Fréttatilkynning frá Selinu á Stokkalæk og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)


Stokkalækur 25.07 og Listasafn Sigurjóns 27.07
Mathias, Þorgerður, Magnus, Eygló og Mischa
Smellið á myndina til að fá prenthæfa mynd.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir
Þorgerður Edda Hall í síma 846 5264 eða thorgerdurhall(at)gmail.com
 
 

Ábyrgðarmenn fréttatilkynningar:

Birgitta Spur, Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, sími 553 2906 netfang: LSO@LSO.IS
Pétur Hafstein, Stokkalæk, sími 487 5512 netfang: stokkalaekur@emax.is

Tveir litríkir, síðrómantískir píanókvintettar.
Tónleikar í Selinu á Stokkalæk sunnudaginn 25. júlí kl. 16 og í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudagskvöldið 27. júlí kl 20:30.
 
Mathias Susaas Halvorsen píanóleikari, Eygló Dóra Davíðsdóttir og Magnus Boye Hansen fiðluleikarar, Mischa Pfeiffer víóluleikari og Þorgerður Edda Hall sellóleikari flytja Píanókvintett í C dúr op. posth. eftir Nikolai Medtner og Píanókvintett í E dúr op. 15 eftir Wolfgang Korngold.
     Meðlimir kvintettsins hafa allir leikið saman áður, t.d. á hátíðum í Noregi, Þýskalandi og á Íslandi. Þetta er þó í fyrsta skipti sem kvintettinn leikur saman í heild sinni hér á landi. Öll eru þau nú búsett í Þýskalandi og stunda þar framhaldsnám.

Mathias Susaas Halvorsen fæddist í Haugasundi í Noregi 1988. Hann stundaði píanónám við Barratt Due Musikkinstitutt í Ósló undir handleiðslu tékkneska prófessorsins Jiri Hlinka og útskrifaðist þaðan með BA gráðu síðastliðið vor. Hann hefur komið fram með mörgum virtum tónlistarmönnum, þar á meðal Gintaras Rinkevicius, Benedict Klöckner og Tine Thing Helseth og á mörgum hátíðum, svo sem Festspillene i Hardanger, København Kammermusikfestival, Festspillene i Bergen og einnig í Þýskalandi, Bretlandi og á Íslandi. Þá hefur hann leikið einleik í virtum tónleikasölum eins og Oslo Konserthus og St. John's Smith Square í Lundúnum. Árið 2008 stofnaði hann, ásamt flautuleikaranum Guro Pettersen, Podium kammermúsíkhátíðina í Haugesund.
   
Mathias hlaut þriðju verðlaun sem píanódúóið Duo Arctica, ásamt Joachim Carr í alþjóðlegu Grieg keppninni árið 2008 og hafa þeir síðan komið fram í Þýskalandi, Ísrael og á Íslandi. Vorið 2009 flutti hann fimmta píanókonsert norska tónskáldsins Halfdan Cleve með Litháísku ríkissinfóníuhljómsveitinni.

Eygló Dóra Davíðsdóttir er fædd 1988 og hóf að læra á fiðlu fimm ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur og síðar Auði Hafsteinsdóttur. Samhliða menntaskóla stundaði hún nám við Listaháskóla Íslands, en eftir þriggja ára nám þar flutti hún til Berlínar og sótti einkatíma í fiðluleik hjá Stephan Picard prófessor. Nú nemur hún við tónlistarháskólann í Lübeck hjá Elisabeth Weber prófessor. Hún hefur tekið þátt í námskeiðum víða um Evrópu, hjá listamönnum eins og Nikolaj Znaider, Thomas Brandis og Sigurbirni Bernharðssyni.
  
Árið 2006 tók Eygló Dóra þátt í keppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands; Ungir einleikarar og hlotnaðist í kjölfarið að leika einleik með Sinfóníuhljómsveitinni. Hún er virkur kammermúsíkant, hefur leikið með Mendelssohn Kammerorchester í Leipzig, Bach sveitinni í Skálholti og Strengjasveitinni Skark, og komið fram á hátíðum eins og Brahms-festival í Lübeck og Tónlistarhátíð unga fólksins. Hún er lausráðinn fiðluleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Magnus Boye Hansen er fæddur 1988 í Noregi og hefur spilað á fiðlu frá sjö ára aldri. Hann nemur nú hjá Geir Inge Lotsberg við Barratt Due Musikkinstitutt í Ósló og stefnir á að ljúka BA gráðu þaðan í vor. Hann hefur spilað fyrir hina ýmsu kennara, þar á meðal Piotr Janowski, Gordon Back, Dora Schwarzberg, Michaela Martin og Mauricio Fuks, og komið fram á tónlistarhátíðum t.d. Risør Kammermusikfestival, Podium Festival Haugesund og Podium Festival Esslingen. Hann spilar reglulega með strengjasveitinni Kammer Allegria og í nóvember 2008 lék hann einleik, Concerto Grosso eftir Alfred Schnittke, með Oslo Camerata. Í haust mun hann fara í tónleikaferðalag með Risør Kammermusikfestival og leika, meðal annars í Carnegie Hall með listamönnum á borð við Martin Fröst, Leif Ove Andsnes og Marc André Hamlin.
  
Magnus leikur á fiðlu sem Nicolas Gilles smíðaði árið 2008. Hana fékk hann léða frá Dextra Musica hljóðfærasjóðnum eftir að hafa unnið keppni sjóðsins um hljóðfærið.

Mischa Pfeiffer er fæddur 1985 í Baden-Württemberg og stundaði framhaldsnám í lágfiðluleik hjá Thomas Selditz við Tónlistarháskólann í Hamburg og frá árinu 2008 hjá Barböru Westphal í Tónlistarháskólanum í Lübeck þaðan sem hann stefnir á að ljúka námi nú í sumar.
   
Mischa hefur sótt námskeið hjá Roland Glassl, Thomas Riebl og Tatjana Masurenko og numið kammertónlist hjá listamönnum eins og Arnold Steihardt, Valentin Erben og Samuel Rhodes. Á tónleikaferðum sínum hefur hann leikið í Kína, Japan og víða um Evrópu. Hann kemur reglulega fram á Podium Festival Esslingen.

Þorgerður Edda Hall sellóleikari er fædd 1989 í Reykjavík og hóf tónlistarnám sitt við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Haustið 2006 innritaðist hún á Diplomabraut Listaháskóla Íslands hjá Gunnari Kvaran prófessor og útskrifaðist þaðan vorið 2008. Veturinn 2008–09 stundaði hún nám við Barratt Due Musikkinstitutt í Ósló undir handleiðslu Bjørns Solum. Síðastliðinn vetur stundaði hún nám við Listaháskóla Íslands og lauk B.Mus. gráðu þaðan í vor.
   
Þorgerður hefur stundað ýmis konar tónlistariðkan og hefur leikið með strengjakvartett, bæði hérlendis og á hinum Norðurlöndunum. Hún hefur tekið þátt í hljómsveitar- og kammerverkefnum, meðal annars á Tónlistarhátíð unga fólksins, með listamönnum á borð við Nikolaj Znaider, Krzysztof Penderecki og Sigurbjörn Bernharðsson.

 

Selið á Stokkalæk

Tónleikar sunnudaginn
25. júlí kl. 16:00
Miðapantanir í síma 487 5512 og 864 5870

Listasafn Sigurjóns

Tónleikar þriðjudagskvöld
27. júlí 2010 kl. 20:30

Miðasala við innganginn
Tekið er við greiðslukortum
Hvar er safnið

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna þegar hún er tilbúin.



Tónleikasíða safnins (ísl) (ens)

Sumartónleika-
bæklingur LSÓ 2010


English:

Two colourful, late-romantic piano quintets.
Concerts at Selid at Stokkalækur Sunday July 25th at 16:00 and Sigurjón Ólafsson Museum Tuesday night July 27th at 20:30
 
Mathias Susaas Halvorsen piano, Eygló Dóra Davíðsdóttir violin, Magnus Boye Hansen violin, Mischa Pfeiffer viola and Þorgerður Edda Hall cello. Piano quintet in C major op. posth. by Nikolai Medtner and Piano quintet in E major op. 15 by Wolfgang Korngold.
 

Mathias Susaas Halvorsen, born in Norway 1988, studied the piano with professor Jiri Hlinka at the Barratt Due Musikkinstitutt in Oslo and graduated with a BA degree this spring.
    He has performed with several renowned artists, e.g. Gintaras Rinkevicius, Benedict Klöckner and Tine Thing Helseth, and at numerous festivals, such as Festspillene i Hardanger, København Kammermusikfestival and Festspillene i Bergen, along with festivals in Germany, Iceland and the UK. Together with Guro Pettersen he founded the Podium festival in Haugesund, Norway 2008. He has performed in concert venues such as Oslo Konserthus and St. John's Smith Square in London. In 2009 he performed Piano Concerto no. 5 by the Norwegian composer Halfdan Cleve with the Lithuanian State Symphony Orchestra. With pianist Joachim Carr as Duo Arctica he received the third prize in the International Concours Grieg in 2008 and since then they have performed in Germany, Iceland and Israel.

Eygló Dóra Davíðsdóttir was born in 1988 and had her first violin lesson at the age of five. She studied at the Reykjavík College of Music with Lilja Hjaltadóttir and at the Iceland Academy of the Arts with Auður Hafsteinsdóttir. After her studies in Iceland she moved to Berlin where she had private lessons with professor Stephan Picard. Since the autumn of 2008 she has studied at the Music Academy of Lübeck with Professor Elisabeth Weber.
    Eygló Dóra has taken part in master classes and courses throughout Europe, for example in Denmark with Nikolaj Znaider and in Iceland with Sibbi Bernharðsson. She has been freelancing with the Iceland Symphony Orchestra since 2006 and played with various ensembles, such as the Mendelssohn Kammerorchester Leipzig and the Skálholt Bach Consort, performing on historical instruments. As a prize winner of the Young Soloists Competition in 2006 she gave a solo performance of Max Bruch's violin concerto with the Iceland Symphony Orchestra.

Magnus Boye Hansen, born in Norway 1988, has played the violin since the age of seven. He studies with Geir Inge Lotsberg at the Barratt Due Musikkinstitutt in Oslo and will receive his Bachelor's degree in the spring of 2010. He has participated in master classes with several renowned teachers, e.g. Piotr Janowski, Gordon Back, Dora Schwarzberg, Michaela Martin and Mauricio Fuks, and in numerous festivals both in Norway and abroad such as Risør Kammermusikfestival, Podium Festival Haugesund and Podium Festival Esslingen. He plays regularly with the string ensemble Kammer Allegria, and in November 2008 he appeared as a soloist with Oslo Camerata performing Concerto Grosso by Alfred Schnittke. This spring he will tour with the Risør Kammermusikfestival and play in Carnegie Hall amongst other places, with artists such as Martin Fröst, Leif Ove Andsnes, Marc André Hamlin and Lars Anders Tomter.

Mischa Pfeiffer, born 1985 in Baden-Würtenberg in Germany, furthered his viola studies with Thomas Selditz at the Musikhochschule Hamburg and from 2008 with Barbara Westphal at the Musikhochschule Lübeck whence he will graduate this summer. He has attended master classes with Roland Glassl, Thomas Riebl and Tatjana Masurenko and studied chamber music with various artists e.g. Arnold Steihardt, Valentin Erben and Samuel Rhodes.
    He performs regularly at the Podium Festival Esslingen. On his concert tours he has been to China, Japan and numerous European countries.

Cellist Þorgerður Edda Hall was born in 1989 and started her music education at Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar. Her main teacher there was Richard Talkowsky. In 2006 she enrolled in the Iceland Academy of the Arts on a programme for young talents with professor Gunnar Kvaran, and graduated in the spring 2008. The following winter she studied at the Barratt Due Musikkinstitutt in Oslo with Bjørn Solum. After returning to Iceland, she studied at the Iceland Academy of the Arts and graduated with a BMus degree this spring.
    Þorgerður has participated in master classes with several renowned cellists and performed with orchestras in Iceland and abroad, e.g. with artists such as Nikolaj Znaider and Krzysztof Penderecki.

Selid at Stokkalækur 

Concert Sunday July 25th at 16:00

Ticket reservations:
(354) 487 5512 and
(354) 864 5870

Where is Selid at Stokkalækur?

Sigurjón Ólafsson Museum

Concert Tuesday July 27th at. 20:30

Tickets at the entrance
Credit cards accepted

Where is the Museum?


 
PDF booklet of the Sigurjón Ólafsson Summer Concert Series  2010

fréttatilkynningu lokið / end of release