Fréttatilkynning um tónleika − English below

Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2025
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöld 5. ágúst 2025 klukkan 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Sumartónleikaröðin í heild

Fyrri tónleikar og viðburðir

Hjörleifur og Ourania
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Hjörleifur í síma 899 8740

Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805.

Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Ourania Menelaou píanó− og trommuleikari.
Hjörleifur og Ourania léku saman í fyrsta skipti í Reykjavík í sumartónleikaröð LSÓ fyrir réttum 30 árum. Nú leika þau Sónötu fyrir fiðlu, píanó og trommur eftir bandaríska framúrstefnutónskáldið George Johann Carl Antheil, Fimm stykki fyrir fiðlu og píanó eftir ítalann Ottorino Respighi og Sónötu fyrir fiðlu og píanó eftir rússneska tónskáldið Alfred Schnittke. Þá munu þau frum­flytja stutt hnytt­ið verk eftir Mich­alis Andron­ikou: Nick Galis, the Leg­end sem er til­eink­að hinum þekkta gríska körfu­bolta­leikar­a Nikos Galis.

Hjörleifur Valsson fiðlu­leik­ari (f. 1970) lauk ein­leikara­prófi frá Tón­listar­háskól­an­um í Ósló árið 1993, þar sem aðal­kenn­ar­ar hans voru Eiv­ind Aad­land og Grig­orij Zhislin, og hlaut þá styrk frá tékk­neska rík­inu til náms við Prag-kon­servatórí­ið. Þar nam hann fiðlu­leik og kamme­rtón­list í þrjú ár, auk þess að leika með ýms­um kammer­sveit­um og hljóm­sveit­um þar í borg. Hjör­leif­ur lauk Dipl.Mus.gráðu frá Folk­wang Hoch­­schule í Essen í Þýska­landi sum­ar­ið 2000.
    Á náms­ár­um sín­um í Mið-Evrópu sótti hann nám­skeið hjá ýms­um virt­um tón­listar­mönn­um. Hann hef­ur kom­ið fram á fjölda tón­leika víða um Evrópu, starf­að með tón­listar­mönn­um á borð við Mstislav Rost­ropo­vitsj, Shlomo Mintz, Gilles Apap, Safaa al Saadi, samið, út­sett og leik­ið tón­list fyrir leik­hús og tek­ið þátt í fjölda af upp­tök­um fyrir út­varp, sjón­varp, kvik­mynd­ir og hljóm­plöt­ur. Hjör­leif­ur hefur verið virk­ur í ís­lensku tón­listar­lífi um margra ára skeið en starfar nú erlendis.

Píanó­leik­ar­inn og tón­listar­fræð­ing­ur­inn Ourania Menelaou er fædd árið 1973 á Kýpur. Hún út­skrif­að­ist frá Prag-kon­serva­tórí­inu árið 1996, en stund­aði áfram nám við Karls-há­skól­ann í Prag og lauk þar meist­ara­prófi í tón­vís­ind­um. Hún stund­aði síð­an fram­halds­nám hjá Uriel Tsachor í píanó­leik við há­skól­ann í Iowa í Banda­ríkj­un­um og lauk þar prófi 2006.
    Ourania hef­ur kom­ið fram mjög víða, bæði sem ein­leik­ari og í kammer­tón­list og hef­ur hald­ið tón­leika í Banda­ríkj­un­um, Grikk­landi, Kýp­ur, Þýska­landi, Nor­egi og Ís­landi. Þá hefur hún unn­ið að fjöl­breytt­um rann­sókn­um í tón­vís­ind­um en eink­um beitt sjón­um sín­um að píanó­tón­list nítj­ándu og tutt­ug­ustu aldar. Hún hefur sér­stak­lega ranna­sak­að tón­list tékk­neska tón­skáldsins Leoš Janáčeks og gríska tónskáldsins Nikos Skalk­ottas. Hún hef­ur um ára­bil unnið að rann­sókn á píanó­tón­list sem sam­in hef­ur verið eftir árið 1945 við Gold­smith há­skól­ann í Lond­on og held­ur fyrir­lestra við New York University í Prag.

Ourania og Hjörleifur hafa leikið sam­an frá ár­inu 1993 og komið fram á tón­leik­um víða um Evr­ópu. Þau hafa hald­ið úti eigin kammer­tón­listar­há­tíð við tón­listar­deild New York University í Prag, auk þess að leika reglu­lega tón­leika með tékk­neskri tónlist á Dvořák- og Smetana söfnunum þar í borg.

Tónleikasíður safnins  á íslensku og ensku eru uppfærðar reglulega

Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum View in browser

Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts

Sigurjón Ólafsson Museum
Tuesday evening,
August 5th 2025 at 8:30 pm

Admission ISK 3000
at the entrance
Major credit cards accepted

Where is the Museum?

Summer Concert Series 2025

Earlier concerts and events

Hjörleifur and Ourania
A PDF version of the program (when ready)

Further information on this concert gives:
Hjörleifur, tel (354) 899 8740

Further information on the concert series gives:
Hlíf Sigurjónsdóttir, tel. (354) 863 6805

Hjörleifur Valsson violin and Ourania Menelaou piano and drums.
The duo’s first performance in Reykjavík was in Sigurjón Ólafsson Museum exactly 30 years ago. In this concert they will perform Sonata for Violin, Piano and Drums by the American avant-garde composer George Johann Carl Antheil, Five Pieces for Violin and Piano by Italian composer Ottorino Respighi, and Sonata for violin and piano by the Russian composer Alfred Schnittke. Also, they will world premiere a short, exciting work by Mich­alis Andron­ikou: Nick Galis, the Legend, dedi­cat­ed to the famous Greek basket­ball play­er, Nikos Galis.


Icelandic violin­ist Hjörleifur Vals­son began play­ing the violin at a local mus­ic school in Húsavík and lat­er Ísa­fjörð­ur. In 1988, he mov­ed to Nor­way and be­came a pupil of Eiv­ind Aad­land and Grig­orij Zhislin at the Oslo Music Aca­demy. Upon graduat­ion in 1993 he re­ceiv­ed a grant from the Czech govern­ment to study at the Con­serva­tory in Prague for three years, in the class of Prof. Karel Pribyl, as well as private studies with Petr Messiereur.
    During his stay in Prague he made frequent ap­pear­ances and re­citals with the Greek-Cypriot pianist Ourania Menelaou, became acquaint­ed with East-Europ­ean folk music and play­ed in a Morav­ian folk music en­semble. Later he studi­ed in the class of Prof. Pieter Daniel at the Folk­wang Hoch­schule in Essen, Germany, and re­ceiv­ed his Music Degree there in the summer of 2000. While on the Cont­inent, Hjör­leifur visit­ed mast­er clas­ses of art­ists in­clud­ing Pierre Amoyal, Sergej Stadler, Truls Mörk and Pavel Gililov, and ap­pear­ed in numer­ous con­certs and re­citals through­out Europe. Hjör­leifur is a versa­tile violin­ist with a highly pers­onal and unique style. He has com­posed, per­form­ed and ar­ranged music for theater, record­ed for radio, television, movies and CD releases, and has col­labor­at­ed with some of world’s leading mus­ical pers­onalities.

Pianist and musicologist Ourania Menelaou, was born in Nicosia, Cyprus. Graduat­ed from the Prague Con­serva­tory in the class of Vl. Topinka in 1996, Ourania cont­inu­ed her stud­ies at the Charl­es Uni­ver­sity of Prague, from where she re­ceiv­ed her Master’s degree in Music­ology. In 2003, Ouran­ia was award­ed a Teach­ing Assistant­ship from the Uni­ver­sity of Iowa, USA. There she studi­ed piano with Prof. Uriel Tsachor, and got her post­gradu­ate de­gree in Piano Performance in 2006. Ouran­ia per­form­ed ex­tensively, both as a solo­ist as well as a pian­ist, in chamb­er mus­ic re­citals. She holds the dipl­oma Laureat de l’ Academie de Lausanne and has been in­vit­ed to par­ticip­ate in Music Festivals in the USA, where she per­form­ed with inter­nation­ally re­cogniz­ed music­ians in­clud­ing Hjör­leif­ur Vals­son, Peter Zaz­ofsky, Doriot Anthony Dwyer, Terry King and others. Ourania has given recitals in Greece, Cyprus, Germany, Norway, Iceland and the USA. She has re­cord­ed for the Cyprus Broad­casting Corpor­ation (CyBC), the Ice­landic Radio, KNPR in Las Vegas and for the Ceský Rozhlas in Prague.
    At present she is work­ing in a re­search pro­gram on solo piano music after 1945 at Gold­smiths Uni­ver­sity in London, lect­ur­ing History of Music at the New York Uni­ver­sity in Prague and she is lectur­er for the Amer­ican organ­izat­ion Road Scholars.

These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are available at www.LSO.is in English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

fréttatilkynningu lokið / end of release