Fréttatilkynning um tónleika − English below

Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2025
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöld 15. júlí 2025 klukkan 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Sumartónleikaröðin í heild

Fyrri tónleikar og viðburðir

Konstantin Zvyagin
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Tón­leik­arn­ir eru í sam­starfi við Wagn­er fé­lag­ið á Ís­landi.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Selma Guðmundsdóttir í síma 699 7292

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805

Ferð með Kon­stantin Zvyagin um Niflunga­hring Wagners
Á næstu tón­leik­um í sumar­tón­leika­röð Lista­safns Sigur­jóns Ólafs­son­ar þann 15. júlí leik­ur Konstantin Zvyagin píanóleikari svítuna Hringur Wagners í átta mynd­um, en það eru hans eigin um­rit­an­ir úr Nifl­unga­hring Rich­ard Wagn­ers. Kon­stant­in, sem er af rúss­nesk­um upp­runa en býr og starfar í Darm­stadt í Þýska­landi, hefur undan­farið helg­að sig tón­list Wagners. Heim­sókn hans til Ís­lands og þess­ir tón­leik­ar eru í sam­starfi við Wagnerfélagið á Íslandi.

Konstantin Zvyagin fædd­ist árið 1990 í Novgo­rod í Rúss­landi og hóf þar sitt tón­listar­nám. Fram­halds­nám stund­aði hann við hina virtu tón­listar­aka­demíu Gness­ins í Moskvu hjá pró­fess­or Tati­ana Zelik­man, það­an sem hann út­skrif­að­ist með láði 2014. Þá lá leið hans til Köln í Þýska­land þar sem hann nam við Hoch­schule für Musik und Tanz und­ir leið­sögn Ninu Tich­man prófess­ors og lauk því árið 2018. Hann kenn­ir nú við Tón­listar­aka­demí­una í Darm­stadt í Þýska­landi.
    Kon­stant­in hefur kom­ið fram sem ein­leik­ari, með­al ann­ars ár­lega í tón­leika­röð­inni „Welt­klassik am Klavier“ í Þýska­landi, ein­leik­ari með hljóm­sveit­um og sem píanó­leik­ari tríós­ins „SpiegelBild“. Hefur atorka hans leitt hann víða um lönd, með­al ann­ars til Ír­lands, Pól­lands, Þýska­lands, Sví­þjóð­ar, Banda­ríkj­anna, Frakk­lands, Ítalíu, Spánar, Ísraels og Rúss­lands.
    Á síð­ustu fimm ár­um hef­ur Konstant­in Zvyagin helg­að sig tón­list Rich­ards Wagn­ers og árið 2023 hlaut hann verð­laun frá Rich­ard Wagn­er Styrk­þega­stofn­un­inni. Lék hann þá í Villa Wahnfried, íbúðarhúsi − og nú safni − Wagners í Bay­reuth, við at­höfn sem hald­in var til heið­urs með­lim­um Bayreuth-hátíð­ar­inn­ar til margra ára, og var hann heiðr­að­ur af stjórn­end­um há­tíð­ar­innar.
    Svítan Hringur Wagners í átta myndum er byggð á píanó­umrit­un­um hans á óper­um Niflunga­hrings Wagn­ers og var gef­in út á geisla­diski hjá Spektral útgáfunni þýzku í mars 2024 undir titl­in­um Ein Weg durch Wagners Ring. Einn­ig hafa nót­ur um­ritunar­inn­ar verið gefn­ar út af APOLLON Musik­offizin Ver­lag í Bonn.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum View in browser

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
July 15th 2025 at 8:30 pm

Admission ISK 3000
at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Summer Concert Series 2025

Earlier concerts and events

Konstantin Zvyagin
A PDF version of the program (when ready)

This concert is in cooperation with the Richard Wagn­er Society of Iceland.

Further information on this concert gives:
Selma Guðmundsdóttir, tel (354) 699 7292

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

A travel through Wagner’s Ring with Konst­antin Zvyagin
Next Tues­day in Sigur­jón Ólafs­son Museum, pianist Konstantin Zvyagin will play his own trans­script­ions from Rich­ard Wagn­er’s Der Ring des Niebel­ung­en, a suite in 8 move­ments. Of Rus­sian origin, Kon­stant­in lives in Darm­stadt, Germ­any and has de­vot­ed him­self to Wagn­er’s music. The visit to Ice­land and this con­cert is in co­operat­ion with the Rich­ard Wagner Society in Iceland.

Konstantin Zvyagin was born in 1990 in the city of Novgorod, Russia where he began his music studies. After graduat­ing with dist­inct­ion from the Gnessins Russian Academy of music in Moscow in the class of profess­or Tati­ana Zelik­man, Kon­stant­in mov­ed to Germ­any and furth­er­ed his mus­ical educat­ion at the Hoch­schule für Musik und Tanz, Köln with Profes­sor Nina Tich­man. Cur­rently he teach­es at the Aka­demie für Ton­kunst in Darm­stadt, Germany.
    His busy con­cert sched­ule as a pianist and memb­er of the trio Spieg­elBild has led him to numer­ous solo and chamb­er music con­certs in Ire­land, Po­land, Germ­any, the USA, France, Italy, Spain, Israel and Russia. Every year he plays numer­ous solo con­certs through­out Germany in the series ‘Welt­klass­ik am Klavier’. As a solo­ist, he has per­form­ed with many orchestras.
    He is a laure­ate of Russ­ian and inter­nat­ional com­petit­ions, and his talent has been sup­port­ed by sev­eral scholar­ships and grants in Russia and Germany.
    In re­cent years, Konstant­in Zvyagin has be­come especial­ly ab­sorb­ed by the music of Rich­ard Wagn­er. He has cre­at­ed eight tran­script­ions for piano from ‘The Ring of the Nibel­ung’, as­sembl­ing them into a suite in eight pictures ‘Wagners Ring’.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release