Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumar­tónleika­bæklingur 2014
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 8. júlí 2014 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Bjarni og Ingrid
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Ingrid Karlsdóttir í síma 691 0409
Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805

Frá austri til vesturs
Rússnesk, þýsk og bandarísk tónlist í Listasafni Sigurjóns á næstu sumartónleikum safnsins þriðjudagskvöldið 8. júlí.

Ingrid Karlsdóttir fiðluleikari og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari flytja Sónötu Dmitri Shostakovits ópus 134 og Peace Piece eftir Bill Evans sem Hjörtur Ingvi Jóhannsson útsetti fyrir fiðlu og píanó. Einnig leikur Ingrid úr Partítu II BWV 1004 fyrir einleiksfiðlu eftir Johann Sebastian Bach.
Ingrid Karlsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1984. Hún hóf að leika á fiðlu sjö ára gömul og stundaði nám við Tónlistarskóla íslenska Suzukisambandsins, Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist með B.M. gráðu vorið 2004. Það ár lék hún einleik í fiðlukonsert Sibelíusar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Að prófi loknu hélt hún til Bandaríkjanna og stundaði framhaldsnám í tónlist við Oberlin Conservatory í Ohio þaðan sem hún útskrifaðist vorið 2007.
    Ingrid hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput hópnum, Kammersveit Reykjavíkur og Kammersveitinni Ísafold, tekið þátt í upptökum og leikið á tónleikum með hljómsveitunum Múm, Hjaltalín og Amiinu. Árið 2013 ferðaðist hún um heiminn og lék á tónleikum með hljómsveitinni Sigur Rós. Ingrid er stofnmeðlimur tónlistarhópsins Kúbus.

Bjarni Frímann Bjarnason er fæddur í Reykjavík árið 1989. Hann hóf að leika á fiðlu fjögurra ára gamall og stundaði nám hjá Lilju Hjaltadóttur og Guðnýju Guðmundsdóttur. Hann lauk prófi í lágfiðluleik frá Listaháskóla Íslands vorið 2009. Frá 2011 hefur hann stundað nám í hljómsveitarstjórn undir handleiðslu Fred Buttkewitz við Tónlistarháskólann Hanns Eisler í Berlín. Vorið 2012 vann hann fyrstu verðlaun í Hanns Eisler-keppninni í Berlín fyrir frumflutning á píanótilbrigðum eftir Viktor Orra Árnason. Sama ár hlaut hann undirleikaraverðlaunin í ljóðasöngkeppni sem kennd er við Paulu Salomon-Lindberg í sömu borg.
    Bjarni hefur komið fram víðsvegar um Evrópu, bæði sem strengja- og hljómborðsleikari. Hann stjórnar strengjasveitinni Skark, sem hefur á undanförnum árum staðið fyrir nýstárlegum flutningi nútímatónlistar.

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
July 8 at 20:30

Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted

Where is the Museum?

Bjarni Frímann Bjarnason and Ingrid Karlsdóttir
A PDF version of the program

Further informations gives:

Ingrid Karlsdóttir tel 691 0409

From East to the West
Violin and Piano in Sigurjón Ólafsson Museum next Tuesday, July 8th, at 8:30 pm.
Ingrid Karlsdóttir violin and Bjarni Frímann Karlsson piano.
Partita II in d minor, BWV 1002 for Solo Violin by J.S. Bach, Sonata for violin and piano op. 134 by Dmitri Shostakovich and Peace Piece by Bill Evans, arranged for violin and piano by Hjörtur Ingvi Jóhannson.
Ingrid Karlsdóttir was born in Reykjavík in 1984. She began studying the violin at the age of 7 in the Music School of the Icelandic Suzuki Association, the Reykjavík College of Music and the Iceland Academy of the Arts, from where she graduated with a B.M. degree in 2004. That year she performed the Sibelius Violin Concerto with the Iceland Symphony Orchestra. Upon graduation in Iceland, she continued her studies in the USA where she attended the Oberlin Conservatory in Ohio, graduating in 2007.
    Ingrid is an active participant in the Icelandic music scene, as a member of the Iceland Symphony Orchestra, Caput Ensemble, Reykjavík Chamber Orchestra and Ísafold Chamber Orchestra, and performs also with prominent pop groups such as Múm, Hjaltalín and Amiina. In 2013 she toured around the world with the famous Icelandic group Sigur Rós. Ingrid is a founding member of the Kúbus Ensemble.

Bjarni Frímann Bjarnason was born in Reykjavík 1989. He studied the violin from the age of four with Lilja Hjaltadóttir and Guðný Guðmundsdóttir. He graduated as a violist from the Iceland Academy of the Arts in 2009 and has since 2011 studied orchestral conducting with Fred Buttkewitz at the Hochschule für Musik - Hanns Eisler in Berlin. In spring 2012 he received the first prize at the Hanns Eisler Preis in Berlin for the premiere of Viktor Orri Árnason's Piano Variations. The same year he was awarded the accompanist's prize at the Paula Salomon-Lindberg competition for Lied in the same city. Bjarni has appeard throughout Europe as well as Iceland as both string player and keyboardist. He conducts the Skark String Ensemble, which specializes in new approach to new music.

fréttatilkynningu lokið / end of release