Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 2025
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
þriðjudagskvöld
5. ágúst 2025 klukkan 20:30
Miðasala við innganginn
Aðgangseyrir kr. 3000
Tekið er við greiðslukortum
Hvar er safnið?
Sumartónleikaröðin í heild
Fyrri tónleikar og viðburðir
|

Hjörleifur og Ourania |
Smellið á smámyndina til að
fá prenthæfa ljósmynd.
Hér
má ná í pdf útgáfu af efnisskrá
tónleikanna þegar hún er tilbúin.
Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Hjörleifur í síma 899 8740
Nánari upplýsingar um tónleikaröðina
í heild veitir:
Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805. |
Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Ourania Menelaou
píanó− og trommuleikari.
Hjörleifur og Ourania léku saman í
fyrsta skipti í Reykjavík í sumartónleikaröð LSÓ fyrir
réttum 30 árum. Nú leika þau Sónötu fyrir fiðlu,
píanó og trommur eftir bandaríska framúrstefnutónskáldið
George Johann Carl Antheil, Fimm stykki fyrir fiðlu og píanó eftir
ítalann Ottorino Respighi og Sónötu fyrir fiðlu og píanó
eftir rússneska tónskáldið Alfred Schnittke.
Þá munu þau frumflytja stutt hnyttið verk eftir Michalis
Andronikou: Nick Galis, the Legend sem er tileinkað hinum þekkta
gríska körfuboltaleikara Nikos Galis.
Hjörleifur Valsson fiðluleikari (f. 1970) lauk einleikaraprófi frá Tónlistarháskólanum í Ósló árið 1993, þar sem aðalkennarar hans voru Eivind Aadland og Grigorij Zhislin, og hlaut þá styrk frá tékkneska ríkinu til náms við Prag-konservatóríið. Þar nam hann fiðluleik og kammertónlist í þrjú ár, auk þess að leika með ýmsum kammersveitum og hljómsveitum þar í borg. Hjörleifur lauk Dipl.Mus.gráðu frá Folkwang Hochschule í Essen í Þýskalandi sumarið 2000.
Á námsárum sínum í Mið-Evrópu sótti hann námskeið hjá ýmsum virtum tónlistarmönnum. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika víða um Evrópu, starfað með tónlistarmönnum á borð við Mstislav Rostropovitsj, Shlomo Mintz, Gilles Apap, Safaa al Saadi, samið, útsett og leikið tónlist fyrir leikhús og tekið þátt í fjölda af upptökum fyrir útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og hljómplötur. Hjörleifur hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi um margra ára skeið en starfar nú erlendis.
Píanóleikarinn og tónlistarfræðingurinn Ourania Menelaou er fædd árið 1973 á Kýpur. Hún útskrifaðist frá Prag-konservatóríinu árið 1996, en stundaði áfram nám við Karls-háskólann í Prag og lauk þar meistaraprófi í tónvísindum. Hún stundaði síðan framhaldsnám hjá Uriel Tsachor í píanóleik við háskólann í Iowa í Bandaríkjunum og lauk þar prófi 2006.
Ourania hefur komið fram mjög víða, bæði sem einleikari og í kammertónlist og hefur haldið tónleika í Bandaríkjunum, Grikklandi, Kýpur, Þýskalandi, Noregi og Íslandi. Þá hefur hún unnið að fjölbreyttum rannsóknum í tónvísindum en einkum beitt sjónum sínum að píanótónlist nítjándu og tuttugustu aldar. Hún hefur sérstaklega rannasakað tónlist tékkneska tónskáldsins Leoš Janáčeks og gríska tónskáldsins Nikos Skalkottas. Hún hefur um árabil unnið að rannsókn á píanótónlist sem samin hefur verið eftir árið 1945 við Goldsmith háskólann í London og heldur fyrirlestra við New York University í Prag.
Ourania og Hjörleifur hafa leikið saman frá árinu 1993 og komið fram á tónleikum víða um Evrópu. Þau hafa haldið úti eigin kammertónlistarhátíð við tónlistardeild New York University í Prag, auk þess að leika reglulega tónleika með tékkneskri tónlist á Dvořák- og Smetana söfnunum þar í borg.
|
Tónleikasíður safnins á
íslensku og
ensku eru uppfærðar reglulega
Press Release for a Concert in Sigurjón Ólafsson Museum
View in browser
Sigurjón Ólafsson Museum Summer Concerts
Hjörleifur Valsson violin and Ourania Menelaou piano and drums.
The duo’s first performance in Reykjavík was in Sigurjón Ólafsson
Museum exactly 30 years ago. In this concert they will perform Sonata for Violin,
Piano and Drums by the American avant-garde composer George Johann Carl Antheil,
Five Pieces for Violin and Piano by Italian composer Ottorino Respighi, and
Sonata for violin and piano by the Russian composer Alfred Schnittke.
Also, they will world premiere a short, exciting work by Michalis
Andronikou: Nick Galis, the Legend, dedicated to the famous Greek
basketball player, Nikos Galis.
Icelandic violinist Hjörleifur Valsson began playing the violin at a local music school in Húsavík and later Ísafjörður. In 1988, he moved to Norway and became a pupil of Eivind Aadland and Grigorij Zhislin at the Oslo Music Academy. Upon graduation in 1993 he received a grant from the Czech government to study at the Conservatory in Prague for three years, in the class of Prof. Karel Pribyl, as well as private studies with Petr Messiereur.
During his stay in Prague he made frequent appearances and recitals with the Greek-Cypriot pianist Ourania Menelaou, became acquainted with East-European folk music and played in a Moravian folk music ensemble. Later he studied in the class of Prof. Pieter Daniel at the Folkwang Hochschule in Essen, Germany, and received his Music Degree there in the summer of 2000. While on the Continent, Hjörleifur visited master classes of artists including Pierre Amoyal, Sergej Stadler, Truls Mörk and Pavel Gililov, and appeared in numerous concerts and recitals throughout Europe. Hjörleifur is a versatile violinist with a highly personal and unique style. He has composed, performed and arranged music for theater, recorded for radio, television, movies and CD releases, and has collaborated with some of world’s leading musical personalities.
Pianist and musicologist Ourania Menelaou, was born in Nicosia, Cyprus. Graduated from the Prague Conservatory in the class of Vl. Topinka in 1996, Ourania continued her studies at the Charles University of Prague, from where she received her Master’s degree in Musicology. In 2003, Ourania was awarded a Teaching Assistantship from the University of Iowa, USA. There she studied piano with Prof. Uriel Tsachor, and got her postgraduate degree in Piano Performance in 2006. Ourania performed extensively, both as a soloist as well as a pianist, in chamber music recitals. She holds the diploma Laureat de l’ Academie de Lausanne and has been invited to participate in Music Festivals in the USA, where she performed with internationally recognized musicians including Hjörleifur Valsson, Peter Zazofsky, Doriot Anthony Dwyer, Terry King and others. Ourania has given recitals in Greece, Cyprus, Germany, Norway, Iceland and the USA. She has recorded for the Cyprus Broadcasting Corporation (CyBC), the Icelandic Radio, KNPR in Las Vegas and for the Ceský Rozhlas in Prague.
At present she is working in a research program on solo piano music after 1945 at Goldsmiths University in London, lecturing History of Music at the New York University in Prague and she is lecturer for the American organization Road Scholars.
|
These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have
become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall
of the Museum seats up to 90 people and its warm acoustics are ideal for solos,
duos and smaller chamber groups. Information on the concerts are
available at www.LSO.is in
English as well as Icelandic.
Ábyrgðarmaður fréttatilkynningar er
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS
fréttatilkynningu lokið / end of release
|