trio ásamt sam­starfs­fólki sínu en árið 2023 gaf Jacob Olie Trio út sinn fyrsta geisla­disk, Travell­ers. Á hon­um má heyra þjóð­lagas­kotna tón­list eftir Arno Baba­djan­ian, Frank Mar­tin og Dvorák.
    Diet hefur komið fram á kammer­tón­leik­um í Barbican Hall í London, Hermi­tage-safn­inu og Concert­gebouw í Amster­dam, Kobe Center for Per­form­ing Arts í Japan, á Arties Festi­val á Ind­landi og á tón­leika­ferða­lagi á austur­strönd Ástral­íu sem og á hátíð­um á Ítalíu og Frakklandi. Með­al með­leikara hennar má nefna Ilias Kadesha, Daniel Bard og Olivier Patey. Frá 2009 hefur Diet spil­að með strengja­sveit­inni vinsælu, Amsterdam Sinfonietta, þar sem lögð er áhersla á ný­stár­legar efnis­skrár og náið kammer­spil. Hún lauk fram­halds­námi með láði frá Guild­hall School of Music and Drama hjá David Takeno. Fyrir það stundaði hún nám hjá Ilya Grubert í Amster­dam og Misha Furman í Rotterdam.
    Árið 2005 varð hún með­limur í Akademíu Konung­legu Concert­gebouw-hljóm­sveit­ar­innar og kom fram á 20 ára hátíðar­tón­leik­um í litla sal Concert­gebouw bæði í kammer­verk­um og sem konsert­meist­ari með eldri með­lim­um úr akademí­unni. Hún spilar reglu­lega með Concert­gebouw-hljóm­sveitinni sem og í Mahler Chamber Or­che­stra. Meðan á námi stóð, var hún með­limur í tón­listar­hópnum Ricciotti ensemble sem lagði áherslu á að spila fjöl­breytta tón­listarstíla og ná til eins breiðs áhorfenda­hóps og hægt var, meðal annars með því að spila á óvenju­legum stöð­um eins og í fang­elsum, flótta­manna­miðstöðv­um og í almenning­srým­um. Diet frum­flutti ýmis verk eftir Ors Koszeghy á Sinfonietta String Festival og í nóv­emb­er 2022 var hún hluti af kvart­ett úr Amster­dam Sinfoni­etta sem frum­flutti verkið Book of Water eftir Michel can der Aa. Verkið er fyrir kvart­ett, leik­ara og mynd­band.
    Diet spilar á Goffredo Cappa-fiðlu frá árinu 1690 sem hún er með að láni frá Nationaal Muziekinstrumenten Fonds. Meðal verkefna á næst­unni er flutn­ing­ur á píanó­kvintett Schu­manns með Mörthu Argerich á Elba-hátíðinni á Ítalíu nú í september.

Guja Sandholt býr í Reykjavík og Amster­dam og starf­ar sem sjálf­stætt starf­andi söng­kona og lis­trænn stjórn­andi Óperu­daga. Á undan­förn­um ár­um hefur hún komið víða fram í Hol­landi og víðar, með­al ann­ars í Concert­gebouw í Amster­dam, Fíl­harmóní­un­um í París, Lúxem­borg og Hong Kong, á Grachten­festi­val, Hol­land Festi­val, Reyk­holts­hátíð og Óperu­dögum. Ný­lega söng hún hlut­verk Leonore í upp­færslu Óperu­daga á Fidelio-at­laga að óperu eftir Beet­hoven í leik­gerð Bjarna Thors Kristins­son­ar, Elísa­betu drottningu í Ríkharði III eftir Sig­urð Sævars­son í kynningaruppfærslu á óperunni, Juliu Child í súkku­laði­köku­óper­unni Bon Appétit! eftir Lee Hoiby, hlut­verk söngv­ara í leik­gerð Albertar Hoex á Mattheusi unga og Popovu í The Bear eftir Will­iam Walton. Sumar­ið 2019 stóð hún fyrir ís­lensk­um frum­flutn­ingi á víkinga­óper­unni King Harald's Saga eftir Judith Weir og var í kjöl­farið til­nefnd sem Söng­kona ársins í sí­gild­um flokki á Íslensku tónlistar­verð­laun­unum.
    Guja hefur víða komið fram sem ein­söngv­ari í flutn­ingi á óra­torí­um á borð við Mattheusar­passí­una og Jóla­óratorí­una eftir J.S. Bach, Requiem eftir Verdi, Mozart og Duruflé, Stabat mater eftir Dvorak, Pergolesi og Arvo Pärt, Messías eftir Handel, Gloriu eftir Vivaldi og Messu í C eftir Beet­hoven. Hún syng­ur einn­ig reglu­lega með Hol­lenska útvarps­kórn­um þar sem hún gegn­ir hálfri stöðu. Auk þess vinn­ur hún reglu­lega með Tríó Ljósu ásamt þeim Heleen Vegter, ljóðapíanista og Diet Tilanus, fiðluleikara.
    Guja stund­aði söng­nám við Tón­listar­skól­ann í Reykja­vík, Guild­hall School of Music and Drama í Lond­on, Mozart­eum tón­listar­háskól­ann í Salzburg og Kon­serva­toríið í Utrecht í Hollandi.

Heleen Vegter ljóða­pían­isti hefur flutt ýmis klass­ísk pró­grömm á síð­ustu árum eins og Winter­reise eftir Schubert og Wesen­donck­ljóðin eftir Wagner en hefur auk þess leit­ast eftir að finna söng­ljóð­inu nýtt sam­hengi og form með sam­starfs­fólki sínu. Þann­ig hélt hún meðal annars víða Jane Austen-ljóðatónleika ásamt sópran­söng­kon­unni Charlotte Houberg þar sem lögð var áhersla á hlut­verk kvenna í „salon“-menn­ingu 19. aldar. Með Helenu Koonings setti hún saman efnis­skrá, Hyst­eria, sem fjall­aði um and­lega heilsu kvenna og ásamt mezzó­sópran­söng­kon­unni Esther Kuiper flutti hún verk hol­lensku tón­skáld­anna Henriette Bosmans og Anna Cramer.
    Heleen Vegter er list­rænn stjórn­andi ljóða­há­tíðar­inn­ar Leading Lied í heima­bæ sínum Arn­hem í Hol­landi en með há­tíð­inni vill hún beina athygli að hinu klassíska söng­ljóði og hvern­ig það snert­ir áheyr­end­ur. Heleen hefur spil­að á tón­listar­hátíð­um eins og Ox­ford Lied­er, Inter­nation­al Song Festi­val Zeist og sem Young Artist á Alde­burgh Festi­val og komið fram í tón­listar­söl­um á borð við Muziek­gebouw aan t'IJ, Concert­gebouw Amster­dam og Hörpu í Reykja­vík. Aðal­leið­bein­end­ur henn­ar hafa verið Hans Eijsackers, Malcolm Martineau og Susan Manoff. Auk þess hefur hún sótt master­klassa hjá Anne Sofie von Otter og Elly Ameling. Á námsárunum var Frank van de Laar aðal­kennari hennar.
G.S.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum View in browser

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
July 8th 2025 at 8:30 pm

Admission ISK 3000
at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Summer Concert Series 2025

Earlier concerts and events

Diet, Guja and Heleen
A PDF version of the program (when ready)

Further information on this concert gives:
Guja Sandholt, tel (354) 694 1166

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

‘This Morning I saw a Girl’
In this second con­cert of the sum­mer, Tríó Ljósa will per­form a pro­gram with folk music and songs, cent­er­ed around youth­ful love. Ice­land­ic folk songs ar­rang­ed by Helgi R. Ing­vars­son, Four Songs for Trio to poems by Þór Sand­holt by Hildi­gunn­ur Rúnars­dóttir and Irish and Scott­ish folk songs.
The Trio Ljósa consist of Diet Tilan­us violin and Heleen Vegter, both from the Nether­lands, and Ice­land­ic sing­er Guja Sand­holt, who part of the year re­sid­es and works in the Nether­lands.


Tríó Ljósa consists of violinist Diet Tilanus, singer Guja Sandholt, and pianist Heleen Vegter. They have been working together for several years, performing in both the Netherlands and Iceland.

Passionate about chamber music, violinist Diet Tilanus has cultivated a diverse and rich performing career, with frequent appearances in major concert halls and festivals across Europe and Asia. After her studies in London, Amsterdam and Toronto, she returned to Amsterdam to join Amsterdam Sinfonietta, performing extensively in the Netherlands and beyond. Her chamber music journey has taken her to special festivals like the Arties festival in India, Cordes sur Ciel in France and het Grachtenfestival in the Netherlands. She has also performed in Australia, in Kobe (Japan), in Singapore, London’s Barbican Hall and Reykjavík, Iceland. Diet is also the founder of a duo with Hungarian cellist Örs Köszeghy and a co-founder of Trio Ljósa with Icelandic soprano Guja Sandholt and Dutch pianist Heleen Vegter.
    Upcoming performances include a performance of the Schumann piano quintet with Martha Argerich at the Elba Festival this September.
    Since 2022 Diet Tilanus has served as the Artistic Director of the week-long series of concerts in a beautiful church hall. These concerts cater to a wide audience, from young children to Bach connoisseurs, offering something new for everyone. The third edition of this festival will be held in June 2026.
    Diet enjoys working with the younger generation and is a regular coach of the Netherland's Youth String Orchestra. In April 2025 she was invited to lead the Master Student Orchestra from the concertmaster chair at the Conservatory of San Sebastian, Musikene, in Spain, much like her former role leading an orchestra of alumni of the Concertgebouw Orchestra Academy at the Kleine Zaal of the Concertgebouw in 2023. She took part in the Concertgebouw Orchestra Academy from 2005-2006.
    As a guest player of the Mahler Chamber Orchestra, the Concertgebouw Orchestra and the London Symphony orchestra, she has performed and developed her musical sensibilities under the baton of meastros such as Abbado, Haitink, Jansons, Fischer and Mäkelä. She is invited as section leader and performs with Phion, and Leonore Orchestra, and has also taken this role in Amsterdam Sinfonietta.
    Her major teachers include David Takeno, Ilya Grubert, and she enjoyed masterclasses from Ferenc Rados and Leonidas Kavakos.
    Diet plays on Cappa violin made in Italy in 1690, kindly lent to her by the National Music Instruments Fund.

Guja Sandholt lives in Reykjavík and Amsterdam and works as a singer and artistic director of Reykjavík Opera Days (Óperudagar). In recent years, she has performed in Iceland, the Netherlands, England, Germany, Sweden, Estonia, Hong Kong and beyond.
    Recent roles include Queen Elizabeth in Richard III (an opera in progress by Sigurður Sævarsson), Leonore in Opera Days’ adaptation of Fidelio (after Beethoven), Julia Child in Bon Appétit! by L. Hoiby, and an alto soloist in Albert Hoex’s shortened version of the St. Matthew Passion, titled Mattheus Junior. In summer 2019, she premiered Judith Weir’s King Harald’s Saga in Iceland at the Reykholt Festival, earning her a nomination for Classical Singer of the Year at the Icelandic Music Awards.
    Guja has performed as a soloist in oratorios such as the St. Matthew Passion and Christmas Oratorio by Bach, Requiem by Verdi, Mozart, and Duruflé, Stabat Mater by Dvořák, Pergolesi, and Arvo Pärt, Messiah by Handel, Gloria by Vivaldi, and Mass in C by Beethoven. She is a regular member of the Netherlands Radio Choir, where she has held a half-time position since 2018. She has appeared at events such as Reykjavík Opera Days, Grachtenfestival, Bachweek, Leading Lied, Summer Concerts in Skálholt, Reykholt Festival, Reykjavík Arts Festival, O. Festival Rotterdam, Over het IJ Festival and the Holland Festival. Between 2011 and 2012, she worked with Estonian composer Arvo Pärt and his family.
    Guja studied at the Reykjavík College of Music, Guildhall School of Music and Drama, the Mozarteum University Salzburg and the Utrecht Conservatory. Since 2017, she has taken private lessons with Stephanie Doll in Düsseldorf.

Heleen Vegter, pianist, has performed various classical programs in recent years, including Schubert’s Winterreise and Wagner’s Wesendonck Lieder. She is also dedicated to exploring new contexts and forms for the art song in collaboration with other artists. She toured with soprano Charlotte Houberg in a concert program on Jane Austen, highlighting women’s roles in 19th-century salon culture. With Helena Koonings, she curated Hysteria, focusing on women’s mental health. Alongside mezzo-soprano Esther Kuiper, she performed works by Dutch composers Henriette Bosmans and Anna Cramer.
    Heleen is artistic director of the Leading Lied festival in her hometown of Arnhem, the Netherlands. The festival aims to spotlight classical art songs and their emotional resonance. She has performed at festivals such as Oxford Lieder, International Song Festival Zeist, and as a Young Artist at the Aldeburgh Festival. Venues include the Muziekgebouw aan ’t IJ, Concertgebouw Amsterdam, and Harpa in Reykjavík.
    Her main mentors have been Hans Eijsackers, Malcolm Martineau, and Susan Manoff. She has attended masterclasses with Anne Sofie von Otter and Elly Ameling, and studied under Frank van de Laar during her conservatory years.
G.S.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release