Fréttatilkynning frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
(English below)

Ábyrgðarmaður:
Geirfinnur Jónsson
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Sími 553 2906 netfang:LSO@LSO.IS

Tónleikasíða safnins  (ísl) (ens) er uppfærð vikulega og t.d. eru settar krækjur í efnisskrár tónleikanna þegar þær eru tilbúnar.

Sumar­tónleika­bæklingur 2015
Listasafn Sigurjóns
þriðjudagskvöld 7. júlí 2015 kl. 20:30

Miðasala við inn­gang­inn
Aðgangseyrir kr. 2000
Tekið er við greiðslukortum

Hvar er safnið?

Gerrit og Hildigunnur
Smellið á smámyndina til að fá prenthæfa ljósmynd.

Hér má ná í pdf útgáfu af efnisskrá tónleikanna.

Nánari upplýsingar um tónleikana veitir:
Hildigunnur Einarsdóttir í síma 661 4174
Nánari upplýsingar um tónleikaröðina í heild veitir Hlíf Sigurjónsdóttir í síma 863 6805

Hafið

Tuttugasta og sjöunda Sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns Ólafsson hefst í safninu á Laugarnesi þriðjudagskvöldið 7. júlí. Haldnir verða sex tónleikar í júlí og fram í ágúst og er yfirlit tónleikaraðarinnar að finna á vefsíðum safnsins: www.LSO.is. Einnig hefur verið gefinn út bæklingur um tónleikaröðina sem hægt er að nálgast í safninu og á ferðamannastöðum, eða fá sendan heim, ef óskað er, hjá LSO@LSO.is, eða í síma safnsins 553 2906.
    Á upphafstónleikunum þessa sumars syngur Hildigunnur Einarsdóttir messósópran við undirleik Gerrit Schuil píanóleikara. Efnisskráin fjallar um hafið og má þar heyra ljóðaflokkinn Sea Pictures eftir Edward Elgar og tónverk eftir Joseph Haydn, Johannes Brahms, Gabriel Fauré og Hector Berlioz.
Tónleikarnir hefjast að vanda klukkan 20:30 og standa í um það bil eina klukkustund.
Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 2010, undir handleiðslu Signýjar Sæmundsdóttur og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Hún sótti síðar einkatíma til Janet Williams í Berlín og Jóns Þorsteinssonar í Utrecht. Hún er mjög virk í kórastarfi, syngur með Barbörukórnum og hefur einnig komið fram með Schola Cantorum og kór Íslensku Óperunnar. Hildigunnur stjórnar, ásamt Lilju Dögg Gunnarsdóttur, Kvennakórnum Kötlu og einnig yngstu deild Stúlknakórs Reykjavíkur.
    Hildigunnur kemur reglulega fram sem einsöngvari með kórum og hljóðfæraleikurum og stundar auk þess nám í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands, en þar sækir hún söngtíma til Hlínar Pétursdóttur Behrens og Selmu Guðmundsdóttur. Hildigunnur var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem söngkona ársins 2014 fyrir flutning sinn á lögum Karls Ottós Runólfssonar, ásamt kammerhópnum Kúbus.

Píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Gerrit Schuil fæddist í Hollandi og nam við Tónlistarháskólann í Rotterdam og síðar í London og París. Árið 1978 tók hann þátt í alþjóðlegu námskeiði fyrir hljómsveitarstjóra hjá rússneska hljómsveitarstjóranum Kirill Kondrashin og naut þess heiðurs að vera nemandi hans. Gerrit hefur leikið á tónleikum víða um Evrópu, Bandaríkin og Asíu og unnið með fjölda söngvara og hljóðfæraleikara. Hann hefur stjórnað mörgum evrópskum og amerískum hljómsveitum, á tónleikum, í óperuuppfærslum og fyrir útvarp.
    Árið 1993 fluttist Gerrit til Íslands og hefur verið leiðandi í tónlistarlífi hérlendis, haldið fjölda tónleika, stjórnað Sinfóníuhljómsveitum Íslands og Norðurlands, Kammersveit Reykjavíkur og uppfærslum Íslensku óperunnar. Gerrit hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum Flytjandi ársins 2010.

Sigurjón Ólafsson Museum

Tuesday evening,
July 7, 2015 at 8:30 pm

Admission ISK 2000 - at the entrance. Credit cards accepted

Where is the Museum?

Gerrit and Hildigunnur
A PDF version of the program

Further informations gives:

Hildigunnur Einarsdóttir tel 661 4174

The Ocean
The first concert in the annual series of Sigurjón Ólafsson Museum's Summer Concerts takes place in the Museum at Laugarnestangi, Reykjavík Tuesday evening, July 7th at 8:30 pm.

Mezzo-soprano Hildigunnur Einarsdóttir and pianist Gerrit Schuil will perform a program related to the Ocean. The program includes Sea Pictures by Edward Elgar and songs by Joseph Haydn, Johannes Brahms, Gabriel Fauré and Hector Berlioz.
    These concerts, taking place Tuesday evenings during the summer, have become a tradition in the cultural life of Reykjavík. The main hall of the Museum seats 90 people and its warm acoustics are ideal for solos, duos and smaller chamber groups. All informations on the concerts are available at www.LSO.is/index_e.htm in English as well as Icelandic.
Hildigunnur Einarsdóttir mezzo-soprano, finished her ABSRM diploma at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts in 2010 under the guidance of Signý Sæmundsdóttir and Ólöf Kolbrún Harðardóttir. She studied in Berlin with Janet Williams and Kathryn Wright in 2008-2009, and has attended private classes with Jón Þorsteinsson in Utrecht. She has participated in various students' opera-projects, and also has performed with the Icelandic Opera Studio.
    Hildigunnur has sung with a number of choirs in Iceland, including Schola Cantorum and the Choir of the Icelandic Opera. She was nominated as the Singer of the Year in 2014 by the Icelandic Music Award.

The Dutch born pianist and conductor Gerrit Schuil graduated from the Rotterdam Conservatory. He studied with John Lill and Gerald Moore in London, with Vlado Perlemuter in Paris, and also has studied with the Russian conductor, Kirill Kondrashin. He has given solo concerts throughout Europe, the USA and Asia, and performed with numerous singers and instrumentalists. In addition to having a very active conducting career for the Dutch Radio and at the National Opera, he has also conducted numerous other orchestras both in Europe and the USA.
    Gerrit moved to Iceland in 1993, and soon became a leading figure in the music-scene of the country by conducting the Iceland Symphony Orchestra as well as the Icelandic Opera. He has also organized numerous festivals and concert-series, and recorded CDs with Iceland's best known singers and instrumentalists. In 2010 he was awarded the Icelandic Music Award as the Performer of the Year.

fréttatilkynningu lokið / end of release