Fréttatilkynning um tónleika − English below

Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2025
Aukatónleikar á föstudagskvöldi

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
föstudagskvöld 25. júlí
kl. 20:30
Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Sumartónleikaröðin í heild

Fyrri tónleikar og viðburðir

April og Kristi
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Hjörleifur í bandarískan síma +1 480 444 8215

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Lóa
Dúóið Lóa sem kem­ur vest­an um haf, mynda þær April Clayton flautu­leikari og Kristi Shade hörpu­leikari. Flytja þær verk eftir Arn­old Bax, Atla Heimi Sveins­son, Daniel Dorff, Jean-Michel Damase og Þórð Magnús­son og eru þessi verk vænt­anleg á hljóm­diski sem koma mun út síð­ar á ár­inu. Dúóið Lóa er nýs­tofn­að, en April og Kristi hafa spilað saman í trí­ó­inu Hat Trick síðan árið 2013.

April Clayton lærði flautu­leik við Oberlin College og Oberlin Con­serva­tory í Ohio í Banda­ríkj­un­um og lauk doktors­prófi við Juil­liard School í New York borg. Hún var lengi pró­fess­or í flautu­leik við Brig­ham Young há­skól­ann, en kenn­ir nú við þrjá há­skóla í Utah, Snow College, Utah Valley Uni­versity og West­minst­er Uni­ver­sity. Hún hef­ur spil­að víða í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu og einn­ig í Kóreu, Mex­íkó, Bras­ilíu, á Haití og Barba­dos. April var lengi með­lim­ur Orph­eus blásara­kvint­etts og leik­ur nú með Aspen Winds kvint­ett­in­um í Utah. Síð­ar á þessu ári er væntan­legur geisla­diskur henn­ar ásamt píanó­leikara með verk­um tón­skálds­ins Mig­uel del Aguila.

Kristi Shade byrjaði að læra og leika á hörpu ung að aldri og lauk próf­um frá Man­hatt­an School of Music og Uni­ver­sity of Flor­ida. Hún starf­ar sem fyrsti hörpu­leik­ari Kammer­hljóm­sveit­ar New York borg­ar og spil­ar oft í söng­leikj­um Broad­way leik­húsa í New York borg og einn­ig sem gest­ur sin­fóníu­hljóm­sveita víðs veg­ar um Banda­rík­in. Hún kenn­ir nú við Man­hattan School of Music og stúlkna­skól­ana Brear­ley og Spence sem allir eru á Man­hattan. Hörpu­dúó hennar og Katie And­rews, Duo Scorpio, hefur gef­ið út tvo geisla­diska, Scorp­ion Tal­es árið 2012 og Two Bridges 2017.

April og Kristi, ásamt víólu­leikar­an­um David Wallace, stofn­uðu trí­óið Hat Trick árið 2013 sem gaf út disk­ana Garden of Joys and Sorrows, 2017 og Big Sky, 2024. Sam­spil April og Kristi und­ir nafn­inu Lóa er ný­hafið og síð­ar á þessu ári er væntan­leg­ur geisla­disk­ur með leik þeirra og þar má með­al ann­ars heyra verk þau sem flutt verða á þess­um tón­leik­um.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum View in browser

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts
Extra Concert Friday Night!

Sigurjón Ólafsson Museum
Friday evening,
July 25th 2025 at 8:30 pm

Admission ISK 3000
at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Summer Concert Series 2025

Earlier concerts and events

April and Kristi
A PDF version of the program (when ready)

Further information on this concert gives:
Hjörleifur (USA phone) +1 480 444 8215

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Lóa
The duo Lóa, con­sist­ing of April Clayton, flute and Kristi Shade, harp, both from USA, per­forms works from their forth­com­ing CD, re­leas­ed by Cryst­al Rec­ords lat­er this year. Their pro­gram ex­plor­es varied inter­nat­ional re­perto­ire by Arnold Bax (UK), Jean-Michel Damase (France), Daniel Dorff (USA), and Þórð­ur Magnús­son and Atli Heimir Sveins­son (Iceland). While Lóa is re­cently form­ed, the col­labora­tion of April and Kristi start­ed with the trio Hat Trick in 2013.

Flutist April Clayton studied at the Oberlin College and Conservatory, and at the Juilliard School, where she completed a doctorate. She was professor of flute at Brigham Young University for over twenty years, and now teaches at Snow College, Utah Valley University, and Westminster University, all in Utah.
    Her performances include Vienna’s International Music Academy Orpheus, the Utah Symphony’s Haitian Orchestra Institute, the Varna International Music Academy, Seminários Internacionais de Musica in Bahia, Holder’s Season Festival in Barbados, Wells Cathedral Concert Series, Edinburgh Festival Fringe and Aberystwyth Music Festival. She was member of the Orpheus Quintet for over twenty years and is currently member of Aspen Winds Quintet, and also performed as a guest with New York Woodwind Quintet. April’s flute-viola-harp trio ‘Hat Trick’ has recorded two CDs ( Garden of Joys and Sorrows, 2017 and Big Sky, 2024). April has two CDs slated for release later this year, a flute-piano CD with composer Miguel del Aguila and the Lóa’s flute-harp CD with Kristi.

Harpist Kristi Shade holds degrees from the Manhattan School of Music and the University of Miami. She is the Principal Harpist with The Chamber Orchestra of New York and performs regularly on Broadway. She is on harp faculty at the Manhattan School of Music, the Brearley School, and the Spence School. Kristi has been a guest artist with The Baltimore Symphony, The New Jersey Symphony, The Miami Symphony, The Florida Philharmonic, The Albany Symphony Orchestra, The Columbus Symphony Orchestra, The Brooklyn Symphony Orchestra and The Brooklyn Repertory Orchestra. Kristi’s flute-viola-harp trio Hat Trick has recorded two CD’s ( Garden of Joys and Sorrows, 2017, and Big Sky, 2024), and her harp duo Duo Scorpio has recorded two CD’s ( Scorpion Tales, 2012, and Two Bridges, 2017).

In this concert, the duo Lóa performs works from their forthcoming CD. Their program explores varied international repertoire by Arnold Bax (UK), Jean-Michel Damase (France), Daniel Dorff (USA), and Þórður Magnússon and Atli Heimir Sveinsson (Iceland). While Lóa is recently formed, the collaboration of April and Kristi started with the trio Hat Trick in 2013.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release