Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2025
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöld
15. júlí 2025 klukkan 20:30
Miðasala við innganginn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum
Hvar er safnið?
Sumartónleikaröðin í heild
Fyrri tónleikar og viðburðir
|

Konstantin Zvyagin |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd.
Hér
má ná í pdf útgáfu af efnisskrá
tónleikanna þegar hún er tilbúin.
Tónleikarnir eru í samstarfi við
Wagner félagið
á Íslandi.
Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Selma Guðmundsdóttir í síma 699 7292
Nánari upplýsingar um tónleikaröðina
í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805 |
Ferð með Konstantin Zvyagin um
Niflungahring Wagners
Á næstu tónleikum í
sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns
Ólafssonar þann 15. júlí leikur
Konstantin Zvyagin
píanóleikari svítuna Hringur Wagners í átta
myndum, en það eru hans eigin umritanir úr
Niflungahring Richard Wagners. Konstantin, sem er af
rússneskum uppruna en býr og starfar í Darmstadt
í Þýskalandi, hefur undanfarið helgað sig
tónlist Wagners. Heimsókn hans til Íslands og
þessir tónleikar eru í samstarfi við
Wagnerfélagið á Íslandi.
Konstantin Zvyagin fæddist árið 1990 í Novgorod í Rússlandi og hóf þar sitt tónlistarnám. Framhaldsnám stundaði hann við hina virtu tónlistarakademíu Gnessins í Moskvu hjá prófessor Tatiana Zelikman, þaðan sem hann útskrifaðist með láði 2014. Þá lá leið hans til Köln í Þýskaland þar sem hann nam við Hochschule für Musik und Tanz undir leiðsögn Ninu Tichman prófessors og lauk því árið 2018. Hann kennir nú við Tónlistarakademíuna í Darmstadt í Þýskalandi.
Konstantin hefur komið fram sem einleikari, meðal annars árlega í tónleikaröðinni Weltklassik am Klavier í Þýskalandi, einleikari með hljómsveitum og sem píanóleikari tríósins SpiegelBild. Hefur atorka hans leitt hann víða um lönd, meðal annars til Írlands, Póllands, Þýskalands, Svíþjóðar, Bandaríkjanna, Frakklands, Ítalíu, Spánar, Ísraels og Rússlands.
Á síðustu fimm árum hefur Konstantin Zvyagin helgað sig tónlist Richards Wagners og árið 2023 hlaut hann verðlaun frá Richard Wagner Styrkþegastofnuninni. Lék hann þá í Villa Wahnfried, íbúðarhúsi − og nú safni − Wagners í Bayreuth, við athöfn sem haldin var til heiðurs meðlimum Bayreuth-hátíðarinnar til margra ára, og var hann heiðraður af stjórnendum hátíðarinnar.
Svítan Hringur Wagners í átta myndum er byggð á píanóumritunum hans á óperum Niflungahrings Wagners og var gefin út á geisladiski hjá Spektral útgáfunni þýzku í mars 2024 undir titlinum Ein Weg durch Wagners Ring. Einnig hafa nótur umritunarinnar verið gefnar út af APOLLON Musikoffizin Verlag í Bonn.
|
Tónleikasíður safnins á
íslensku og
ensku eru uppfærðar reglulega
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum
View in browser
Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts
A travel through Wagner’s Ring with Konstantin Zvyagin
Next Tuesday in Sigurjón Ólafsson Museum,
pianist Konstantin Zvyagin
will play his own transscriptions from Richard Wagner’s Der Ring des
Niebelungen, a suite in 8 movements. Of Russian origin,
Konstantin lives in Darmstadt, Germany and has devoted himself
to Wagner’s music. The visit to Iceland and this concert is in cooperation
with the
Richard Wagner Society in Iceland.
Konstantin Zvyagin was born in 1990 in the city of Novgorod, Russia where he began his music studies. After graduating with distinction from the Gnessins Russian Academy of music in Moscow in the class of professor Tatiana Zelikman, Konstantin moved to Germany and furthered his musical education at the Hochschule für Musik und Tanz, Köln with Professor Nina Tichman. Currently he teaches at the Akademie für Tonkunst in Darmstadt, Germany.
His busy concert schedule as a pianist and member of the trio SpiegelBild has led him to numerous solo and chamber music concerts in Ireland, Poland, Germany, the USA, France, Italy, Spain, Israel and Russia. Every year he plays numerous solo concerts throughout Germany in the series ‘Weltklassik am Klavier’. As a soloist, he has performed with many orchestras.
He is a laureate of Russian and international competitions, and his talent has been supported by several scholarships and grants in Russia and Germany.
In recent years, Konstantin Zvyagin has become especially absorbed by the music of Richard Wagner. He has created eight transcriptions for piano from ‘The Ring of the Nibelung’, assembling them into a suite in eight pictures ‘Wagners Ring’.
|
These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have
become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall
of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos,
duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are
available at www.LSO.is in
English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS
fréttatilkynningu lokið / end of release
|